Harmoníkan - 28.02.1993, Side 7

Harmoníkan - 28.02.1993, Side 7
Eg er LÖGGILTUR trommari Einn þeirra harmoníkuleikara sem spilað hafa í áratugi og er enn að á dansleikjum er Sigurgeir Björgvinsson. Hann hefur lengst af búið í Reykjavík, en einnig í Vestmannaeyjum og var einn þeirra sem flutti upp á land þegar gosið hófst, en það byrj- aði svo að segja við stofugluggann lijá lionum út í Eyjum. Hann hefur verið félagi í F.H. U.R. í mörg ár og verið einn af máttar- stólpum í hljómsveit félagsins auk þess sem hann hefur verið ið- inn við að spila á þeim dansleikjum semfélagið hefur staðið fyr- ir. Eg heimsótti Sigurgeir, eða Siffa eins og hann er oftast nefnd- ur meðal kunningja, og Jónu lconu hans í Safamýrina til að frœðast um hann og hljóðfœraleik hans í gegn um árin þvíþó ég hafi þekkt hann í mörg ár og starfað með honum, veit ég eins og margir aðrir harla lítið um hann, og byrja á því að spyrja um uppruna. Eg er fæddur á Bragagöt- unni í Reykjavík árið 1929. Foreldrar mínir voru Björgvin Sigurjónsson, verkamaður frá Kringlu í Grímsnesi og Sigmunda Guðmundsdóttir úr Reykjavík. Ég er annað bamið í röðinni og eini strákurinn. Við fluttum af Bragagötunni stuttu eftir að ég fæddist og það fyrsta sem ég man eftir mér var lítið býli sem heitir Breiðaból niðri í Vatnsmýri nærri flug- vellinum og stendur þetta hús enn. Það- an fluttum við svo að Bergstaðastræti 54, og þar ólst ég svo upp. Það var ekkert hljóðfæri á heimilinu en pabbi var ákaflega söngvinn en það var ekki fyrr en löngu seinna að ég vissi að hann spilaði á harmoníku, og þegar hann var ungur maður hefur hann einhvern veginn komist yfir harmoníku, og spilaði á böllum á Borg í Grímsnesi, þar sem haldin hafa verið böll á vegum Félags Harmoníkuunn- enda í Reykjavík, við mikla gleði skilst mér. Áhugi minn á hljóðfæraleik hófst á stríðsárunum. Herinn var mikið með herlúðrasveitir á þessum árum og ég hafði ákaflega gaman að þessari músík og labbaði á eftir lúðrasveitunum og gekk í takt, en sérstaklega var það trommuleikurinn sem heillaði mig. Ég átti það til að ganga um og blístra í 7

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.