Harmoníkan - 01.05.2001, Qupperneq 11

Harmoníkan - 01.05.2001, Qupperneq 11
F.H á Suðurnesjum Eftir dapra þátttöku í félagsstarfi und- anfarinna ára hefir nú birt til og æfinga- sókn hefir verið með ágætum nú í vetur, en æfingar eru reglulega á hverju mið- vikudagskvöldi, tvo til þrjá tíma. Þetta má ekki hvað síst rekja til þess að hjónin Anna Soffía Jóhannesdóttir og Konráð Fjeldsted Sigurjónsson hafa séð okkur fyrir afar góðu og þægilegu hús- næði sem okkur er ætlað til frambúaðr við æfingar. Hafi þau heilar þakkir fyrir. Þann 11. mars tókst loks að koma á að- alfundi og endurskipa stjórn EH.U.S. Gestur Friðjónsson lét þá af störfum sem formaður, en í hans stað var kosinn. Þórólfur Þorsteinsson Bakkavegi 21, 230 Reykjanesbæ Aðrir stjórnarmenn eru: Baldur Guðjónsson, gjaldkeri Langholti 15, 230 Reykjanesbæ Hafsteinn Ingvarsson ritari Baugholti 2, 230 Reykjanesbæ Konráð Fjeldsted meðstjórnandi Hringbraut 86, 230 Reykjanesbæ Baldvin E. Arason meðstjórnandi Heiðarvegi 23a, 230 Reykjanesbæ Gestur Friðjónsson endurskoðandi Austurbraut 6, 230 Reykjanesbæ Nú þegar er hafinn nokkur undirbún- ingar vegna væntanlegs landsmót á ísa- firði, og er vonandi að árangur verði af því starfi. Félagatal F.H.U.S. hefir ávallt verið nokkuð á reiki, þótt í upphafi vega hafi verið um allfjölmennan hóp að ræða áhugasamra, en þeim hefir því miður far- ið fækkandi. Nú um stundir eru félagar 25 til 30 þegar allir eru taldir, en þeir sem taka þátt í hljóðfæraleik eru þegar flest er 12 til 14. Gestur Friðjónsson Harmonikunni frá upphafi, sem gjöftil tónlistarsafns hans á Bíldudal. Harmonikan hcettir útgáfu. Sérstakt tilboð. fíhugamcnn, fclög og safnarar. Harmonikan í fimmtán ár. Flestir árgangar eru til, en blöð sem eru uppseld verða ljósrituð. Eigið í fórum ykkar eitt sérstæð- asta blað á Islandi. Saga harmon- ikunnar á einum stað. Upplagt til gjafa, innbundið eða einstakir árgangar. Fimmtán árgangar á kr. 12.500 - einstakir árgangar á kr. 1000. Frá upphafi hafa komið út 45 tölublöð. Upplýsingar í símum 565- 6385/896-5440 Tónlistarsafn á Bíldudal Jón Kr. Ólafsson frá Bíldudal þekkja flestir landsmenn, í það minnsta innan tónlistargeirans. Hann hefur skapað sér nafn sem söngvari um margra áratuga skeið, einnig sem mikill hugsjónamaður um sögu tónlistarinnar. A þjóðhátíðar- degi Islendinga á síðastliðnu ári opnaði hann formlega á Bíldudal tónlistarsafnið Melódíur minninganna að heimili sínu að Reynimel. Hann hefur safnað að sér ýmsu varðandi tónlist í 20 ár og er því komið haganlega fyrir á safninu. Meðal muna eru hljómplötur, umslög, textar, myndir og margt fleira. Ritstjóri Harm- onikunnar færði Jóni að gjöf alla árganga blaðsins frá upphafi, með tilheyrandi gjafabréfi. „Tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar, Bíldudal. Melódíur minninganna. Eg undirritaður vil hér með lýsa yfir fyllsta stuðningi við tónlistarsafn þitt á Bíldudal.Tímaritið Harmonikan hefur að geyma sögu og þróun harm- onikunnar og meira til, síðastliðin fimmtán ár á Islandi og þykir mér við hæfi að afhenda safninu til eignar alla árganga blaðsins frá upphafi. Saga harmonikunnar er hluti tónlist- arsögu okkar Islendinga. Við getum verið stolt af því og jafnvel kallað þetta hljóðfæri þjóðarhljóðfærið. Virðingarfyllst. Hilmar Hjartarson, ritstjóri Harmonikunnar". Ritstjóri blaðsins hvetur alla til að taka á sig krók og líta við á safninu hjá Jóni. Sumarmót Harmonikuunnenda Vesturlands 2001 Harmonikumót H.U.V verður að þessu sinni haldið í Fannahlíð 13 - 15 júlí 2001 Fannahlíð er samkomuhús í Skilmannahreppi, norðan Akrafjalls. Hvetjum við fólktil að koma og njóta skemmtilegrar helgar við spil og spjall ásamt að upplifa hina alkunnu tjaldstemmingu. Dansað föstudags og laugardagskvölds - Næg tjaldstæði Allir velkomnir. Upplýsingar gefa Rafn í sima 437-1917 og Þórður í sima 431-2692 11

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.