Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 17

Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 17
sýnisferð til Þingvalla. í Almannagjá tók Grettir, þrátt fyrir leiðinda veður, upp nikkuna og lék Þingvallamarsinn eftir Hartvig Kristoferson fyrir gesti okkar og síðan ungu íslendingarnir Öxar við ána við undirleik Grettis, sem var vandlega varin með regnhlíf. í þjónustumiðstöð- inni á Þingvöllum léku Lars og Henrý nokkur lög öðrum ferðamönnum til mik- illar ánægju. Næst var Nesjavallavirkjun skoðuð. Þar tóku þeir Lars Ek og Henry Jonsson aftur lagið við mikla hrifningu og Lydia Sharova töfraði okkur enn einu sinni með söng sínum. Veðrið þennan dag gat tæpast verið verra þoka, ausandi rigning og rok. Því næst var ekið um Grímsnes að Kerinu og síðan að Gullfossi og Geysi, sem vakn- aði skyndilega þegar við gengum um svæðið og skvetti vel úr sér og þótti það rnikil virðing við gestina. Þrátt fyrir væt- una ljómaði fólk af gleði og ánægður hópur renndi í hlað við Hótel Lind um kl. 18:00 um kvöldið. Ekki náðist mikill tími til hvíldar því kl. 20:00 hófst kveðjuveisla á Hótel Lind og var fiskur á borðum í aðalrétt. Menn tjáðu sig óspart um vel heppnaða ferð og góðan viðurgjörning. Hljóðfæraleikur- um og söngkonu voru færðar teikningar af sér, sem listamaðurinn Árni Elvar hafði teiknað í Langholtskirkju. Mikil hátíðarhelgi var á enda. Söngur og spil hljómaði um hótelið fram undir miðnættið og loks eftir tregablendna kveðjustund var gengið til náða enda flug fyrirhugað snemma næsta morgun. Fyrir hönd okkar sem að tónleikunum stóðu vil ég koma á framfæri bestu þökk- um til allra er studdu okkur og mættu á tónleikana. Þeir sem misstu af þeim geta orðið sér út um myndband eins og aug- lýst er annars staðar í blaðinu. H.H. Sirrý og Lydia Framhald Stjörnutónleika í máli og myndum Svipmyndir úr heimboði og fleira Kalle Westling og feðgarnir Jon og Magnus Jonsson Siv Selin og Monika Jonsson Oleg Sólberg og Lydia Að loknum Þinvallamarsi var sungið Öxar við ána af innlijun íAlmannagjá. útlendingunum þótti uppákoman skemmtileg. 17

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.