Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 13
Viðurkenningar qóq verdlaun
Vinur minn, sem um langt árabil hefur
fylgst með harmonikulífinu í landinu og
sem mér hættir til að taka mark á, sagði
við mig um daginn. „Ef svo fer fram sem
horfir, verða öll harmonikufélög í land-
inu útdauð innan fimmtán ára“. Eg sem
þátttakandi í starfi þessara félaga hefi
mikið hugleitt þessi mál undanfarin ár, án
þess að láta þess sérstaklega getið, ef frá
eru talin örfá skipti. Mér hefur í rauninni
blætt inn. Tímaritið Harmonikan hefur í
gegnum árin gert tilraunir til að minnast
á þróun harmonikulífs á Islandi, án við-
unandi viðbragða þeirra sem vandamálið
snýr að. Til að skyggnast inn í framtíðina
getur komið að gagni að þekkja forsög-
una. Hvar eru harmonikufélögin stödd í
dag ? I því félagi sem ég er í forsvari fyr-
ir, er meðalaldur stjórnarfólks rúm fimm-
tíu og átta ár. Eg óttast að einhversstaðar
sé hann jafnvel hærri og fólk á sjötugs-
aldri er ekki líklegt til að breyta heimin-
um. Það heldur í besta falli í horfinu.
Með stofnun harmonikufélaganna
náðu saman lífsglaðir harmonikuleikarar,
sem höfðu að markmiði að hittast og hafa
ganran af. Takmarkið var einnig að auka
virðingu fyrir harmonikutónlist. Þetta
hefur í raun tekist að nriklu leiti. En það
að stuðla að því að fleiri leiki vel á hljóð-
færið ásamt því að læra nótur, þarf ekki
að verða til þess að félögin deyi út. Með
því að virkja spilagleði unga fólksins,
getum við sem eldri erum stuðlað að ný-
liðun í hópnum og gert fagmennsku og
spilagleði jafnhátt undir höfði. Við eig-
um að aðstoða unga fólkið við að leika á
annan hátt en sitjandi á stól á tónleikum,
þar sem feilnótur eru dauðadómur eða
því senr næst. Og við skulum muna að á
hinum fjölmörgu harmonikumótum hafa
velflestir nreistarar hljóðfærisins hér á
landi verið fyrstir til að nræta. Ekki til að
leika einleik, heldur til að njóta gleðinnar
sem harmonikan veitir og leika með öðr-
um.
Um alla Evrópu eru starfandi harmon-
ikufélög, sem hafa það sama á stefnuskrá
og félögin á Islandi. Að efla viðgang
harmonikunnar. En hvernig fara þau að
því? Á ýmsa vegu. Þau til dæmis standa
fyrir harmonikumótum. Og hvernig eru
þeirra mót ? Þangað sækja harmoniku-
leikarar og unnendur af öllum gerðum
auk dansara.En það sem þessi harmon-
ikumót eiga sameiginlegt með okkar, er
að þarna hittist fólk, spilar út um allt, eitt
sér eða í hópum, flestir fá sér í glas (bjór-
hátíðir í Þýskalandi, smökkun á heima-
löguðu í Noregi). Síðan er dansað í lok
hvers dags og er þá upptalið það sem þau
eiga sameiginlegt með okkar. Það sem
harmonikumót í Evrópu hafa fram yfir
okkar er viðleitni þeirra til að hampa
ungum hljóðfæraleikurum, sem hafa til
að bera kunnáttu, leikni og srðast en ekki
síst, spilagleði. Spilagleði er fyrirbæri
sem er af allt öðrum toga en færni á
hljóðfæri. Sá sem hefur spilagleði smitar
út frá sér og allir segja, „Þetta er maður
að mínu skapi.“ Þegar einn dáðasti dans-
spilari sem við þekkjum, Garðar Jóhann-
esson var fenginn til að leysa þann fræga
mann Eirík frá Bóli af, var hann aðeins
fimmtán ára og ekki einu sinni efnilegur.
