Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 7

Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 7
fEvisögubrot Ritstjöra Ég hefi nokkrum sinnum verið spurð- ur að því, hvort ég mundi kynna sjálfan mig í einhverju blaðinu, og þar með gefa lesendum frekari upplýsingar um lífs- hlaup mitt. Öðru hvoru hefur þetta komið upp í hugann og nú, þegar ég hef tekið ákvörð- un um að hætta út- gáfu blaðsins, ákvað ég að svara þessum óskum, því hugsan- lega eru fleiri sem langar að vita um slíkan furðufugl, er leggur á sig að halda saman efni um harmonikuna í fimmtán ár. í snöggsoðinni samantekt er mér Ijúft að fara svolítið yfir þau 61 ár sem þegar eru runnin af lífi mínu. Ég er fæddur á Steinstúni við Norðurfjörð í Ameshreppi 14. apríl 1940. Þar ólst ég upp til 12 ára aldurs hjá fósturforeldrum, þeim Gísla Guðlaugssyni sem var móðurbróðir minn og Gíslínu Valgeirsdóttur, ásamt ömmu minni Ingibjörgu Jóhannsdóttur, er lést í hárri elli, rétt um 103 ára. Móðir mín er Jensína Guðlaugsdóttir sem nú er orðin 93 ára og býr í Reykjavík. Faðir minn var Hjörtur Bjarnason (Hjörtur Stapi) frá Isa- firði, hann lést fyrir nokkrum árum. Ég á fjögur hálf systkini. Móðir mín varð snemma að hleypa heimdraganum og vinna fyrir sér. Faðir minn var alla tíð sjómaður og áttum við eftir því sem árin liðu gott samband. Þrátt fyrir að hann væri mikill veiðimaður og sjósóknari var hann ávallt lítillátur og þakkaði, eða gerði meir úr öðrum en sjálfum sér, að lokinni veiðiferð. Hann öðlaðist mikla reynslu í lífinu, lenti oftar en einu sinni í lífsháska en slapp ávallt með skrekkinn. Ekki gekk nú þrautalaust að komast í þennan heim. Ég var fyrsta barn móður minnar og mikill að vöxtum, tæpar tutt- ugu merkur. Fæðingin gekk ekki þrátt fyrir mikla kunnáttu ljósmóður sveitar- innar Jensínu Óladóttur. Sækja varð lækni til Hólmavíkur, um hundrað kíló- metra leið og allt á kafi í snjó. Gerður var út sérstakur leiðangur til að ná í lækninn og menn fengnir til að koma honum frá Hólmavík norður að Djúpuvík. Það reyndist mjög erfitt því læknirinn var drukkinn og tolldi ekki á skíðunum svo grípa varð til þess ráðs að binda hann liggjandi á skíðin og þannig var hann dreginn við illan leik norður til Djúpu- víkur. í Djúpuvík varð hann að hvílast og sofa. Erfítt reyndist að vekja hann þar, en tókst að lokum. Því næst var farið með hann á bát yfir Reykjarfjörð að Naustvík, þar sem biðu hraustir bændur úr Norður- firði og Trékyllisvík er komið höfðu gangandi með sleða yfir Naustvíkurskörð og nú var lækninum komið fyrir á sleð- anum og hann dreginn yfir skörð að Steinstúni, fleiri klukkutíma ferð. Þá var læknirinn gjörsamlega þrotinn að kröft- um, og treysti sér ekki til að sinna hinni verðandi móður, hann bað um að fá að sofa til morguns, eftir að hafa verið neit- að um áfengi. Snemma morguns 14. apríl dottaði móðir mín og dreymir að logandi kerti standi við rúmið. Loginn flögti og var al- veg að deyja út og hún reyndi að skýla loganum. Þá hrökk hún upp og fannst um leið að draumurinn minnti á, að allt væri að verða um seinan ef barnið ætti að lifa, enda nærri fjórir sólarhringar liðnir frá því hún tók léttasóttina. Hún kallaði til heimilisfólksins sem vakti lækninn og nú var hafist handa. Ekki vildi betur til en svo er fæðinga- töngunum var beitt, að það rifnaði út úr við gagnaugun og hnakkann enda koma á daginn að tangirnar höfðu verið rangt settar saman af lækninum. En í heiminn komst ég samt við illan leik og kom móðir mín einnig mjög sköðuð frá þess- um hildarleik, enda var okkur tæpast hugað líf. Þegar allt var afstaðið varð lækninum að orði. „ Ef hann lifir þetta af þessi drengur verður hann einhverntíman hraustur.