Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 12

Harmoníkan - 01.05.2001, Blaðsíða 12
Norroznir meistarar í harmonikuleik Fimm norrænir harm- onikuleikarar héldu tón- leika í Norræna hiifinu þriðjudaginn 27. mars síðastliðinn. Tónleikar þessir voru fjölbreyttir, sannkallaður harmoniku- viðburður. Tónleikarnir voru samstarfsverkefni Norrænu stofnananna á Alandi og Grænlandi, Norrænu húsanna í Þórs- höfn og Reykjavík. Einnig áttu hlut að máli Norræna stofnunin í Finn- landi, Musik i vást í Sví- þjóð, Harmonikufélag Reykjavíkur og Félag harmonikuunnenda í Reykjavík Efri röð frá v. Bent Andersson (f. 1950) Svíþjóð hóf að leika á harmoniku 5 ára gamall. Hann hefur verið píanóleikari og orgelleikari í ýmsum hljómsveitum og spilað popp, rokk og blús. María Kal- aniemi (f. 1964) Finnlandi hefur skapað sér nafn sem harmonikuleikari og tón- skáld á alþjóðlegum vettfangi. Hún út- skrifaðist frá alþýðutónlistardeild Síbelí- usarakademíunnar í Helsinfors 1990. Gréta Sundström (f. 1958) harmoniku- drottning Alandseyja var aðeins 14 ára er hún vann sína fyrstu harmonikukeppni. Johan Kullberg (1979) frá Svíþjóð. Byrj- aði að fikta við harmonikuna 3 ára gam- all. Hann var aðeins 7 ára þegar hann kom fyrst fram í sjónvarpi, og upp frá því hefur hann verið fastur gestur í sænska sjónvarp- inu. Hann leikur á tveggja raða harmoniku og sigr- aði í yngra flokki nor- rænu meistarakeppninnar 1989 og hélt titlinum í 6 ár. Varð norrænn meistari í harmonikuleik 1995 og hreppti samatitil 1997 og 1998. Jon Faukstad (1944) er prófessor í harmonikuleik við norska tónlistarháskólann í Osló. Hann er jafnvígur á al- þýðu-,dans-og nútímatón- list og hefur starfað með mörgum tón- skáldum og frumflutt verk þeirra. Sitj- andi frá v. Timo Alkotila finnskur píanó- leikari og Svíinn Michael Krönlein bassaleikari. I tilefni af tónleikunum var gefinn út geisladiskur. Héðan héldu tón- listarmennirnir til Grænlands og Færeyja. H.H. Geitungen á árshátíð FH-U.R. og Þjóðdansafélags Reykjavíkur Norska hljómsveitin Geitungen sem lék á árshátíð Félags harmonikuunnenda í Reykjavík og Þjóðdansafélags Reykjavíkur 10. mars. Stórskemmtilegir tónlistarmenn með rœtur, í þjóðlegri tónlistarhefð. F.v. Viðar Skrede, Christer Rossebtí, HÁvard Ims, norskur meistari á tvítónaharmoniku. Verðlaun Á 15 ára stofndegi blaðsins voru dregin út nöfn fjögurra áskrifenda. Verðlaun voru aðgöngumiði á Stjörnutónleika í Langholtskirkju þann 5. maí. Hinir heppnu voru Bjarni L. Thorarensen í Hrísey, Frosti Gunnarsson frá Súðavík, Birna Hjaltalín Pálsdóttir úr Bolunarvík og Gísli Geirsson frá Byggðarhorni í Flóa. Hamingjuóskir frá Harmonikublaðinu. Heimasíða filþjóðlega Frosinifélagsins Alþjóðlega Frosinifélagið með Lars Ek sem aðaldriftjöður hefur stofnað sér- staka harmonikuheimasíðu á netinu, slóðin er www.frosinisociety.org Allir þeir sem hafa spilað inn harmonikutón- list eiga nú möguleika að koma tónlist sinni á framfæri án kostnaðar á netið. Sendu þína tónlist á nótum ásamt bréfi með viðeigandi skýringu til Lars Ek Högvallavagen 9, 131 46 Nacka, Sweden. Eða í tölvupóst Iars@musikskradderiet.se. Sendið niynd ásamt kynningu af höfundi. Verið með og byggið upp harmonikurás fram- tíðarinnar á netinu. FERÐALAG Harmonikufélag Þingeyinga fer i skemmtiferð til Borgarfjarðar síð- ustu helgina í júní. Dansleikur verður í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit laugardaginn 30. júní.Við hvetjum fólk til að mæta og hitta góða félaga. Sími - 464 1618 12

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.