Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 15
9-10 ára. Fjórtán ára gamall fór hann til
Grímseyjar og keypti þar litla Hohner pí-
anóharmoniku á 500 krónur. Að loknu
sumri náði hann orðið að spila þó nokk-
uð. I Grímsey kynntist hann Ragnari
Víkingssyni sem þótti afbragðs harmon-
ikuleikari. A síldarárunum voru böll í
Grímsey á hverju kvöldi og tók Guð-
mann oft í belginn við slík tækifæri með
Ragnari. Fyrsta alvöru hljómsveitin sem
Guðmann spilaði í frá 1955 var hljóm-
sveitin Nautabanarnir frá Olafsfirði. Það
rifjaðist upp þegar litið var yfir safn Guð-
manns að þar nrátti líta grip sem við köll-
um harmonikubelginn, en það voru verð-
laun veitt á harmonikumótum á vegunt
Harmonikublaðsins fyrir sigur í spurn-
ingakepni. Þessi verðlaun vann Guð-
rnann í Þrastaskógi 1995. Blaðið óskar
Guðmanni velfarnaðar ineð safnið á
komandi árum sem vonandi tekst að
auðga og þróa enn frekar.
Hljómsveitin Nautabanarnirfrá Ólafsfirði. Fyrsta hljómsveitin sem Guðmann lék í 1955. Frcí
v. Guðmann Jóhannsson harmonika, Einar Gestsson gítar og ágást Sigurlaugsson saxófónn.
Myndin er tekin í Tjarnarborg á Ólafsfirði.
Samband íslenskra harmonikuunnenda 20 dra
Núverandi stjórn S.I.H.U. Frá v. Ólafur Th. Óláfsson ritari, Stefán Leifsson meðstjómandi,
Jóhannes Jónsson formaður, Gunnar Agústsson gjaldkeri og Guðrún Guðjónsdóttir
varaformaður
Afstofnun Sambands
íslenskra harmonikuunn-
enda, 3. maí 1981.
Upphafið að stofnun Sambands ís-
lenskra harmonikuunnenda var að
Ingvari Hólmgeirssyni, þá búandi á
Húsavík, barst bréf frá stjórn Félags
harmonikuunnenda við Eyjafjörð, undir-
ritað af þáverandi formanni félagsins
Karli Jónatanssyni. Auk hans voru í
stjórn Eyjafjarðarfélagsins Hannes Ara-
son, Jóhann Sigurðsson, Kjartan Sigurðs-
son og Guðni Friðriksson. 1 bréfinu er
fyrst hreyft þeirri hugmynd að stofna
samtök harmonikuunnenda á landsvísu.
Fundur var síðan haldinn á Akureyri 2.
maí. 1981 og voru á þeim fundi auk fyrr-
greindrar stjórnar: Þórir Jóhannesson
Blönduósi, Aðalsteinn Símonarson Borg-
arfirði, Agúst Pétursson Kópavogi, Jónas
Bjarnason Neskaupsstað og Ingvar
Hólntgeirsson Húsavík.
Daginn eftir 3. ntaí var komið saman
að nýju, lögð fram drög að lögum sam-
bandsins og fyrsta stjórn þess kosin.
Hana skipuðu eftirtaldir: Karl Jónatans-
son formaður, Ingvar Hólmgeirsson ritari
og Agúst Pétursson gjaldkeri. Meðstjóm-
endur: Aðalsteinn Símonarson, Þórir Jó-
hannesson og Jónas Bjarnason. Þriðji
ntaí 1981 telst því stofndagur S.Í.H.U. Á
þessum stofnfundi var ákveðið að halda
fyrsta landsmót sambandsins sumarið
1982 í Reykjavík. Landsmótið var síðan
haldið í einhverju besta veðri sem komið
hafði það vor. Fyrsta daginn, 4. júní voru
haldnir tónleikar á Lækjartorgi að við-
stöddu fjölmenni. Dansleikir voru svo
bæði á föstudags- og laugardagskvöld og
skemmtifundur var á sunnudeginum í
Glæsibæ. Þar var spilað við mikla hrifn-
ingu, m.a. nemendahópur undir stjórn
Karls Jónatanssonar, en þar léku einnig
saman Bragi Hlíðberg og Grettir Björns-
son, og eins og segir orðrétt í fundargerð-
inni frá þessum tíma: „vöktu þeir mikla
hrifningu og mun þetta í fyrsta sinn sem
þessir yfirburðanikkarar spila saman á
þessum vettvangi“. Næsta landsmót var
síðan haldið 1984 að Varmalandi í
Borgarfirði, en síðan hafa mótin verið
haldin á þriggja ára fresti, allt til dagsins í
dag, á ýmsum stöðum á landinu.
Innan sambandsins eru nú nítján félög.
(Heimild:
Fundargerðarbók SÍHU, 1981 til 2000).
Selfossi, 6. maí 2001
Ólafur Th. Ólafsson, ritari SÍHU
15