Harmoníkan - 30.05.1991, Blaðsíða 19
Mmning
Gísli Guðlaugsson,
Steinstúni
Gísli á Steinstúni eins og hann
var jafnan kallaður meðal fólks,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík
27. janúr 91. Gísli var fæddur á
Steinstúni og ól allan seinn aldur
þar, utan nokkur ár er hann dvaldi
á Hrafnistu. Mig langar i örfáum
orðum að minnast fóstra míns og
móðurbróður, sem reyndist mér
eins og besti faðir á bernskuárum
mínum. Gísli stundaði hinn hefð-
bundna búskap ásamt sjó-
mennsku, einnig ýmsa aðra vinnu
fyrir sveitungana, lagði t.a.m.
miðstöðvar og breytti kolavélum
þannig að hann útbjó röragrind í
eldhólfið og tengdi ofnum, þannig
nýttist stöðugur hiti kolavélanna
til upphitunar í öðrum vistar-
verum. Hann var sífellt að betrum-
bæta eitthvað heima fyrir, allt varð
að vera í góðu ásigkomulagi og
nýtnin var strangt boðorð.
Gísli var uppalinn við hina
rammíslensku bænda og alþýðu-
menningu við nyrsta haf, þar sem
gleðin varð að koma frá manni
Harmoníkan
5 ára.
H.H. Spyr í síma, hvernig líkar þér
blaðið?
Mér líkar blaðið stórvel, útgáfa
þess var löngu tímabær. Blaðið er
eini vettvangur í rituðu máli til
handa harmoníkuunnendum að
koma skoðunum sínum á fram-
færi, það markar tímamót í kynn-
ingu á harmoníkunni, er fyrst til
að flytja fréttir af starfi okkar.
Blaðið verður að halda velli, það
er skylda harmoníkuunnenda að
búa blaðinu rekstrargrundvöll.
Afla þarf fleiri áskrifenda og
gera blaðið víðlesið.
Til hamingju með 5 ára afmæl-
ið, ég óska ykkur velfarnaðar.
Asgeir S. Sigurðsson
form. H.V.
sjálfum. Hann unni góðri tónlist
og þá sérstaklega harmoníkutón-
list. Sína fyrstu harmoníku eignast
Gísli 13 ára gamall og náði fljótt
tökum á henni. Á Ingólfsfirði
lagði hann sig fram um að læra
sem fjölbreyttasta dansmúsík af
Norðmönnum sem þar dvöldust á
síldarárunum og alla tíð leitaði
hann að nýjum lögum.
Gísli samdi nokkur lög, alls 7 á
efri árum (um 1980) flest valsa sem
bera nöfn úr heimabyggðinni og
eru komin á nótur.
Mikils virði var að hafa mann í
sveitinni sem leikið gat á harm-
oníku fyrir dansi, Gísli lét ekki á
sér standa á mannfögnuðum
sveitarinnar að spila, og það gerði
hann reyndar áratugum saman,
hef ég marga heyrt minnast þeirra
stunda með söknuði.
Er ég fór að bera meira skyn-
Bandaríkjamaður frá Texas
Eddie Chavez skrifaði nýlega til
okkar til að fá eintak af blaðinu.
Hann er harmoníkuleikari og
safnar auk þess öllum plötum og
upptökum af harmoníkutónlist
sem hann kemst yfir. í bréfi full-
yrðir hann, að hann eigi alla harm-
oníkutónlist sem hafi verið hljóð-
rituð frá upphafi í Bandaríkjun-
um. Hann hefur einnig ásamt
fleirum sett saman bók er nefnist
„THE GOLDEN AGE OF THE
ACCORDION” . Það tók 7 ár að
safna efni í bókina sem er yfir 400
blaðsíður með myndum og marg-
víslegum fróðleik um harm-
oníkuna.
bragð á tónlist og tónlistarflutning
skynjaði maður hvað Gísli var
taktviss og tæknilegur á hljóðfæri
sitt, hann var góður fulltrúi þeirra
er tvöfalda harmoníkan tilheyrði.
Tólf ára gamall fluttist ég frá
Steinstúni þá gaf hann mér tvö-
falda harmoníku, hana á ég enn.
Gísli var sterkur persónuleiki,
hafði mikla þjóðerniskennd og ís-
lenska tungu mátti aldrei misnota
eða misvirða, hann lagði oftsinnis
Orðabók Háskólans lið. Ég tel það
mina gæfu að hafa alist upp á
Steinstúni hjá Gísla og Gíslínu
Valgeirsdóttir konu hans og
ömmu Ingibjörgu Jóhannsdóttir.
Minningarnar eru hlýjar frá
uppvaxtarárunum ég veit það fyrir
víst að hann fóstri minn á þar hlut
að máli.
Gísli og Gíslína áttu fjóra syni.
í húskveðju á Steinstúni lék ég á
harmoniku lagið Brimströndin
heima eftir Theodorakis og með
ættingjum er sungu Blessuð sértu
sveitin mín, lék ég undir.
Gísli var jarðsunginn í Árnes-
kirkju 2. febrúar.
Minningin lifir um einstakt ljúf-
menni.
Hilmar Hjartarson.
Viðtal við Gísla er í 2. tbl. 88 — 89,
3.árg. af Harmoníkunni.
í minningu um afa.
Fæddur 3.2. 1899.
Dáinn 27.1. 1991.
Lítil stúlka, áhyggjulaus
skoppaði og hló
var ljósið þitt
og harmoníkan hljómaði
hvatti hjartað mitt
neistinn var kyrr og leiftraði
í augum þínum.
Orðin kona, orðin stór
fjarlægðist þig með árunum
blossinn horfinn úr augunum
lífsneistinn veiktist og dó
aðeins minningin lifir,
enn heyri ég hljóminn
og gamla sönginn þinn.
29.jan. 91.
Ingibjörg Ágústsdóttir,
frá Steinstúni.
19