Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 5
Viðtalið:
Ólafur B. Þorvaldsson
Ólafur B. Þorvaldsson með sitt glœsilega konserthljóðfœri,
á lieimili sínu
Ég átti notalega kvöldstund hjá
manninuni sem þetta viðtal fjallar
um. Maðurinn er einn fárra eftir-
lifandi stofnfélaga fyrsta harmon-
ikufélags landsins, Félags harmon-
ikuleikara í Reykjavík, en það var
sett á stofn þann 22. nóvember
1936. Að mér vitandi eru stofnfé-
Iagar á lífi, fyrir utan Olaf, ein-
ungis Róbert Bjarnason sem bú-
settur er í Reykjavík og Bragi
Hlíðberg, búsettur í Garðabæ.
Nú skulum við hörfa ein 65 ár
aftur í tímann og hlýða á hvað
Olafur hefur að segja um ýmsa
hluti frá liðnum árum og setja
okkur í viðeigandi fortíðarþanka.
Ólafur er enn við ágæta heilsu og
man vel atburði liðinna tíma.
Ólafur B. Þorvaldsson er fæddur
17. maí 1914 í Keflavík en flutti
þriggja vikna gamall til Reykjavík-
ur. Nú býr hann við Laugaveginn.
Eins og áður segir er Ólafur einn af
stofnfélögum fyrrnefnds félags og
segir hann að aðalmarkmið félagsins
hafí verið að koma á kennslu í harm-
onikuleik með nótnalestri. Einnig að
þjóna sem stéttarfélag og stuðla að
bættum launum harmonikuleikara.
Þegar félagið var stofnað léku nánast
allir á hnappaharmonikur með sænskum
gripum. Félagsstarfið fór vel af stað og
efnahagurinn vænkaðist. Félagsmenn
voru styrktir til náms í nótnalestri. Ólafur
sótti að auki nám í tónfræði hjá Alberti
Klahn og Fritz Weishappel. Hann ætlaði
sér að skipta frá hnappaborðinu í píanó-
harmoniku en varð að hætta við vegna
stuttra fingra.
Fyrsta píanóharmonikan kom til lands-
ins 1928. Ólafur byrjaði að leika á harm-
oniku 1930 og síðar saxófón og trommur,
lék stundum á öll hljóðfærin sama kvöld-
ið. Þá spilaði hann með Ólafi Péturssyni
á Kaffi Royal íTúngötunni og Stefáni
Lyndal (Stebba í Rín). Þeir léku í Rauðu
myllunni í Hafnarstrætinu og Kaffi
Ramóna á Hverfisgötu heilan vetur hvert
kvöld frá 21-23:30. Hann segir: „Við
fengum 5 kr. hvor fyrir kvöldið, en dag-
laun verkamanns voru þá 10 kr. Fyrst
fékk ég lánaða harmoniku hjá föðurbróð-
ur mínum Jóni Ólafssyni, en systir Jóns
var móðir bræðrana Ólafs og Jóhannesar
Péturssona. A þessum árum vildu allir
hlusta á harmoniku, enda var hún algeng
í Reykjavík þá, bætir hann við“.
Kátir voru karlar
í tvo vetur, 1937 og '38 lék Ólafur í
hljómsveit sern hét Kátir voru karlar. í
henni voru, ásamt honum, Jóhannes Jó-
hannesson, Stefán S. Lyngdal og Jón S.
Ólafsson. Þeir léku í Oddfellow húsinu
fyrir dansklúbb sem Oddfellow félagar
starfræktu. Kátir voru karlar léku gömlu
dansana á efri hæðinni, en hljómsveit
Aage Lorange niðri, nýju dansana. Kátir
voru karlar drógu að sér múg og marg-
menni. A aðgöngumiðunum voru myndir
af harmonikuleikurunum í hljómsveit-
inni, ein mynd á hverjum miða. Svo safn-
aði fólkið á skemmtuninni myndum af
ákveðnum harmonikuleikara og skipti
miðum sín á milli, eftir því hver því þótti
áhugaverðastur. Þetta var algjör nýjung á
þessum tíma og vakti athygii.
Fyrsta stóra harmonikuhljúm-
sveitin
Að sögn Ólafs var stofnuð stór
harmonikuhljómsveit um 1936 og
voru í henni sautján hljóðfæraleikar-
ar og lék hún fyrir fyrir dansi í K.R.
húsinu. „Þetta þótti nýstárlegt og
fólk undraði sig á að svo margir
nikkarar gætu spilað saman. Þá stóð
K.R. húsið þar sem Ráðhús Reykja-
víkur stendur núna. Aðgöngumiðinn
kostaði tvær og fimmtíu. Þarna var
spilað tvö kvöld í viku og húsið bók-
staflega sprengt, enda alltaf uppselt.
Spilaðir voru bæði nýju og gömlu
dansarnir, án dansstjóra en þeir
þekktist ekki þá. Fyrir utan seldist
miðinn á svörtum markaði fyrir 15
kr. Fólkið klifraði upp á þak og reisti
stiga við glugga til að komast inn. í
húsinu var, án þess að ýkja, alger-
lega stappað“.
Ólafur minnist dansleikja frá 1934
sem haldnir voru á Alafossi. Sigur-
jón Pétursson, sem kenndur var við
Alafoss stóð fyrir þessum dansleikj-
um, sem fóru fram í samkomutjaldi.
Aðgöngumiðinn kostaði fimmtíu
aura og gilti fyrir hálftíma í senn.
Eftir hvern hálftíma voru allir reknir
út og ef enginn fékkst inn aftur var
kallað upp. „Næstu tuttugu mínútur
verða á tuttugu og fimm aura „! Þá fyllt-
ist allt á ný. Svona gekk þetta, Álafoss
böllin urðu þekkt af þessu. Oftast léku
tveir eða þrfr harmonikuleikarar saman á
Álafossböllunum".
Hinir gömlu góðu dagar
Minningar um hina gömlu góðu daga
vekja gleði í huga Ólafs. Þegar hann er
inntur eftir eigin lagasmíðum segist hann
hafa samið ein fjögur lög, gömludansa-
lög sem Bragi Hlíðberg útsetti fyrir hann.
Ólafur léði svo Svavari Gests þessi lög,
en því miður hurfu þau með honum.
í gegnum tíðina hefur Ólafur rekið sæl-
gætisgerðina Pálmann og heildverslunina
Vörudreifingu. Hann varð m.a. fyrstur til
að flytja inn hið þekkta Machintosh sæl-
gæti.
í stríðbyrjun rak hann mótor- og reið-
hjólaverkstæði hjá Þórði kaupmanni sem
kallaður var. Þórður rak verslun á horni
Frakkastígs og Laugarvegar og hafði
5