Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 4
Ef standa á vel að atburði sem Stjörnu-
tónleikunum í Langholtskirkju 5. maí s.l.
verður að trúa á það, sem ætlunin er að
gera, hugur þarf að fylgja máli. Slíkir
tónleikar verða ekki að veruleika einung-
is gegnum síma eða tölvunet. Að baki
þurfa að liggja góð kynni, samvinna og
traust milli allra sem að því koma. Sex
mánaða undirbúningur var að baki, kom-
ið var að sjálfunt tónleikunum. Hug-
myndin að bjóða hingað til tónleikahalds
þessum frábæru listamönnum kveiknaði
í Hammarstrand í Svíþjóð eftir Frosini
Grand Prix keppnina. Við sátum saman
og ræddum framtíð harmonikunnar og
þessa áhugaverðu stöðu í okkar alþjóða-
samvinnu, sem öllum fannst að ekki
mætti rjúfa. Þá kom hugmyndin um að
halda í víking til Islands með stjörnurnar
frá Frosini Grand Prix. Ekki spillti hug-
myndinni, að Grettir Björnsson var að
verða sjötugur og blaðið 15 ára. Hug-
myndin var samþykkt með öllum greidd-
um atkvæðum. Við heimkomuna var far-
ið að velta fyrir sér markaðssetningu, út-
vegun húsnæðis og óteljandi öðru þessu
tengt. Að lokum small þetta saman enda
stóðu allir við sitt. Markaðssetning er
mjög tímafrekt starf, en getur marg borg-
að sig, ef rétt að öllu staðið, sem varð
rauni, enda varð húsfyllir. Upphaf tón-
leikanna var sérstakt þar sem Árni Arin-
bjarnar orgelleikari og hálfbróðir Grettis
Björnssonar lék orgelverk á orgel kirkj-
unnar.
Tónleikarnir slógu gjörsamlega í gegn,
og það sem við sögðum aldrei frá kom
eðlilega mest á óvart. Það var eiginkona
Oleg Sharov, söngkonan Lydia Sharova,
sem söng við undirleik eiginmannsins
rússnesk þjóðlög. Hún fangaði salinn svo
tárin spruttu fram hjá áheyrendum og lýs-
ingar þeirra á eftir voru tilfinninga-
þrungnar, s.s. „ ég mun aldrei gleyma
þessunt tónleikum“, „stórkostlegir lista-
menn allir sem einn“, „Rússarnir minntu
á kraftaverk“, Svona gæti ég haldið
áfram, stemningin og þakklætið í lokin
virkaði sem uppskeruhátíð. Maður sveif
sem laufblað í sunnan þey.
Um kvöldið bauð Grettir Björnsson til
afmælisveislu í safnaðarheimili Lang-
holtskirkju. Þar kom fjöldi gesta til að
hylla afmælisbarnið, ásamt erlendu gest-
unum, sem héldu einskonar framhalds-
tónleika við það tækifæri.
Daginn eftir var gestunum boðið í út-
Framhald á bls, 17
Ferðalangar frá Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi á fyrsta viðkomustað, Bláa lóninu eftir
komuna til Keflavíkur. Þeir hrifust mjög af þessum óvenjulega stað.
Lars Ek og Henrý Jónsson þakka fyrir s.
'g í Ásbúðinni og leika Alvkarlebyvalsen.
Máltœkið segir, íþegar neyðin er stœrst er hjáli
miklu hnjaski og stórskemmdist ífluginu frá S
lýsa með orðum þakklœti eigandans og tmdn
engumfyrirvara. Guðni Þorsteinsson b
harmonikunnar, heldur einnig sálarlífi einsbe.
kafla stjömutónleikanna. Frá vinstri Olef.
verkstœðinu með sjúklinginn
Ipin nœst, Harmonika, Olegs Sharov varð fyrir
’okkhólmi og var ónothœf. Það er ekki hœgt að
tn yfir að getafengið viðgerðaþjónustu með
'argaði ekki einungis bassablokk Jupíter
■sta harmonikuleikara heims og veigamiklum
Sliarov, Guðni Þorsteinsson og Lars Ek á
á skurðarborðinu.
4