Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 3

Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 3
 U FRÆÐSLU, UPPLÝSINGA OG HEIMILDARIT FELAGA S.I.H.U. l(fT\ OG ANNARRA AHUGAMANNA v/#o°/ i7/#°o/ //#°o/ STOFNAÐ I4.APRÍL 1986 Ábyrgð: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17 210 Garðabæ, símar 565 6385 & 896 5440 netfang: harmonikan@simnet,is Ritvinnsla: Hjörtur E. Hilmarsson Prentvinnsla: Prenttækni ehf. Blaðið kemur ekki út meir. Gíróreikningur nr. 61090-9. Meðal innihalds blaðsins: Blaðaútgáfu hætt...........3 Stjörnutónleikar......4+17 Viðtalið.................5-6 Ævisögubrot................7 Pistill að vestan..........8 Harmonikusafn .............9 Þrastaskógarvalsinn.......10 F.H á Suðurnesjum.........11 Safn á Bíldudal .........11 Norrænir meistarar........12 Viðurkenningar............13 Styttusafn................14 S.Í.H.U 20 ára............15 Á haustdögum..............16 Bryggjuböll...............18 Hátíð harmonikunnar.......19 Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 12.500 1/2 síða kr. 6.800 Innsíður 1/1 síða kr. 10.500 1/2 síða kr. 6.250 1/3 síða kr. 5.500 -“- 1/4síðakr. 3.800 -“- 1/8 síða kr. 2.800 Smáauglýsing kr. 1.500 Blaðaútgáfu haztt Kæru áskrifendur, það er ekki sársauka- laust fyrir mig að tilkynna ykkur að ég hef ákveðið að hætta útgáfu Harmonikunnar frá og með þessu blaði. Flestir áskrifendur hafa verið dyggir stuðningsmenn blaðsins gegn- um þessi fimmtán ár, sem liðin eru frá stofn- un þess, margir allt frá upphafi. An ykkar hefði slík átgáfa ekki reynst gerleg. Askrif- endur hafa náð að standa undir beinum út- lögðum kostnaði, ásamt með styrk frá S.Í.H.U. Útgáfa blaðsins getur samt ekki flokkast undir neitt annað en hugsjónastarf, því fórn- að hefur verið meiri tíma í þetta verkefni, en í tárum verði talið. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er hreint ekki einhlít, hluti af henni er of mikill tími, sem í þetta fer, fyrir allt of fáa áskrifendur. Þessi þrjú blöð á ári setja manni það fyrir að hafa blaðið og efni þess á heilanum allan ársins hring. Því miður skilja ekki allir mikilvægi þessa miðils. Við skul- um minnast þess að allt frá upphaft, hefur á stefnuskrá blaðsins verið margskonar þróun- arstarf og það hefur beitt sér fyrir ýmsum baráttumálum, s.s. að standa að harmoniku- mótum, að hvetja til keppni í harmonikuleik á Islandi, að verðlaunaveitingum verði kom- ið á og að fá samþykkt eitt nafn yfir harm- onikuna. Þá hefur blaðið stuðlað að því að íslendingar taki þátt í harmonikukeppnum erlendis. (Frosini Grand Prix). Einnig var staðið fyrir vali á harmonikuleikara aldarinn- ar á Islandi og kastað fram í leiðinni spurn- ingunni, hvort harmonikan gæti talist hljóð- færi aldarinnar hérlendis. Fleira mætti draga fram, er varðar virðingu og metnað fyrir hljóðfærisins hönd og harmonikuunnendum. Mörg þessara mála hafa náð fram að ganga, og til viðbótar hafa samskipti við erlendar þjóðir orðið mikil og gagnleg. Eg hef í öllu falli reynt af fremsta megni að fylgja sann- færingu minni, vinna úr og miðla upplýsing- um og reynslu er fengist hefur hérlendis og erlendis. Það hefur verið mér undrunarefni til fjölda ára hve fáir hafa sýnt áhuga á að koma hugmyndum eða hugsjónum sínum á framfæri í gegnum blaðið. Það er óneitanlega mikill léttir að fá tilskrif um ýmsar hugmyndir vonir og þrár varðandi ýmis frafaramál sem hljóta að brenna á mönnum, ef áformin eru í alvöru þau að harmonikan öðlist sem mesta virðingu. Harmonikublað er vettvangurinn ef ekki er hægt að leita annað. Hvað sem öllu líður er það sannfæring mín að blaðið hafi sannað gildi sitt og ég er þess fullviss að harmonikulíf á íslandi, væri ekki það sem það er nú, hefði blaðsins ekki notið við. Eg vona að lleiri séu sama sinnis. Eg get ekki sagt annað en þessi útgáfa hafi verið skapandi og er stoltur yfir því sem náðst hef- ur að skrá umliðin 15 ár. Eg hefi eignast marga góða vini í gegnum þetta blað, og er leiður yfir því að svíkja mína tryggu áskrif- endur sem hvatt hafa mig til dáða. Eg er líka mjög leiður yfir því að bregðast Vestfirðing- um á örlagastundu þegar landsmól er framundan, landsmót sem ég ímynda mér að valdi straumhvörfum. Það er erfitt er að velja rétta tímann fyrir slíka ákvörðun. Það er óskandi að einhver sé þess megnugur að drífa áfram harmonikublað, næg eru verk- efnin. Að lokum vil ég þakka öllum mínum áskrifendum, hjálparhellum og stuðnings- mönnum frábært samstarf. Kveðja fylgir hér til áskrifenda frá fjölskyldu minni sem átt hefur þátt í því að ég hef getað haldið útgáf- unni þetta lengi gangandi. Með þökk og bestu kveðjum. Hilmar Hjartarson. Forsíðumynd Hilling í lok Stjönnttónieika í Langholtskirkju. Efri röð frá v. Seppo Lankinen, Finniand Lars Ek, Svíþjóð Oieg Sharov, Alexander Satsenko, Rússiand og Magnus Jonsson, Svíþjóð Fremri röðfrá v. Grettir Björnsson, Lydia Sharova, Rússland og Hilmar Hjartarson Ljósmynd: Sólberg Valdimarsson. 3

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.