Harmoníkan - 30.05.1991, Side 15
Fullkomið hljóðfæri
Fjögra ára að aldri var mér
kennt að spila á „cornet“ (sem
svipar til trompets), og sjö ára hóf
ég nám á harmoniku. Seinna lærði
ég á fleiri hljóðfæri eins og t.d.
flautu og klarinett.
Þegar fram liðu stundir gerði ég
mér grein fyrir kröftugri uppbygg-
ingu harmoníkunnar tónfræði-
lega, sem leiddi til þess að ég
beindi áhuga mínum eingöngu að
harmoníkunni.
Flautuleikarinn getur aðeins
leikið eina nótu í senn og til að geta
komið fram, þarf hann annan
hljóðfæraleikara sér til aðstoðar.
Á harmoníkuna er hinsvegar hægt
að spila laglínu og samhljóma
tóna í einu með hægri hendi á
sama nótnaborð. Ennfremur hef-
ur vinstri hönd valmöguleika á
eintóna og fleirtóna (hljóma)
nótnaborði sem gerir harmoník-
■
una fullkomið hljóðfæri.
Það skal þó viðurkennt að hægt
er að leika á fiðlu tvo eða fleiri
tóna samtímis, en hún er afar erfitt
hljóðfæri og vandmeðfarin. En —
eins og flautan, þá þarf hún að-
stoðarhljóðfæri t.d. á hljómleik-
um.
Á píanóið er hægt að leika
marga tóna samtímis sem gerir
það að „fullkomnu" hljóðfæri, en
það hefur samt þá annmarka að
ekki er hægt að flytja það með sér
og er því ekki alltaf við hendina.
Hljómborðið á píanóharmoník-
unni er góð undirstaða til að læra
hækkaðar og lækkaðar nótur eins
og það er sett upp með hvítum og
svörtum nótum. Stradella hljóm-
borðið fyrir vinstri hendi er tilval-
inn til að læra fimmundarhringinn
og reglur formerkja sem stjórna
tóntegundunum. Nemandi á
harmoníku lærir ósjálfrátt á hag-
sýnan hátt reglurnar með því að
leika upp og niður hljómborðið.
Þannig hefur harmoníkan bæði
píanó-hljómborð og Stradella-
hljómborðið en í bassa er bæði
hægt að ná fram í hljómum með
því að þrýsta á eina nótu og eins er
hægt að leika eintóna. Náunginn
sem fann upp þetta hljóðfæri hlýt-
ur að hafa verið snillingur.
Frá þeim tíma þegar harmoník-
an fyrst náði athygli almennings,
var fundið út að ákveðinn hluta
hverskonar tónlistar var hægt að
leika á harmoníkuna. Ósam-
hljóma (ómstríða) tónlist er sér-
hæfðari fyrir eintóna bassaborð
(Free bass system).
Harmoníkan er viðkvæm því
hún getur skilað tilfinningum
okkar í gegn um tónlistina.
Harmoníkan er tilvalin til þjálf-
unar í tónheyrn þar sem hún hefur
stöðugan tón og heldur vel tón-
hæð.
Harmoníkan á stuttan en glæsi-
legan æviferil og er sífellt meira
áberandi í öllum tegundum
skemmtunar. Framfarir í örgjafa-
tækni hafa bætt við annarri kyn-
slóð harmoníkunnar, og nú er
harmoníkan meira áberandi í
hljómsveitum, ýmist sem hluti
hljóðfæraskipunar eða sem ein-
leikshljóðfæri.
Þegar ég var í Róm á Italíu var
mér boðið inn á einkaheimili og
hafði ég harmoníkuna með mér.
Þarna voru fleiri gestir, og eftir að
ég hafði leikið nokkur lög, kom til
mín kona og gaf mér það besta hól
sem ég hef fengið er hún sagði: Þú
leikur á harmoníkuna eins og hún
væri hluti af sjálfum þér.
Því vil ég segja við alla sem eru
að læra á harmoníku: Hugsaðu
ekki um harmoníkuna sem fullt af
nótum og hnöppum til að þrýsta á,
og belg til að draga sundur og sam-
an. Mannleg tilfinning verður að
liggja að baki til að gefa harmon-
íkunni líf. Hún getur verið per-
sónuleg. — Þinn persónuleiki ef
þú vilt. Gefðu harmoníkunni það
besta sem þú átt og hún mun launa
þér með sínu besta.
Anthony Galla-Rini
(lauslega þýtt úr ACCORDION WORLD)
Elsabeth Moser Vagnsson kenn-
ari hennar er mjög framsækin
kona, hún er orðin víðkunn sem
harmoníkuleikari og kennari.
Nemendur hennar eru frá mörg-
um löndum m.a. héðan frá ís-
landi, þá hafa þekkt tónskáld
samið fyrir harmoníkuna fyrir
hennar tilstilli og Hrólfs manns
hennar. Hann hefur komið upp
hljóðveri í Hanover og þess er að
vænta, að þaðan komi upptökur
með fremstu harmoníkuleikurum
og plata Hrólfs „Black and
White” var hljóðrituð þar með
framúrskarandi árangri. Stundin
hefur liðið hratt með þessum
sendiboða frá íslenska harmoníku
„landnáminu” í Haover, hún af-
þakkar sem fyrr aðstoð við að bera
harmoníkuna þungu, sem að
hætti rússneskra er flutt í skinn-
sekk; axlar byrði sín léttilega og
kveður með bros á vör.
Högni Jonsson
15