“ Mamma var marga mánuði að ná sér og ég smá braggaðist og hef alla tíð síðan verið hraustur. (Þessi saga hefur verið skráð í heild sinni af Jóhannesi Jónssyni í ritinu Strandapósturinn) A Steinstúni átti ég góða æsku. Þar ólst ég upp með harmonikunni en fóstri minn lék alla tíð á tvöfalda harmoniku og var ballspilari sveitarinnar í áratugi. Hann gaf mér tvöfalda harmoniku er ég fluttist frá Steinstúni, en þá var ég svolítið farinn að spila. Ég á fóstra mín- um að þakka áhugann fyrir harmonikunni ásamt því að bera virðingu fyrir íslenskri tungu og mörgu öðru sem gagnast hefur manni á lífsins leið. Suður á Kjalarnes fluttist ég 1952, er móðir mín giftist Bjarna Jónssyni bónda í Dalsmynni. Það voru viðbrigði að koma úr hinni afskekktu sveit Arneshreppi, þar sem t.d. var aðeins einn bíll og gamlir búskaparhættir enn við líði. í Dalsmynni var allt á ferð og flugi, tæknin að halda innreið sína á hverjum bæ og bílar á þeytingi fram og aftur um sveitina. Hin hefðbundnu sveitastörf voru margvísleg, 20 kýr í fjósi, allt handmjólkað og með tímanum fengu heyvinnutæki, sem beitt hafði verið fyrir hesta, beisli fyrir drátt- arvél. Svo hófst vinna við ýmis störf á Reykjavíkursvæðinu. Á bílaverkstæði, við útkeyrslu hjá Sanitas og við blaða- dreifíngu hjá Vikunni. Næst var haldið á vit ævintýranna til Noregs, til Ytre Arna nærri Bergen. Næstu sex mánuðina vann ég í ullarverksmiðjunni Arne Fabrikker en hélt síðan heim á leið. Eftir heimkom- una með aukna lífsreynslu og norsku upp á vasann hófst leitin að framtíðarstarfinu. Byggingavinna, fimm vikna túr á togara, Löggildingastofan, jafnvel trésmíði og að lokum pípulagnir. Pípulögnunum féll ég fyrir 1963 og hefur það verið mitt aðal- starf allar götur síðan, utan tvö ár sem ég brá mér í líki sölumanns fyrir ýmsar vör- ur frá Kína og Rússlandi. Harmoniku- bakterían sem fyrir var frá æskuárunum blossaði upp nokkru eftir að ég kynntist konunni minni 1964. Ég keypti mér harmoniku og hóf nám hjá Emil Adolfs- syni og síðar Karli Jónatanssyni. Einnig naut ég kennslu Grettis Björnssonar, eftir að Félag Harmonikuunnenda var stofnað í Reykjavík 1977, en hann annaðist þá kennslu hjá félaginu. I þetta félag gekk ég strax í upphafi og lenti fljótlega í skemmtinefnd og síðar í stjórn þess, var formaður í þrjú ár, og fulltrúi þess í S.Í.H.U. í stjórn landsambandsins sat ég sem ritari í nokkur ár, auk þess að vera f ýmsum móttökunefndum fyrir erlenda harmonikuleikara og hljómsveitir er hingað komu. Eftir að við Þorsteinn R. Þorsteinsson stofnuðum blaðið Harmon- ikan 1986 vita flestir harmonikuunnend- ur um framhaldið. Kona mín er Sigríður Sigurðardóttir frá Reykjavík, en faðir hennar var Sigurður Guðmundsson ljósmyndari þar í bæ. Móðir hennar var Elínborg Guðbjarnar- dóttir, húsmóðir fædd á Flateyri, þau eru bæði látin. Við hjónin eigum þrjú börn, Lindu Björk, Hörpu Rut og Hjört Elfar. Þannig hljómar saga mín í stórum stökk- um. Hilmar Hjartarson 7

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.