Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 20

Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 20
HARMONIKAN • Ásbúö 17 • 210 Garðabær Allir harmonikuunnendur, fjölskyldur þeirra, og aðrir eru velkomnir, að skemmta sjálfum sér og öðrum á frábærum stað. Góð tjaldstæði og hótel á staðnum. Hátíðin ásamt dagskrá verður kynnt nánar í bréfi til formanna harmonikufélaganna þegar nær dregur. Hafa skal samband við Hótel Svartaskóg varðandi tjaldstæði og eða herbergi í síma 471-1030. Hin árlega sumarútilega Félags harmonikunnenda við Eyjafjörð og Harmonikufélags Þingeyinga verður að Breiðamýri í Reykjadal dagana 27.-29. júlí 2001 Á síðasta sumri var fjölmenni, - glens og gaman. Allir velkomnir. Gleymið ekki hljóðfærunum, dansskónum og söngröddinni. Alla hæfileika þarf að nýta. Upplýsingar hjá Jóhanni í síma 899-4842 og Þorgrími í síma 464-1618. Stjörnutónleikar á nýrri öld á myndbandi. Tónleikarnir í Langholtskirkju 5. maí í fullri lengd 2 1/2 tími. Góð upptaka, hljóð og mynd. Upplifið stórsnillinga í harmonikuleik, ásamt söng hinnar rússnesku söngkonu. Pöntunarsímar: Grettir Sími 557 4047 - Hilmar Sími 565 6385 - Verð kr. 3.000 Sumarhátíð Harmoníkufélags Héraðsbúa og Hótels Svartaskógar verður haldin Verslunarmannahelgina 3. -6. ágúst.

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.