Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 16

Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 16
Nokkur ord ó houstdögam 2000 Árið 2000 hefur verið nokkuð við- hurðaríkt hjá okkur í H.U. H. Við spiluð- um með Skagfirðingum á dansleikjum bæði hér á Blönduósi og í Skagafirði. Við stóðum frammi fyrir því að ekkert not- hæft píanó var í danssal Félagsheimilis- ins á Blönduósi. Ákveðið var að standa fyrir tónlistardegi 22. apríl. Félagsheimili Blönduóss varð okkar at- hvarf til æfinga og hefur lengi verið. Því þótti okkur við hæfi að hrinda af stað söfnun til kaupa á nýju píanói, við leituð- um til skólastjóra og kennara tónlistar- skólans eftir aðstoð. Allir voru reiðubúnir til aðstoðar því allir sáu þörfina á að endurnýja píanóið enda það sem fyrir var ónýtt og ekki nokkrum manni bjóðandi. Dagurinn rann upp, bjartur og fagur. Við höldum að það fylgi H.U.H að ef það fer af stað með skemmtun, þá sé gott veður. Skemmtunin hófst klukkan tvö um daginn. Gestir komu inn í ljúfa tóna frá harmonikum og röðuðu sér í sæti. Starfs- fólk félagsheimilisins og aðrir velunnarar okkar létu ekki sitt eftir liggja við að hjálpa til með veitingarnar. Nýja píanóið var komið í hús en ákveðið hafði verið að félagar úr H.U.H vígðu píanóið og þær tóku það að sér Linda Björk Gunnars- dóttir, sem er nemandi í tónlistarskólan- um og Svanborg Frostadóttir, bankastjóri Búnaðarbankans. Svanborg gekk til liðs við okkur í vetur, en hún leikur á saxafón með okkur á skemtunum, eins leikur hún á píanó og fer létt með. Þær Linda og Svanborg léku bæði einleik og fjórhent á píanóið, við mikinn fögnuð áheyrenda. Síðan tók við hvert atriðið af öðru og varð að stytta sum vegna fjölda þeirra sem vildu koma fram. Við sem stóðum að þessari samkomu, eigum fá orð til að þakka öllum sem studdu okkur þennan dag. Þann 29. apríl var svo okkar árlega Hagyrðingakvöld í Félagsheimilinu í Blönduósi, en þar mættu Eyfirðingar og aðstoðuðu okkur við dansleik. Hagyrð- ingakvöld eru orðin árviss viðburður hjá okkur og er ævinlega fullt hús og mikil stemning. Þann 27. maí fórum við til Akureyrar að þakka hjálpina á Hagyrðingakvöldi. Við ákváðum að gera þennan dag góðan, sem hann og varð. Ferðast var með rútu norður og ekið unt Eyjafjörð, síðan snæddur kvöldverður á Lindinni við Leiruveg (mjög góður staður) og að lok- um skundað á dansleik í Lóni, þar sem var fullt hús af fólki og mikið fjör. Jó- hannes formaður Eyfirðinga og hans kona gerðu ekki endasleppt við okkur vestanmenn og var ekki um annað að ræða en að koma og fá hressingu hjá þeim. Var þar sest að veisluborði og átti fólk þar saman góða stund. Er þetta lýsandi dæmi um íslenska gestrisni. Húnavershátíð var haldin um Jóns- messu 23.-25. júní og var það mjög góð helgi, sól og blíða eins og við lofum alltaf í Húnaveri. Við fórum rík af góð- um minningum frá helginni. Fengum við þangað góða gesti, Braga Hlíðberg og hans konu sem ekki munu hverfa okkur fljótt úr minni. Að hafa fengið að kynnast þeim og heyra þennan snilling spila var eftirminnilegt. Vonum við að þau hafi líka haft gaman af þessari helgi. Einnig skiptust þeir á harmonikum, Bragi og Einar Guðmundsson og spiluðu þeir saman eins og þeir hefðu aldrei gert ann- að. Hafði kona Braga orð á því að þetta hefði hann ekki gert í 40-50 ár. Svona stundir eru ógleymanlegar þeim sem hafa gaman af harmonikutónum. Aðalfundurinn fyrir árið 2000 var haldinn 15. október. Þar ákvað Svavar Jónsson að hætta formennsku en hann hefur átt við vanheilsu að stríða á þessu ári og var ósk hans tekin til greina. Nú er það helsta upp talið sem við framkvæmdum árið 2000. Fjölskylduhá- tíð í Húnaveri verður haldin um Jóns- messuna 2001 sem er helgina 22.-24. júní. Einnig viljum við geta þess að ekki verður haldið upp á 20 ára afmæli H.U.H. vegna þess að í haust var farið í mikil tækjakaup fyrir félagið. Núverandi st jórn H.U.H. er þannig: Formaður: Alda Friðgeirsdóttir, Þverbraut I. Blönduósi. Sími 452-4044 Gjaldkeri: Sigurður Pálsson, Þverbraut I. Blönduósi. Sími 452-4044 Ritari: Þórir Jóhannsson, Urðarbraut 8, Blönduósi. Sími 452-4215 Meðstjórnandi: Óli Björnsson, Urðarbraut 2, Blönduósi. Sími 452-4214 Við sendum okkar bestu kveðjur til allra harmonikuunnenda á landinu. Með ósk unt gott gengi í framtíðinni. Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum H.U.H. Þórir Jóhannesson, ritari llarmonikuhátídin Iðufelli lougoró/i 2001 Eigum skemmtilega og fjöruga verslunarmannahelgi 3.-6. ágúst, við að spila, hlusta á aðra og taka sporið. Stór húsvagna- og tjaldsvæði • Góð snyrtiaðstaða • Barnaleikvöllur. Verslun og öll þjónusta á staðnum og næsta nágrenni • Bar og veitingasalur. Samkomusalur 800 m2 samtengdur útivistarsvæði Markaðstorg: Þeir sem vilja geta fengið söluborð að kostnaðarlausu. Aðgangseyrir kr. 1.500.- alla helgina á mann • Óbreytt síðustu þrjú ár • Frítt fyrir börn Tjaldstæði innifalið. Allir eru hjartanlega velkomnir, harmonikuunnendur sem aðrir. Upplýsingar: Iðufelli, Laugarási Biskupstungum. Ferðaþjónustan Iðufelli Sími: 486 8600 16

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.