Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 19

Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 19
hlýða hugfangnar á. í bakgrunni liggja norskar skútur úti á lognkyrrum pollin- um. Þessa mynd málaði Emil í einni af heimsóknum sínum til Siglufjarðar um 1920, en hann var um skeið trúlofaður Emelíu dóttur sr. Bjarna Þorsteinssonar, tónskálds og þjóðlagasafnara. Tónlist þessa gamla tíma, harmonikan, dansarnir og myndlistin veita okkur inn- sýn í líf og aðstæður þess fólks sem þá var í blóma lífsins. Ekki er laust við að sú sýn sé böðuð gullnu ljósi og við fyll- umst söknuði eftir þeim heimi sem var nokkuð einfaldari og hljóðlátari en okkar. Sennilega höfum við öll fundið fyrir slík- um rómantískum og tregablendnum til- fínningum þegar fallega leikin harmon- ikutónlist hljómar á kyrru sumarkvöldi. Örlygur Kristfmnsson, safnstjóri Hátíð harmonikunnar í Glozsiboz Hátíð harmonikunnar 2001 í Glœsibæ. Hljóðfœraleikarar og stjórnendur taka við blómum í lokin. Margt manna var samankomið í lok starfsárs Harmonikufélags Reykjavíkur á Hátíð Harmonikunnar 28. apríl síðastlið- inn. Ekki skorti glæsibrag né stemningu, enda harmonikan í hávegum og unga fólkið í fararbroddi og gestaspilarar víða að. Frá HUV kom Rut Berg, systurnar, Björg og Oddný Björgvinsdætur, Sólberg Bjarki Valdimarsson, að ógleymdum kennara þeirra Yuri Fjodorov, sem er engin venjuleg fyrirmynd ungdómsins. Er árangur nemenda hans eftir því. Hljómsveit F.H.U.R., skipuð 6 spilurum, lék þama undir stjóm Daníels Bjamason- ar og heiðursfélagi F.H.U.R., Bragi Hlíð- berg lék listir sínar af alkunnu öryggi. Ur félaginu léku einnig þeir Guðmundur Samúelsson og Hreinn Vilhjálmsson. Þá kom fjöldi spilara fram úr H.R., allt frá einleikurum til stórra hljómsveita s.s. léttsveitin og Stormurinn. Hátíðin endaði á viðeigandi dansleik. Boðsgestum, spil- urum og fylgdarmönnum þeirra var boð- ið upp á kaffi og kökur baksviðs og ekki skorti hina hefðbundnu blómaafhendingu H.R. til þeirra er fram komu. Ritstjóra Harmonikunnar var boðið með maka sem fyrr, en slíku atriði tekur undirritaður með virðingu. Bestu þakkir til H.R. fyrir gott samstarf. H.H. Tímamótakveðjur Blaðið hefur fengið svohljóðandi ósk- ir í tilefni af 15 ára útgáfuafmælinu. Kæru hjón Hilmar og Sirrý Óskurn ykkur til hamingju nteð 15 ára útgáfu blaðsins ykkar. Megi það lifa í mörg ár enn. Kær kveðja Harmonikuunnendur Vest- urlands. Við óskum blaðinu Harmonikan og rit- stjóra þess hjartanlega til hamingju með 15 ára afmælið með von um að harmon- ikuunnendur á landinu gefi blaðinu þá gjöf sem því er áreiðanlega kærkomin, að fjölga áskrifendum verulega. Fyrir hönd harmonikufélags Vest- fjarða. Asgeir S. Sigurðsson. formaður H. V Dallas tjald til sölu Tilboð óskast í gleðhjallinn „Vot- múla“, sem er tvö herbergi ásamt veit- ingaaðstöðu. Honum fylgir hinn rétti „andi“ harmonikuunnandans og góðar óskir eigenda, um heillaríkt harmon- ikulíf eftir dauðann. Eitt örfárra tjalda á landinu sem hýst hafa brúðhjón á brúðkaupsnótt. Eigandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem berst, eða hafna öllum. Upplýsingar gefa Friðjón og Guðný í síma 568 6422. Til sölu Dino Baffetti harmonika fjögurra kóra Kassotto svört, eðal hljóðfæri. Skipti á þriggja kóra nikku vel hugsanleg. Upplýsingar í síma 482-1659 netfang oligyda@li.is Sérstakar þakkir Vegna Stjörnutónleika á nýrri öld Viljum færa eftirtöldum aðilum sérstakar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð varðandi Sjörnutónleika á nýrri öld í Langholtskirkju 5. maí síðastliðinn. Hljóðfæraverslun Leifs Magnús- sonar ehf. fyrir forsölu aðgöngu- miða. Guðna Þorsteinssyni vegna harmonikuviðgerðar og Eyþóri Guðmundssyni vegna myndatöku á tónleikum. Einnig Arna Elfar fyrir teikning- ar af listamönnunum, og Arna Arinbjarnar fyrir orgelleik. Hilmar Hjartarson og Grettir Björnsson 19

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.