Harmoníkan - 30.05.1991, Qupperneq 17
Anders Larsson
Anders Larsson, 18 ára.
Anders Larsson er ættaður frá
Borlánge í sænsku Dölunum og
byrjaði fjögurra ára gamall að
spila lög Carls Jularbo eftir eyr-
anu. Anders er sannkallað undra-
barn, sem kom fram á harmoníku-
hátíð í Dölunum, þegar hann var á
sjöunda árinu og hvarf þá að
mestu á bakvið hljóðfærið, sem
skilaði frá sér í léttum stíl, lögum
Jularbo og annara snillinga. And-
ers hefur svokallað fullkomið tón-
eyra og spilar allt frá vögguvísum
til Sundqvist og Galla-Rini eftir
eyranu! Þar að auki leikur hann
með sérstaklega líflegum og per-
sónulegum blæ, sem vekur athygli.
Hann hefur oft komið fram í út-
varpi og sjónvarpi, bæði i Svíþjóð
og Noregi og er mjög eftirsóttur
harmoníkuleikari í Skandinavíu.
Það er því sérstakt lán að hann
„skyldi vera á lausu” tvær vikur í
júní og geta heimsótt ísland.
Anders lék inn á fyrstu snæld-
una þegar hann var 10 ára gamall
og hefur síðan leikið inn á nokkrar
í viðbót, m.a. með Sigrid Öjefelt.
Þrjú ár í röð vann hann harmon-
íkukeppni, sem haldin er árlega í
Varberg í Svíþjóð. Sumarið 1990
vann hann tónlistarkeppni, sem
efnt var til í Furuvik með laginu
„Bálgiadsváng” og hefur einnig
hlotið tónlistarstyrk. Anders
hefur leikið mikið með bæði Sigr-
id Öjefelt og Anniku Andersson.
Eyþór H. Stefánsson
Gautaborg
Annika Andersson
Annika Andersson, 17 ára.
Annika á heima á sænsku vest-
urströndinni, sunnan við Gauta-
borg í lítilli borg sem heitir
Tráslövsláge. Faðir hennar leikur á
harmoníku og gaf henni eina slíka
um það leyti, er hún hóf skóla-
göngu. Hún var ekki nema sjö ára,
þegar hún hóf reglubundið nám á
harmoníku og kom fyrst fram í
sjónvarpi þegar hún var 13 ára.
Árið 1988 lék hún inn á snældu
þar sem m.a. er að finna tónlist
Deiro og Frosini.
Hún hefur tekið þátt í Fros-
ini-tónleikum og fékk á þessu ári
sænska Frosini-styrkinn. Annika
hefur léttan stíl í sinni spila-
mennsku og sést oft á harmoníku-
mótum hér í Svíþjóð, og spilar oft
með Anders Larsson.
Eyþór H. Stefánsson
Gautaborg
Sigrid Öjefelt, 29 ára.
Sigrid er fædd og uppalin í
Borlánge í sænsku dölunum og
byrjaði að spila á píanóharmon-
íku, þegar hún var þriggja ára.
Faðir hennar var ákveðinn í að
gera hana að snillingi og eftir
nokkur ár tókst henni að þrasa út
úr honum hnappaharmoníku.
Líkaði henni betur við þetta
hljómborð og framfarirnar létu
ekki á sér standa. Hún var farin að
leika lög eftir Pietro Frosini þegar
hún var átta ára. Hún segir sjálf að
hún þurfi helst alltaf að hafa nót-
Sigríd Öjefelt
urnar með sér, en geti þó af og til
lært einhverja „finessu” eftir eyr-
anu af spilafélögum sínum Conny
Báckström og Anders Larsson.
Sigrid hefur fágaðann tónlistar-
smekk og lætur ekkert óvandað
frá sér fara.
Árið 1988 lék hún tónlist eftir
Deiro og Frosini inn á snældu
ásamt Anders Larsson. Fyrir
tveimur og hálfu ári síðan flutti
hún til Kalmar, er félagi í harmon-
íkuklúbbnum þar og spilar mikið
með Conny Bákström. Hún er fé-
lagi og ritari í „Frosinisállskapet.
Harmoníkuleikarar, sem hún
heldur uppá eru: Anders Larsson,
Lars Ek og Toralf Tollefsen.
Eyþór H. Stefánsson
Gautaborg
Conny Báckström, 45 ára
Conny er fæddur á syðri hluta
Ölands, sem er eyja í sunnanverðu
Eystrasalti. Móðurafi hans gaf
honum harmoníku, þegar hann
var 6 ára gamall. Á árunum milli
1950-60 sat harmoníkutónlist í ör-
uggu hásæti í Svíþjóð. Svo kom
„Bitlaöldin” 1960-1978 með raf-
magnsgítara og harmoníkutónlist-
in hvarf næstum af sjónarsviðinu.
Árið 1979 varð hann virkur félagi
í harmoníkufélaginu í Kalmar, og
starfar nú sem stjórnandi félags-
ins. sem æfir með 12 spilara einu
sinni í viku. Síðan 1985 hefur
hann komið oft fram á harmon-
17