Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 18

Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 18
„Þeir slógu upp balli ó bryggjunni citt sinn...” Dóróthea Jónsdóttir Oft var slegið upp balli á einhverju síldarplaninu, því á hverju skipi var einhver harmonikusnillingur sem sett- ist á bryggjustaur og lét „trekkspilið glymja“. En inni á hinum litlu og þröngu ölstofum sátu skeggjaðir sjó- menn og þjóruðu „súrsaft“, græna á litinn og tuggðu skro. Svo segir Kristinn Halldórsson, síldar- saltandi í frásögn sinni Landlegu- og laugardagskvöld á Siglufirði 1914. Einnig segir hann frá hringdönsum og skemmtunum Færeyinga á plönunum. Ekki er undirrituðum kunnugt um frek- ari ritaðar heimildir um þessar sérstæðu útiskemmtanir sem við Siglfirðingar höf- um endurvakið nú í seinni tíð. Ekki er heldur kunnugt um ljósmyndir af þessum viðburðum, en til er allstórt málverk sem sýnir bryggjupall á góðviðriskvöldi. Kristín Jónsdóttir, listmálari, málaði þessa mynd 1923 í einni af heimsóknum sínum hingað til Siglufjarðar. Kristín, Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) og Emil Thoroddsen, tónskáld, máluðu öll myndir hér á öðrum og þriðja áratug ald- arinnar, sem eru góðar heimildir um liðna tíð. Frásagnir nokkurra elstu núlifandi Siglfirðinga af bryggjuböllum hafa verið hljóðritaðar fyrir Síldarmynjasafnið. Dóróthea Jónsdóttir, Thea, man þessar skemmtanir, frásögn Björns Þórðarsonar staðfestir minningar Theu og loks má geta þess að Sigurlaug Sveinsdóttir, Silla á Steinaflötum, dansaði hælinn undan öðrum skónum sínum á Róaldsplaninu skömmu fyrir 1930 þar sem Færeyingar stóðu fyrir dansleik. Hér fer á eftir samandregin frásögn Theu, með hennar eigin orðum, af skemmtunum á árunum um 1920. Dóróthea fæddist 1904 og fór að salta síld níu ára gömul. Hún er því líklega elsta síldarstúlkan á landinu, vel ern og minnug. Bryggjudansleikir „Þegar var gott veður, skipin höfðu legið í landi vegna brælu og komust ekki út fyrr en fór að lægja, var oft slegið upp balli. Þeir komu af norsku skipunum með harmoniku. Karlmennirnir voru í meiri- hluta. Þegar skipin voru þetta 30-40 við Róaldsbryggjurnar og hvergi sá í sjóinn þegar maður stóð uppi á bakkanum. Það var lítið af kvenfólki á því balli sem ég man eftir. Það fór ekki mikið þangað nema svolítið úr brökkunum. Það var stund- um slegist út af stelpunum, en ég man ekki eftir mikilli áfengisnotkun. Manni fannst þeir dansa svo- lítið skrýtilega þessir Norð- menn,- fyrst. Maður var eins og dáleiddur af þessum útlendu lögum sem þeir spiluðu, öll nýj- ustu norsku lögin. Einu sinni var ball á Ró- aldsplaninu, þar sem ungur ís- lenskur piltur spilaði á harm- oniku. Hann var hjá Oskari Halldórssyni útí Bakka og Oskar gaf leyfi fyrir því að hann spilaði á ballinu ef fólkið fylgdi honum heim aft- ur. Og eftir ballið þrammaði hersingin út í Bakka á eftir honum, spilandi með harmonikuna á maganum. Færeyingar voru guðræknir og komu alltaf inn um helgar og lögðu skipum sfn- um austur undir vitanum. Þeir komu og dönsuðu á Róaldsplaninu og öðrum plön- um. Þegar slátturinn heyrðist í klossun- um þeirra og ómur af söngnum þá fór fólk á stað og fylgdist með þeim. Þeir dönsuðu hringdansa, taktfastir og sungu heilu bragina, svo skemmtilega klæddir. Eftirskrif Þessi knappa frásögn birtist í Hellunni, bæjarblaðinu á Siglufirði, íjanúar 1994. Leitað var heimilda fyrir þessum gömlu bryggjuböllum, til að sanna, að þau áttu sér stað í raun og veru. Það hafði tlogið fyrir að þessar hugmyndir um bryggju- böllin væru einhver óraunsæ rómantík í okkur „ungu mönnunum“ sem stóðum fyrir þessum nútímaböllum á bryggjunni við Síldarmynjasafnið, Róaldsbryggjunni nýju. Eins og mörgum er kunnugt þá eru á laugardögum haldnar söltunarsýningar þar sem við lok „vinnunnar“ er slegið á létta strengi. Nokkur gömul síldarlög eru sungin og síldarfólkið og sýningargestir stíga dans við harmonikumúsík. Senni- lega hefur slíkt aldrei gerst á síldarplön- unum áður fyrr að saman færu vinna og slík skemmtun. En þama er kannski ver- ið að sýna í samanþjöppuðu og „róman- tísku“ formi, það sem gat gerst á síldar- plani á einu sumri eins og glöggur gestur með rætur í síldinni orðaði það eitt sinn. Nokkuð verður mér tíðrætt um mynd- list, en það stafar að miklu leyti af því, að ekki ein einasta ljósmynd hefur fundist af þessu fyrirbæri, bryggjuballi. Svo ein- kennilega vill til. En það stafar kannski af því að myndavélin var ekki orðin al- menningseign þegar bryggjuböllin tíðk- uðust. En listaverkin gömlu sýna okkur ekki bara einhverjar sagnfræðilegar stað- reyndir heldur eru eins og tónlistin, ákveðin merki um litríka menningu þessa tíma. I þessu sambandi má geta að fleiri „músíkmyndir" eru til, en sú sem Kristín Jónsdóttir málaði af bryggjuballi 1923 og nefnd er í greininni. Ein merkasta mynd Guðmundar Thorsteinssonar, Muggs, er af síldarballi á Siglufirði 1916. Þar dans- ar fólkið við harmonikuspil inni í Norska sjómannaheimilinu (nú Tónlistarskóli Siglufjarðar). Önnur mynd eftir Emil Thoroddsen tónskáld og fjöllistamann, sýnir en trekkspiller pá tpnne og kringum hann standa nokkrar peysufatastúlkur og 18

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.