Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 9

Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 9
Harmonikusafn á ísafirði Hið glœsilega harmonikusafn Asgeirs S.Sigurðssonar á Isafirði. Frá því að þessi mynd var tekin liefur safnið vaxið og dafiiað. Safnið verður opnað, formlega á nœsta ári, þegar landsmótið verður á Isafirði. Einhvem tímann lofaði ég því að festa á blað fáein orð unt þann vísi að hamon- ikusafni sem ég hef verið að koma upp á undanförnum árum. Það mun hafa verið kringum 1990 að kona hér á Isafirði gaf mér harmoniku sem eignimaður hennar, látinn fyrir all- mörgum árum hafði átt. Harmonikan er af Soprani gerð með bognu nótnaborði og sennilega framleidd á árunum milli 1930 og '40. Var harmonikan mjög illa farin, belgurinn ónýtur, vantaði nótur og svo framvegis. Með framlagi góðra manna er þessi harmonika nú spilahæf. Einu eða tveimur árum síðar var mér gefin Scandalli harmonika sem fannst hér á ruslahaugunum. Búið var að jafna mold yfir svo að aðeins sást í hluta af nótna- borðinu. Athugull starfsmaður Ahalda- hússins bjargaði henni á síðustu stundu. Þegar hér var komið fór ég að fá áhuga fyrir að safna harmonikum og fór að bera mig eftir þeim. Hafði ég þá samband við þá harmonikuleikara, sem mér datt í hug að gætu átt slíka gripi. Það sem mér finnst skipta ntiklu máli er að fá sem bestar upplýsingar urn sögu hljóðfæris- ins, hverjir hafa átt það og á hvaða tím- um, hver hefur verið spilað á það, á ég þá við byggðarlög eða sveitir. Gott dæmi um slíkt er Soprani Paola harmonikuna sem ég fékk norðan úr Strandasýslu síð- asta vetur. Með henni fylgdu ótrúlega miklar upplýsingar og ber hún þess merki að hafa haldið uppi dansleikjum á sínu svæði. Eg held að ég hafi aldrei séð jafn ntikið spilaða harmoniku. Dæmi um harmoniku sem hefur fengið sérlega góða meðferð er einföld harmon- ika sem ég fékk nú í sumar. Hún er keypt til landsins árið 1920 og hefur aðeins ver- ið í eigu tveggja manna áður en ég eign- aðist hana, ótrúlega vel með farin. Ég hef mikið velt fyrir mér hvort þess- ar 30-40 harmonikur sem ég hef eignast geti talist safn, hvort þær eru nógu marg- ar eða merkilegar til þess. Til baka verður ekki snúið og safn skal þetta verða, hvenær svo sem það verður formlega opnað. Að endingu vil ég segja að það hefur í ótrúlega mörgum tilvikum verið á síðustu stundu sem ég hef frétt af harmonikum sem hefur átt að fara að henda úr ein- hverjum kjöllurum. Einnig veit ég um a.m.k. þrjú tilvik þar sem merkilegum safngripunt hefur verið hent. Þá hef ég verið of seinn, og einu sinni munaði ein- um degi. Ég læt fylgja ntynd af safninu eins og það var í sumar, en eitthvað hefur bætst við síðan. Asgeir Sigurðsson á Isafirði. Skoskur harmonikuleikari á vegum S.I.H. U Gary Blair Til íslands Gary Blair er skoskur harmonikuleikari, þekkt- ur víða unt heim. Hann hefur víða farið til tón- leikahalds, ýmist einn eða með hljómsveit sinni. Meðal landa sem hann hefur leikið í eru Bandaríkin, Kanada, Belgía, Sviss, Dubai og Kúveit. Hann leikur ekki aðeins skoska tónlist, heldur hefur tónlist hans mjög vítt svið. Hann er fenginn til að spila við öll möguleg tækifæri heima fyrir, við brúð- kaup, á ceilid dansleikjum, tónleikum og á harmonikuhátíðum víðs vegar um Bret- landseyjar, þar sem hann þykir ómissandi. Hann er búinn að spila á harmoniku í nærri 30 ár, lærði í „The Jimmy Blair Accordion school’* sem for- eldrar hans ráku. Auk spilamennskunnar kennir hann á harmoniku í heimaborg sinni, Renfrew í Skotlandi. Hingað kem- ur Gary í byrjun júlí n.k. á vegum S.Í.H.U. Hann mun ferðast um landið með að- stoð hinna ýrnsu harmonikufélaga og halda tónleika. Óli Tlt. 9

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.