Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Side 1
 Viðgerðir og smurstöð - Sími 48 7 3235 BRAGGINN Réttingar og sprautun Bílaverkstæði - Flötum 20 - Sími 48 7 1535 38. árg. I 06. tbl. I Vestmannaeyjum 10. febrúar 2011 I Verð kr. 300 I Sími 481-1300 I www.eyjafrettir.is SNJÓR í Eyjum -Mynd Óskar Pétur Sáttaleiðin felur í sér mikla óvissu fyrir Vestmannaeyjar: Minni vinna og færri skip -Alls gætu 4500 þorskígildi flust héðan öðrum til ráðstöfunar Von er á tillögum sjávarútvegs- ráðherra á næstu vikum um breytta stjórnun fiskveiða. Ekkert hefur lekið út um innihaldið nema að tekið verði mið af svokallaðri sátta- leið. Eftir því sem næst verður komist er ekki spuming hvort tekið verður af aflamarksskipum heldur hve há prósentan verður. I dag er svokallaður ráðherrapottur um sex prósent en talið er að hann geti jafn- vel farið upp í 20 prósent sem hefði hrikalegar afleiðingar fyrir Vest- mannaeyjar. Sigurjón Oskarsson, útgerðar- maður, vakti athygli á þessu á fundi Samtaka atvinnulífsins í síðustu viku. Sigurjón hefur tekið saman aflamark einstaklingsútgerða í Eyjum sem eru um 14 þúsund þorskígildi. I dag fara sex prósent í byggðakvóta og fleiri potta, sem ráðherra hefur yfir að ráða. Em það um 840 þorskígildi sem tekin eru beint af einkaútgerðinni í Eyjum. Sigurjón sagði að verði niðurstaðan að hluturinn verði hækkaður í 20 prósent verði 2000 þorskígildi til viðbótar tekin af einstaklingsút- gerðum í Vestmannaeyjum. Samtals tæp 3000 þorskígildi. Samtals hafa Isfélag og Vinnslu- stöð yfir að ráða liðlega 12 þúsund þorskígildum og sé sömu reikn- ingsaðferð beitt eru þegar tekin af þeim liðlega 700 þorskígildi. Verði niðurstaðan 20 prósent, bætast við rúm 1500 þorskígildi. Það verða því um 4500 tonn sem yrðu flutt frá Vestmannaeyjum, öðrum til ráð- stöfunar. „LÍÚ hefur ekkert fengið að vita hvað er að gerast í pottamálunum og því síður einstakir útgcrðarmenn," sagði Stefán Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Isfélagsins. „Atli Gíslason sagði á fundi hérna um daginn að pottarnir fæm í 10%, úr 6%, og okkur fannst nú nóg um það! Það er alveg ljóst að síðustu kílóin skila mestu og því væri hér um stórtjón að ræða fyrir okkur, fyrir fólkið sem vinnur hjá okkur og fyrir samfélagið ef vinnan yrði minnkuð um þetta mikið. Eftir stæðu verr nýtt skip og búnaður og húsnæði í landi, fastur kostnaður, lán og fl. Allt virðist þetta snúast um að færa frá Vestmannaeyjum og til einhverra annarra.“ Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðv- arinnar, tók ennþá dýpra í árinni. „Eg hef hlerað að ríkið ætli að taka til sín í byggðakvóta allt upp í 20%. Fyrir okkur, Eyjamenn, þýðir það að við þurfum að leggja nokkrum bátum og minnka vinnu í fisk- vinnsluhúsunum, þjónusta iðn- fyrirtækja minnkar, skatttekjur bæjarins minnka og fólki fækkar,“ sagði Sigurgeir og bætti við: „Kvótinn verður fluttur í þau byggð- arlög sem em stjómmálamönnum þóknanleg og reynslan sýnir að það eru ekki Vestmannaeyjar." Díoxínmengunin: Eyjamenn skoðaðir Sóttvarnalæknir ætlar að setja af stað sérstaka heilsufarsrannsókn á íbúum á ísafirði, Vestmannaeyjum og Kirkjubæjarklaustri vegna díoxínmengunar. Mengun greind- ist í töluverðu magni í búvörum og fóðri hjá bændum í nágrenni sorpbrennslunnar á Isafirði og bændur næst brennslunni þurfa að bregða búi í kjölfarið. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, sagði að ákvörðun um að rann- saka íbúana hefði verið tekin í gær og nú væri verið að undirbúa framkvæmdina. Eins og greint hefur verið frá mældist díoxín- mengun tuttugufalt yfir mörkum á fsafirði árið 2007, 95 falt á Kirkjubæjarklaustri og 84 sinnum yfir mörkum í Vestmannaeyjum. Haraldur sagði að það þyrfti ekki að sýna að mengun væri meiri í Vestmannaeyjum þar sem hér væri miklu minni ofn auk þess sem tími og magn skipti miklu máli. „Sjúkdómsgreining á fólki fyrir vestan er ekkert öðruvísi en annars staðar á landinu. Það eru ýmsar aðferðir til að mæla þetta t.d. í blóði og það er hægt að athuga hvort blý er í hári og ég á allt eins vona á að þeirri aðferð verði beitt, Við reiknum með að vera með íbúafundi fyrir íbúana fljótlega þar sem framkvæmdin verður kynnt betur,“ sagði Har- aldur en Umhverfisstofnun ætlar að vera með viðamikla rannsókn þar sem hætta er á mengun, s.s. við sorpbrennslustöðvar og álver. Efnið díoxfn getur haft ýmiss konar áhrif á fólk, er t.d. talið vera krabbameinsvaldandi og getur einnig haft getuleysi í för með sér. Þýfið úr Gull- búðinni fundið Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur upplýst innbrot í Gullbúðina við Vestmannabraut sem tilkynnt var að morgni gamlársdags 2010. Brotin var rúða í versluninni og skartgripum og úrum sem voru f glugganum stolið. Verðmæti þýf- isins skipti hundruðum þúsunda króna. Aðili sem handtekinn var við rannsókn málsins og grunaður var um verknaðinn er talinn eiga hluta að máli. Þýfið úr innbrotinu er að mestu endurheimt. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVOÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI net j feJL VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ÞJÓNUSTUAÐILI í EYJUM FLATIR 21 / S. 481-1216 / GSM. 864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.