Harmoníkan - 28.02.1993, Page 17
Dagur Harmoníkunnar hjá H.R.
Örrt Arasonfonn. HR. tókað sér stjóm
hljómsveitarinnar er Karl Jónatansson
brá sér upp í Perlu.
í Morgunblaðsauglýsingu þar
sem getið var um tíma og dagskrá
undirritaðri af Harmoníkufélagi
Reykjavíkur, var á haus auglýsing-
arinnar merki Félags Harmoníku-
unnenda í Reykjavík. Mistökin voru
Morgunblaðsins, sem ekki gerir
greinarmun á merkjum, notaði bara
það sem hendi var næst. Þó sam-
vinna standi til milli félaganna er
ekki ætlunin að nota sama merki.
Margt manna var saman komið í
Tónabæ, H.R. bauð uppá fjölbreytta
Gestaspilari á degi harmoníkunnar
Guðmundur Samúelsson F.H. U.R. lék
Wetterleuchten eftir Gerhard Gerlach,
Vals in Swing eftir Renato Bui og
Dansen pá Sunnanö eftir Evert Taube.
dagskrá frá einleikurum upp í risa-
hljómsveit. Gestaspilari dagsins var
Guðmundur Samúelsson frá
F.H.U.R. Ríkissjónvarpið og stöð 2
mynduðu þarna í bak og fyrir. Á
tímabili gengu sjónvarpsmenn ein-
um of langt með útbúnað og umsvif
sín, formaður H.R. Örn Arason á-
minnti þá kurteisislega, en stöðvar-
menn stöðvar 2 strunsuðu út með
fyrirgangi, kannski þess vegna kom
ekkert frá þeim um kvöldið en ríkis-
sjónvarpið gerði H.R. góð skil í
MOLAR
Harmoníkublaðið „Gammeldans og litt til“ hefur
enn einu sinni verið skýrt upp á nýtt eða öllu heldur
gerð smá breyting á nafninu. Blaðið heitir nú
Gammeldans í Skandinavia. Fyrst hét það
Trekkspilleren, síðan Titanobladet eftir það var nafninu breytt í áðumefnd
nöfn. Utgefendur hafa verið Sigmund Dehli og Harald Hensenien, nú bætist
við Lars Ek sem kemur inn í útgáfuna vegna blaðsins Frosini Nytt en það
hefur átt erfitt uppdráttar að undanfömu. Nú gerast áskrifendur Gammeldans
líka sjálfvirkt áskrifendur Frosini Nytt. Efni þess blaðs verður fellt inn í.
Lars Ek er formaður félagsskaparins Frosini selskapet, er nær eingöngu
vinnur að öflun efnis um Pietro Frosini hins kunna ítalska harmoníkusnill-
ings og tónsmiðs er uppi var frá 1885-1951. Segja má að tónsmíðar og út-
setningar Froinis hafi blásið nýju lífi í harmoníkuna.
Með útgáfu þessa blaðs hyggjast þeir félagar blása nýju lífi í útgáfuna og
gera það jafnframt skandinavískara, þá meðal annars með efni frá íslandi,
síst minna en verið hefur. H.H.
Guðni Þorsteinsson lék einleik, Trönd-
erbrura eftir Olav Indal og Födsel-
sedagvals til Mona eftir Benny Anders-
son og Björn Ulvœus.
fréttatímanum. Örn Arason stjórn-
aði stórhljómsveitinni eftir hlé, Karl
Jónatansson varð að fara upp í Perlu
þar sem hann stjórnar 15 manna
hljómsveit í „Big band“ stíl á
sunnudögum og þar fær fólk sér
jafnframt snúning. H.R. félagar
enduðu þennan dag harmoníkunnar
með því að láta alla syngja „Þorra-
þræl“ með undirleik stórsveitarinn-
ar.
H.H.
Munið tilboð okkar á fyrstu 5
árgöngum blaðsins innbund-
num á aðeins kr. 5.500
HARMONÍKAN
SÍMAR
91-656385
91-71673
17