Harmoníkan - 30.05.1995, Síða 22

Harmoníkan - 30.05.1995, Síða 22
Fimm ár ab baki Félag harmoníkuunnenda á Suður- nesjum minntist 5 ára afmælis félagsins 26.febrúar síðastliðinn. Félagið var stofnað 21. janúar 1990. Mjög var vandað til afmælisins sem haldið var í Flughótelinu í Keflavík, glæsilegu hót- eli príddu fjölda listaverka og allsér- stæðum skúlptúr verkum. Sýnilega höfðu F.H.U.S. félagar ekki reiknað með öllum þeim gestafjölda sem kom við þetta tækifæri því bæta þurfti við mörgum borðum. Ekki var að sjá að þreifandi bylur drægi úr aðsókn. Þá skorti ekki kræsingamar með kaffinu né heldur fjölbreytta tónlistardagskrá. Nemendur í harmoníkuleik úr fjórum tónlistarskólum á Suðurnesjum komu fram undir stjóm Guðmundar Samúels- sonar úr Reykjavík, hann hefur annast kennslu á harmoníkur Tónlistarskóla Keflavíkur í vetur og leiðbeint hljóm- sveit F.H.U.S. Margir heimamanna drógu belginn, slógu gítarstrengi, léku á trommur eða hljómborð á afmælishátíð- inni. Þar mátti sjá formann félagsins leika Hörð Jóhannsson, Kristin Kaldal, Baldur Júlíusson, Ásgeir Gunnarsson, Hafstein Snæland sem jafnframt var kynnir, Þórólf Þorsteinsson, Guðmund Ingólfsson og Gest Friðjónsson. Einnig samglöddust Suðurnesjamönnum nokkrir félagar úr F.H.U.R. og tóku nokkur lög, Guðmundur Samúelsson ásamt undirrituðum, Þorvaldur Bjöms- son og Þorleifur Finnsson. Þá var og hinn lauflétti Gísli Brynjólfsson fyrr- verandi formaður Harmoníkuunnenda Hveragerðis viðstaddur, og lét í sér heyra í tali og tónum. Svæðisútvarp þeirra Suðumesjamanna „Bros“ útvarp- aði frá samkomuni í beinni útsendingu. Fyrir hönd landssambandsins S.Í.H.U. afhenti Guðmundur Samúelsson félag- inu blómvönd. Frá F.H.U.R. var afhent- ur fáni félagsins. Þegar svo heimamenn og gestir höfðu nært sig á gómsætu meðlætinu í tertum og tónum kom fyr- irskipun um að allir sem dragspili gætu valdið léku saman Jularbo valsinn Drömmen om Elin. Þar með var dag- skrá þessa tilefnis lokið. Úti gnauðaði „Kári“ og hreytti úr sér dimmum éljum. H.H. Frá v. Baldur Júlíusson, Gestur Friðjóns- son, Hafsteinn Snœland trommuleikari og Guðmundur Ingólfsson á gítar. Harmoníkuhljómsveit tónlistarskólanna á Suðumesjum; Tónlistarskólans Keflavík, Tónlistar- skólans Grindavík og Tónlistarskólans Garði. Aftari röðfrá vinstri: Stefán Hjálmarsson, Geirþrúður Bogadóttir, Þórunn Friðriksdóttir, Guðmundur Samúelsson stjórnandi og kennari, Friðbjöm Bjömsson. Fremri röðfrá vinstri; Hlynur Snorrason, Sigurður Halldórsson, Hrefna Magnúsdóttir. OlöfÖgn Ólafsdóttir og Svavar Magnús Einarsson. Frá v. HörðurJóhanssonformaðurF.H.U.S. Guðmundur Ingólfsson gítarleikari, Jóhann Guðmundsson hljómborð og Kristinn Kaldal. 22

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.