Harmoníkan - 30.05.1991, Síða 22

Harmoníkan - 30.05.1991, Síða 22
Harmoníkutónar á Eins og enn er í fersku mynni héldu Hólmvíkingar upp á 100 ára verslunarafmæli 24. júlí 1990 í blíðskaparveðri. Það gerðu þeir með reysn og glæsibrag á allan hátt, kaupstaðurinn var allur veg- lega skreyttur og þar ríkti hátíðar- stemmning. Ég var að koma norðan úr Árneshreppi og áði í nokkra tíma á Hólmavík. Út úr stórri verkstæðisskemmu, sem breytt hafði verið í veitinga- hús, bárust ljúfir harmoníkutónar og þegar betur var að gáð kom í ljós að það voru þekktir stranda- menn þeir Magnús Jörundsson, ásamt Jóni Halldórssyni frá Hróf- bergi, sem þöndu nikku og hljóm- borð til skiptis til að lyfta andan- um hjá kaffi og matargestum. Senunni var haldið uppi undir lofti af öflugri bíllyftu, svo segja má að spilamennirnir hafi verið ansi „hátt uppi” við sinn galdur. Magnús lék einnig undir hjá kór Átthagafélags Strandamanna, á stórum útipalli, Hólmavíkurbrag ortan af Ingimar Elíassyni frá Sel- strönd á Mýrum. Lagboði var hið Norðmaður sem var að fást við að spila á harmoníku, fékk þá til- finningu að sennilega yrði hann aldrei harmoníkuleikari, og seldi því harmoníkuna sína sem var tveggja ára. Þetta var árið 1947. Greiðslan drógst á langinn og kaupandinn flutti úr héraðinu. Harmoníkan hafði kostað kr. 800,- (norskar) þegar hún var keypt ný árið 1945. Seint á síðasta ári var hringt í seljandann af kaupandan- um sem tilkynnti honum að póst- ávísun væri á leiðinni og hann fékk í gegnum bréfalúguna kr. 4.000,- sem var framreiknað verð harmoníkunar. Hann var fyrir löngu búinn að afskrifa harmon- íkuna og búinn að gleyma viðskiftunum. Það má því segja — betra er seint en aldrei. Magnús Jörundsson hefur áratugum saman leikið á harmoníku, þó fingur hœgri handar séu bara fjórir. I baksýn er Hólmavíkurkirkja. Á léttum nótum Jón var að leika á harmoníkuna fyrir eiginkonuna. Jæja, hvernig fannst þér? Spurði hann að leiknum loknum. Þú ættir að spila í útvarpið, sagði konan. Hvað segirðu, spila ég svona vel? Nei ef þú spilaðir í útvarpinu, gæti ég þó slökkt á þér. Hólmavík margfræga lag „Æ, æ og ó ung- meyjan grætur.” Magnús Jörunds- son bjó lengi á Hólmavík, en hann er fæddur á Hafnarhólmi á Sel- strönd 3. október 1918. Hann hefur verið í dansbrans- anum frá 19 ára aldri og mest spilað fyrir Strandamenn. Oft varð hann að fara beinustu leið af sjónum til að spila og lenti ósjald- an í því misjöfnu, eins og eftir- farandi dæmi sannar. Eitt sinn fór hann að spila á balli út í sveit og varð að ganga í tvo og hálfan tíma með harmoníkuna á sleða. Dans- inn var stiginn í bragga af miklu fjöri, — svo miklu að þegar Magnús vildi taka sér „pásu” og fá sér kaffitár var ekki við það komandi að hann færi neitt að slóra á miðju balli. En Magnús Jörundsson dó ekki ráðalaus og setti á mars og skaust í kaffið, en kom það tímanlega til baka að enn - marseraði dansfólkið og hann fékk engar snuprur fyrir fjarvist- ina. Þó Magnús geti sagt frá mörgu skemmtilegu, sem á dagana hefur drifið, verðum við að láta þetta nægja að sinni. H.H. M0LAR Nýlega barst bréf frá Frakk- landi sem Didier Roussin skrifaði. Hvernig hann fékk nafn og heimil- isfang er óleyst gáta, en erindi hans var að fá sem gleggstar upplýsing- ar um harmoníkuna á íslandi vegna bókar sem hann er að rita fyrir Franska harmoníkusamn- andið og á að koma út á þessu ári. Þessari beiðni var vísað til Högna Jónsonar sem að ljúfmensku tók að sér að svara bréfinu af bestu samvisku. Roussin var ánægður með svarið ef dæma má eftir bréfi sem hann skrifað aftur og þakkaði fyrir. 22

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.