Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 8

Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 8
Pistill að vestan. Kœru harmonikuunnendur. Um leið og ég óska ykkur gleðilegs sumars, langar mig til að segja eitthvað frá starfsemi félagsins okkar. Við heimsóttum harmonikufélagið Nikkólínu í Dalasýslu í ágústlok á síðasta ári. Farið var héðan frá Isafirði að morgni föstudags 28. ágúst og ekið í rútu formaður Nikkólínu og hópur harmon- ikuunnenda úr Reykjavík m.a. ritstjóri Harmonikunar ásamt frú, og einnig tveir félagar úr Félagi harmonikuunnenda við Eyjarfjörð. Var sannarlega gaman að hitta þessa góðu vini. Eftir hádegi á laugardegi var farið í skoðunarferð um Dalasýslu, svokallaður Félagar Hannonikufélags Vestfjarða í veðursœld í Sœlingsdal. inn ísafjarðardjúp með viðkomu í Skötu- firði og veitingastaðnum Djúpmannabúð, og síðan um Þorskafjarðarheiði að Reyk- hólum. Eftir að staðurinn hafði verið skoðaður var haldið áleiðis að Laugum í Sælingsdal, þar sem flestir gistu. Um kvöldið bættust í hópinn Árni Sigurðsson Strandahringur og var sú ferð var bæði fróðleg og skemmtileg. Þar átti stærstan þátt frábær leiðsögumaður þeirra Dala- manna, Jóhann Sæmundsson. Um kvöldið buðu Nikkólínufélagar til hátíðarkvöldverðar í félagsheimilinu Ár- bliki. Undir borðhaldi var farið með ýmis gamanmál, og síðan dunaði dansinn til kl. 3.00, en þá var ekki allt búið, okkar biðu rausnarlegar veitingar í kjallara hússins og hvað er betra eftir velheppn- aðan dansleik ? Heimferðin á sunnudeginum gekk vel enda sama einmuna veðurblíðan og hina dagana, en ég veit að það sem lengst geymist í minningu þeirra 43 Vestfirð- inga sem ferðina fóru, verða höfðingleg- ar og hlýjar móttökur félaga í Nikkólínu. Það má segja að vetrarstarfið hafi byrj- að með dansleik í Víkurbæ, Bolungarvík fyrsta vetrardag og því lauk einnig með dansleik í Víkurbæ síðasta vetrardag. Einnig hefur verið leikið fyrir dansi á árshátíðum kvennfélaga á Isafirði og Bolungarvík, og við ýmis önnur tækifæri s.s. áramótabrennu og á nokkrum dans- leikjum Félags eldri borgara. Harmon- ikuæfingar hófust um miðjan janúar og lauk í endaðan apríl. Undirbúningur fyrir landsmótið geng- ur samkvæmt áætlun og vonumst við til að geta gefið nánari upplýsingar á næsta haustfundi. Að lokum vil ég óska blaðinu Harmon- ikunni og ritstjóra þess hjartanlega til hamingju með 15 ára afmælið og vona að harmonikuunnendur á landinu gefi blað- inu þá gjöf sem því er áreiðanlega kær- komin, að fjölga áskrifendum verulega. f.h. Hannonikufélags Vestfjarða Asgeir S.Sigurðsson. fonnaður Frá v. Grettii; Hilmar og Jörmundur Ingi Alsherjargoði. Harmonikustemning á (fsatrúarhátíð A Þingvöllum, vikufyrir Kristnihátíð 2000 héldu Asatrúarmenn sína hátíð. Þeir fengu ekki leyfi til að vera í Ahnannagjá eins og menn muna, svo Hvannagjá varð fyrir valinu. A dagskrá ásatrúarmanna var ýmislegt, m.a brúðkaup að fornum sið, mjög sérstakt og áhugavert. Annað sem þarna fórfyam var ákaflega látlaust og virðulegt. Auðvitað viltu þeir hafa harmonikuleikara á staðnum eins og myndin sýnir. H.H 8

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.