Harmoníkan - 28.02.1993, Síða 22

Harmoníkan - 28.02.1993, Síða 22
Undra- barnið Johan Kullberg Johan Kullberg langar mikið að koma til íslands, hann hefur heyrt svo marga fara lofsamlegum orðum um land og þjóð. Johan Kullberg er 13 ára sænsk- ur piltur, sem náð hefur hreint ótrú- legum árangri með tvöföldu harm- onrkuna. Hann byrjaði að spila lið- lega þriggja ára og kom fyrst fram fjögurra ára með pabba sínum á elliheimili. Skriðunni var hrundið af stað og lengur hefur hann ekki tölu á ellistofnunum, sjúkrahúsum, fyrirtækjum, harmoníkumótum, dansnámskeiðum, jarðarförum og skemmtistöðum þar sem hann hefur spilað. Hann hefur unnið til ótelj- andi viðurkenninga og verðlauna á ýmsu mótum og keppnum á Norð- urlöndum og víðar, oftar en ekki fyrstu verðlaun. Fyrst fékk Johan að fylgja með pabba sínum, sem er harmoníkuleikari, en núna er það pabbinn sem fylgir Jóhanni, en þeir eru á ferðalagi allt sumarið og meira til ef þörf krefur. Nefna má staði eins og Grieghöllina í Bergen, Ikalinen nærri Tammerfors í Finn- landi, Ránsáter, Gautaborg, Stokk- hólm og í október síðastliðnum St. Pétursborg og Rússland. Skemmti- legasta ferðin til þessa að Jóhanns mati var þegar honum bauðst ferð til Bandaríkjanna í þrjár vikur, á Nordisk Höstfest í Minot, Norður- Dakóta, stór skandinavísk hátíð með listamönnum á borð við Red Skelton, Johnny Cash og Bill Cos- by, samkoma sem sogaði til sín 60.000 gesti á fjórum dögum. Á þessum þrem vikum í USA, kom Johan fram alls 30 sinnum. Há- punktur ferðarinnar var á dansleik þar sem honum var boðið að koma fram og spila með hinum fræga am- eríska harmoníkusnillingi Myron Floren. Víst er að blaðaskrifin voru mik- il en óvíst er að nokkur jafnaldri hans hafi fengið svo jákvæða um- fjöllun í harmoníkutónlistarheimin- um. Johan las í norska harmoníku- blaðinu Gammeldans að Nils Flácke, Sigmund Dehli og Tormod Wasaasen hafi kornið til íslands. Eftir það sagði hann, að sig og pabba sinn hafi lengi látið sig dreyma um að koma til íslands, að ekki þurfi að ýta mikið við þeim, ef einhver æskti þess að fá þá. ísland er á óskalistanum. Það sakar ekki að nefna að þeir feðgar geta tekið lagið saman og nú hefur Johan bætt við sig fimmraða hnappanikku en á- réttar jafnframt að tvöfalda harm- oníkan muni alltaf verða númer eitt. Þýðing og heimild: H.H. Nikkan hljómar í Eyjum Þeir Garðar Tryggvason og Ólafur Sveinbjörnsson ýttu úr vör stofnun harmoníkufélags í Vestmannaeyjum. Stofndagurinn var 21.12.92. Hægt og hljótt er verið að þróa starfsemina, menn hafa komið saman einu sinni í viku á laugardögum. Vanalega mæta 6- 8 manns, fjórtán félagar eru skráðir en fáir lesa nótur, en það vonandi kemur segir nýbakaður formaður félagsins Garðar Tryggvason. Vísir að kennslu í 22 nótnalestri er þegar hafinn, það annast Georg Stanley Aðalsteinsson. Aðrir í stjórn eru varaformaður Ólafur Svein- björnsson og ritari Sigríður Þórsdóttir. Meiningin með félagsstofnuninni er lík og hjá öðrum slíkum í landinu. Von okkar er, að áhugafólk um harmoník- una blandist í hópinn. Við spilum mest hefðbundna gömludansa, lög eftir Odd- geir Kristjánsson, Sigfús Halldórsson og Svavar Benediktsson. Svo er það nafnið á félaginu, einfalt og fer vel í munni „Nikkan, félag harmoníkuá- hugafólks Vestmannaeyjum“. Merki fé- lagsins teiknaði Vilhjálmur Garðarsson, hann teiknaði einnig merki fyrir Bæjar- veitur Vestmannaeyjum (fyrstu verð- laun), og fékk önnur verðlaun í sam- keppni v/ Sorpu þar líka. Ekkert árgjald er greitt enn þá til félagsins. í Vest- mannaeyjum er engin verslun sem selur harmoníkur, það er alls ekki nógu gott segir Garðar formaður,en hann er 60 ára, starfsmaður Vestmannaeyjabæjar. Hann leikur á píanóharmoníku eins og allir aðrir félagsmenn í Eyjum. Til hamingju Vestmannaeyingar. H.H.

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.