Harmoníkan - 28.02.1993, Side 20
Harmoníkan í útvarpinu?
Heldur hefur lítið farið fyrir
harmoníkuleik á öldum ljósvakans
að undanförnu ef undan eru skildir
svonefndir Saumastofudansleikir á
rás 1 hjá ríkisútvarpinu sem eru oft
á tíðum ærið misjafnir að gæðum
og sjaldan til að auka vegsemd
harmoníkutónlistar á landinu eða
eins og Reynir Jónasson orðaði það
í vitali í síðasta blaði:
„Mér sýnist harmoníkuunnendur
vinna á móti sjálfum sér og gera
harmoníkunni ógagn, allt er stílað
upp á að aðeins sé gamalt fólk á-
heyrendur og ungt fólk ekki til.“
Þessir þættir eru endurteknir aft-
ur og aftur og virðist einu gilda
hvort um er að ræða velheppnaðan
eða misheppnaðan þátt - allt er látið
Hrólfur Vagnsson harmoníkuleikari og
Hiroto Yashima fiðluleikari.
TÓNLEIKAR í
I nóvember s.l. voru í tónleika-
ferð hér á landi Hrólfur Vagnsson
harmoníkuleikari og Hiroto Yas-
hima fiðluleikari og héldu m.a. tón-
leika í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Tónleikarnir voru að uppistöðu
fiðluleikur við undirleik harmoníku.
Hiroto er fágaður í framkomu sem
hljóðfæraleik og virtist í mínum
eyrum sem leikmanns (með tak-
markaða þekkingu), hafa afar gott
vald á fiðlunni og ráða yfir mikilli
tækni. Harmoníkan var sem fyrr
segir fyrst og fremst undirleiks-
hljóðfæri, og var það látlaus og
hnökralaus undirleikur en samleikur
þeirra þó með ágætum.
20
flakka. Það ber allt að sama brunni.
Útvarpið hefur hætt öllu sem hægt
er að nefna harmoníkuþætti, það
heyrast vart harmoníkutónar í Ríkis-
útvarpinu og þá sjaldan þeir heyrast
eru það oftast gamlar plötur sem
búið er að margþvæla. Hvort hér er
um ásetning að' ræða af hálfu tón-
listarstjóra Ríkisútvarpsins, útvarps-
stjóra eða útvarpsráðs, skal ósagt
látið. Þá sjaldan að við fáum að
heyra í harmoníkunni í útvarpinu er
eins og það sé skilyrði að hafa hana
ekki í of háum gæðaflokki og alls
ekki að kosta til þess of miklu.
HVAÐ GETUM VIÐ GERT?
- það er góð spuming, en það vit-
um við ekki nema reyna eitthvað,
eða til hvers höfum við harmoníku-
félög og landssamband? Er ekki
einmitt rétti grundvöllurinn að for-
menn allra harmoníkufélaga á land-
inu sendi mótmælabréf til lands-
sambandsins sem sendi þau síðan
öll til útvarpsráðs til umfjöllunar,
þar sem þessum vinnubrögðum er
mótmælt. Mótmæla þeim heila-
þvotti að harmoníkan sé aðeins fyrir
aldraða. Mótmæla þeim hugsunar-
hætti að harmoníkan sé þriðja
flokks hljóðfæri sem aðeins sé leik-
in áþriðja flokks tónlist. Þetta er allt
of ríkjandi hugsunarháttur hjá
mörgum okkar hámenntuðu tónlist-
armanna, eða eins og Dr. Hallgrím-
ur Helgason orðar það í bók sinni
HAFNARFIRÐI
Það var aðeins í verkinu „Din-
osaurus“ eftir Nordheim sem Hrólf-
ur var einn á ferðinni, þó með inn-
skotum af segulbandi. Hrólfur flutti
þetta verk einnig á tónleikum í mars
s.l. og einhvern veginn fannst mér
honum takast betur upp þá við
flutninginn en núna. Reyndar finnst
mér verkið ekki hrífandi og því má
vera að mat mitt sé ekki sanngjamt.
Vonandi lætur Hrólfur okkur
heyra meira í harmoníkunni næst,
því þó alltaf sé gaman að heyra
góðan hljóðfæraleik, eru það jú
harmoníkutónanarnir sem harm-
oníkuunnendur sækjast eftir.
Þ.Þ.
„Kennslubók í Tónfræði“, sem var
gefin út af Emi & Örlygi 1975, en
þar stendur á bls. 128:
- „Músík er ekki alltaf list í
þeirri merkingu, sem jafnan á að
vera þar inni falin: hámark andlegra
afreka manns. Margir hafa unun af
að heyra leikið á harmóniku. Fáum
dettur þá í hug listnautn en dást þó
að léttri og dillandi harmónikumús-
ík“.
Ekki er hægt að fullyrða að þessi
ummæli doktorsins verðitekin góð
og gild við allar virtustu tónmennta-
stofnanir í heiminum þó hann sé að
reyna að hafa vit fyrir okkur hinum
og miðli fslendingum af þekkingu
sinni. Það er vissulega áhyggjuefni
að fólk sem hefur menntað sig í list-
greinum skuli verða þröngsýnt og
enn verra ef ráðamenn láta það hafa
áhrif á ákvarðanir sínar. Víða um
heim hefur áhugi fyrir harm-
oníkunni aukist verulega hjá ungu
fólki og eru nærtækustu dæmin frá
hinum Norðurlöndunum. Þar er
heldur ekki verið að klifa á því
sýknt og heilagt eins og hér er gert
að harmoníkan sé eingöngu fyrir
gamalt fólk.
Stöndum saman um að fá þessu
breytt. Það er til fólk með þekkingu
og hæfileika til að annast slíka þætti
og sem er tilbúið til þess. Það gerist
ekkert ef hver kveinar í sínu horni
en hugsanlega tekið mark á okkur ef
við stöndum saman.
Þ.Þ.
RÓSIR
Skömmu fyrir jól sendi Örvar
Kristjánsson frá sér nýja geisla-
plötu og snældu sem ber nafnið
Rósir sem er samnefnt lag eftir
Örvar. A plötunni eru bæði gömul
og ný lög eftir innlenda og erlenda
höfunda en allir textar eru á ís-
lensku og er allur flutningur vand-
aður bæði söngur og hljóðfæra-
leikur, þó er þess ekki getið á um-
slagi hveijir eru meðleikarar.
Útgefandi er Stöðin hf. en í
allri umfjöllun um plötur og plötu-
sölu fyrir jólin í blöðunum var
þessari plötu sleppt. Sennilega er
þetta vegna þess að blöðin hafa
haft samband við stærstu útgef-
enduma og hver um sig gefið upp
þær plötur sem þeir annast útgáfu
á, og er þá Stöðin hf. líklega ekki í
þeim hóp.
Þ.Þ.