Harmoníkan - 30.05.1991, Síða 5
þá gjarnan með harmoníkuna á-
bakinu áður en vegurinn kom.
Einu sinni var ég fenginn til að
leika á þorrablóti í Hjaltalundi,
fékk með mér karlskaufa sem
fylgdarsvein til að bera harmoník-
una, en fengum á okkur kafald á
fjallinu og þurftum að skríða upp
úr giljunum í djúpri fönn, þetta
var geysi erfitt en hafðist. Menn
tóku vel á móti okkur, vorum
dekraðir á alla lund.
Að þorrablótinu loknu er við
undirbjuggum heimferð, fannst
mér ómögulegt að setja þetta
nokkuð eftir allt dekrið, og er við
rétt erum að fara kemur bóndi
nokkur og stingur að mér brenni-
vinsflösku frekar en ekkert. Að fá
slíkt fannst manni gott, launin
voru stundum svona fyrir að spila
heila nótt, fá litla hvíld og allt
þetta ferðalag. Sögubrotið segir
kannski eitthvað um hvað harmo-
níkuleikarar fengu fyrir vinnu sína
á þessum tíma.
I tilfelli sem þessu þurftum við
að keyfa alla götuna út sveit og yfir
Njarðvíkurskriður til Njarðvíkur
yfir Gönguskarð og þar áfram, um
5—6 tíma ganga hvora leið í vondu
veðri, þetta mátti maður hafa.
Harmoníkan sem meðferðis var
í áðurnefndri ferð var þriggja kóra
Hohner 120 bassa, nú í eigu annars
stráksins míns, hún hefur mátt
þola margt gegnum tíðina, einu
sinni var stigið ofan á borðið á
henni í Hallormsstað, en ekki sá
högg á vatni, hefur líka gengið
kaupum og sölum milli manna í
tvígang og bæði skiptin „gjald-
miðilinn“ brennivín.
Svo reiður varð ég einu sinni að
ég henti henni frá mér á jörðina, sá
heldur ekki á henni. Þá lendir
maður í að koma upp heimili og
jafnframt inn í lægðinni er harmo-
níkan var sett til hliðar, þá spilaði
ég litið. Þegar harmoníkufélögin
voru stofnuð og fólk fór að átta sig
á að þetta er líka músík fer allt af
stað aftur.
Nú má sjá sömu taktana sem
gamla kynslóðin hafði, það er
notalegt að finna þetta. Er ég
skrapp suður fór maður alltaf á
þessa gömludansastaði til að
nálgast svona gamla tímann,
nokkuð skrítið að koma utan af
landi og hitta fortíðina fyrir þar
þegar allt var dottið niður á lands-
byggðinni víðast hvar. Árið 1983
kemst ég í samband við þjóð-
dansahópinn Fiðrildin á Egils-
stöðum, þeir fóru að rella í mér að
spila fyrir þá. Það endaði með ferð
til Rússlands, auðvitað geysilegt
ævintýri. Forsprakki hópsins er
Þráinn Skarphéðinsson og hefur
verið í mörg ár.
Við fórum fyrst til Mosku,
síðan með lest að kvöldlagi vestur
eftir öllu Rússlandi til Eystland,
skemmtileg nótt spilað og sungið
alla leið.
Á dagskrá voru íslenskir þjóð-
dansar og gömlu dansarnir, ég
hafði aldrei lent í svona áður, því
skítnerfus samt alltaf látinn fara
inn á undan, spilandi mars, á eftir
kom hópurinn marserandi inn.
Annað hvort var að hrökkva eða
stökkva ég beit á jagslinn og þetta
slampaðist. Ferðin tók 9 daga í
Eystlandi, við ókum þar um allar
trissur, dönsuðum á torgum og
gatnamótum.
Harmoníkan í nútíð og framtíð.
Hún lifir og dafnar í framtíð-
inni, ég held það hljóti að vera. í
raun er harmoníkan miklu vold-
ugra hljóðfæri en mörg önnur sem
notuð eru í danshljómsveitum.
Harmoníkufélögin hafa unnið
mikið þrekvirki, og mjög gaman
að koma í svona félagsskap, allir
eru tilbúnir að gera það er þarf.
Nýkominn af landsmóti S.I.
H.U. sl. sumar er maður eins og
hundur sem búið er að smala meö
marga daga.
Fólk er mjög ánægt eftir
harmoníkuskemmtanir sem
haldnir eru hér, það er minni-
máttarkennd að vera sífellt að
panta rándýrar hljómsveitir, þær
ætla allt að drepa úr hávaða, þá er
allsfjarri sú ánægja sem við leitum
að.
Sérstaklega er mér mynnisstæð
skemmtun sem haldin var á vegum
slysavarnafélagsins hér, við
spiluðum þrír og allt fór strax af
stað í upphafi. Maður eftir mann
sagði, hvað er verið að útvega
músík annarsstaðar frá, svona
ættu böllin alltaf að vera.
Ævinlega er verið að rugla í
hlutunum, ekki er hægt að halda
böll í félagsheimilinu af því hljóm-
sveitirnar þykja of dýrar.
Niðurlagsorð.
Þegar ég tók viðtalið við Helga
býr hann sig undir að spila með
danshópnum á svokallaðri
„Bryggjugleði” á Reyðarfirði,
sýndir eru söng og leikdansar fyrri
tíma ásamt venjubundnum
slögurum. H.H.
Félagarnir Guttormur Sigfússon og Helgi spila mikið saman. Erfitt er að hittast til œfinga
því 80 km. eru á milli þeirra, oft ófærð á vetrum, þeir senda hvor öðrum snœldur og svo
„rottum við okkur saman til að æfa,” segir Helgi.
5