Nú vilja allir hafa taktinn hans Garðars.
Tökum unga fólkið með í danstónlistina,
ekki bíða þess að þau verði betri. Þá
gleymast þau. Það er í okkar valdi að
bjóða þeim með, vekja spilagleðina, sem
þeirn gæti verið ásköpuð. Þegar það sér
fullt gólf af lífsglöðum dönsurum gæti
kviknað sú spilagleði, sem hvetti það til
frekari dáða. Það að leika fyrir dansi á
ekki að skaða þann harmonikuleikara
sem leikur af gleði. Hann heldur áfram
að leika sín einleiksstykki eftir sem áður,
en sjóast aðeins á fjölbreytninni. Norski
prófessorinn Jon Faukstad, sem hér var
staddur fyrir stuttu, átti hlut að námskeiði
sem haldið var í tengslum við tónleika,
sem Norræna húsið stóð fyrir. Hann lagði
mikla áherslu á að ungt fólk léki fyrir
dansi. Allir bestu harmonikuleikarar í
heiminum hafa leikð meira eða minna
fyrir dansi í gegn um tíðina og aðeins
orðið betri við það.
Hverju hafa harmonikumótin á undan-
förnum árum skilað ? Dansi, grillveisl-
um, dýrmætri vináttu og mörgu fleiru, en
ekki ungum harmonikuleikurum. Höfum
við sem eldri erum gert það sem við get-
um til að ná unga fólkinu í okkar raðir ?
Eg held ekki. Harmonikumótin, en þó
sérstaklega landsmótin eiga að vera vet-
vangur verðlauna, jafnvel fjárhagslega og
styrkja til efnilegra harmonikuleikara.
Allt annað er stefnulaus ferð án fyrirheits
eða framtíðarsýnar. Það ætti að vera í
lögum landssambandsins sú skylda þeirra
sem halda þau, að sjá um framkvæmd á
vali bestu harmonikuleikurum hverrar
kynslóðar og þar með gæti unga fólkið
haldið heim af harmonikumótum reynsl-
unni rfkara og einhverjir ennþá ríkari. Á
alvöru harmonikumótum á að afhenda
verðlaun þeim, sem eru bestir samkvæmt
mati dómara. Það er alls staðar hægt að
fá viðurkenningar fyrir að hafa verið
með. Þær hafa lítið að segja fyrir þá sem
hafa lagt vinnu í að skara fram úr. Eða
hvað hefði okkur, að ég tali nú ekki um
okkar dáða sundkappa Erni Arnarssyni
fundist, hefði hann aðeins komið heim
með viðurkenningu þess efnis að hann
hefði tekið þátt í sundkeppni Ólympíu-
leikanna í Ástralíu ? Hætt er við að ein-
hverjum hefði þótt það þunnur þrettándi.
Það merka blað Harmonikan, sem tveir
eldhugar komu á laggirnar fyrir fimmtán
árum, hefur í gegn um tíðina bryddað á
þessum málum ásamt fjölmörgu fleiru
sem verða mætti harmonikustarfinu í
landinu til framdráttar. Upphafið má
rekja til ferðar þeira félaga um landið
ásamt Lars Ek sumarið 1985 en þá mun
Lars hafa kveikt hugmyndina. Þorsteinn
R. Þorsteinsson dró sig í hlé eftir líu ár
og nú hefur Hilmar Hjartarson barist
áfram einn síðan. Hann hefur verið ólatur
við að hvetja menn til dáða og staðið fyr-
ir samstarfi við erlent harmonikufólk, nú
síðast Frosinifélagið í Svíðþjóð. Þeir fé-
lagar höfðu í upphafi ótrúlega vel ígrund-
aðar hugmyndir, um hvað harmonikublað
ætti að snúast. Alla tíð hefur blaðið flutt
fréttir og greinar um eitthvað sem var lið-
ið og á því sviði hafa hafa birst ómetan-
legar greinar og viðtöl við brautryðjendur
í harmonikuleik. Hafi þeir félagar gert
13