Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar 2011
19
Iþróttir
Kristín Erna
áfram
í síðustu viku skrifaði marka-
maskínan Kristín Ema Sigurlás-
dóttir undir nýjan tveggja ára
samning hjá IBV. Kristín Ema
hefur verið helsti markaskorari
liðsins undanfarin ár og tölfræðin
er ekki amaleg hjá þessum mikla
markaskorara því alls hefur hún
leikið 52 leiki fyrir ÍBV í deild og
bikar og skorað í þeim 51 mark.
Þá voru þær kynntar til leiks, serb-
nesku leikmennirnir tveir, þær
Danka Podovac og Vesna Smilj-
kovic. Danka er 28 ára gömul og
hefur leikið 86 leiki og skorað 45
mörk hér á landi með Keflavík,
Fylki og Þór/KA. Vesna er 27 ára
og hefur leikið 105 leiki og skorað
43 mörk með Keflavík og
Þór/KA. Báðar frá Serbíu.
Jón Óli og íris þjálfa
Við sama tækifæri skrifuðu þjálf-
arar liðsins undir samning. Jón
Olafur Daníelsson heldur áfram
með liðið en hann kom einmitt
ÍBV upp í efstu deild síðasta
sumar þegar ÍB V vann 1. deildina.
Honum til aðstoðar í sumar verður
íris Sæmundsdóttir, fyrmrn fyrir-
liði ÍBV og landsliðskona í
knattspymu. Þau verða því við
stjórnvölinn hjá sitt hvorum
meistaraflokkinum, hjónakomin
Iris og Heimir Hallgn'msson.
Töpuðu fyrir
Keflavík eftir
vítaspyrnu-
keppni
ÍBV mætti Keflavík á laugar-
daginn í úrslitaleik Fótbolta.net
mótsins en leikur liðanna fór fram
í knattspyrnuhöllinni Kómum í
Kópavogi. Andri Ólafsson kom
IBV yfir úr vítaspyrnu í fyrri
hálfleik en Keflvíkingar jöfnuðu
metin í þeim síðari þannig að grípa
varðtil vítaspymukeppni. Þarmis-
notaði ÍBV þrjár spyrnur, m.a.
klikkuðu báðar vítaskyttur síðasta
sumars, Tryggvi Guðmundsson og
Albert Sævarsson, en Keflvíkingar
misnotuðu aðeins tvær spymur og
höfðu því betur 4:3.
Jafntefli og
tap hjá ÍBV
Kvennalið ÍBV f knattspymu lék
tvo leiki í Faxaflóamótinu um
helgina. Fyrst töpuðu stelpumar
illa fyrir Breiðabliki en lokatölur
urðu 8:0. Daginn eftir léku
stelpumar svo gegn Aftureldingu
en lokatölur urðu 1:1. Mark ÍBV
skoraði Þórhildur Ólafsdóttir en
Afturelding jafnaði í blálokin.
ÍBV hefur lokið keppni í mótinu en
liðið lék þijá leiki, tapaði tveimur
og gerði eitt jafntefli.
Björn
Kristmanns
lánaður í
Fjölni
Handknattleiksmaðurinn Bjöm
Kristmansson mun leika með
Fjölni út þetta tímabil. Bjöm er í
námi í Reykjavík og hefur æft með
Fjölni í vetur en leikið með ÍBV.
Það sama gerir Daði Magnússon
en hjá Fjölni hittir Bjöm fyrir
annan Eyjamann, Óttar Stein-
grímsson.
1. deild karla: ÍBV - FH U 26:25
Stelpurnar halda kúrs
- eiga góða möguleika á að komast upp í fjórða sætið um næstu
helgi þegar ÍBV tekur á móti FH og Fylkir tekur á móti Val
Kvennaiið ÍBV hefur ekki mis-
stigið sig í baráttunni um fjórða
sætið en liðið situr nú í íimmta
sæti N1 deiidarinnar, einu stigi á
eftir Fylki sem er í fjórða sæti. Nú
síðast lögðu stelpurnar Hauka að
velli á útivelli en sigurinn er ekki
síst sætur fyrir þá staðreynd að
Haukar höfðu unnið IBV í Eyjum
í vetur þegar liðin mættust í
Islandsmótinu. En lokatölur í
leiknum í Hafnarfirði um helgina
urðu 21:27 eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 8:11.
Þar með hefur IBV unnið fimm
síðustu leiki sína, þar af þrjá á úti-
velli. ÍBV hefur unnið FH, Gróttu
og Hauka á útivelli en Fylki og IR á
heimavelli. Næsti leikur IB V er ein-
mitt á heimavelli næsta laugardag
þegar IBV tekur á móti FH.
Það er forvitnilegt að velta fyrir sér
möguleikum IBV að ná hinu mikil-
væga fjórða sæti en fjögur efstu
liðin fara í úrslitakeppni um
íslandsmeistaratitilinn. ÍBV á eftir
að spila við FH, Fram og Val á
heimavelli og HK og Stjömuna á
útivelli en þrír síðustu leikimir em
gegn efstu þremur liðunum sem eru
TRAUST. Þórsteina Sigurbjöms-
dóttir hefur reynst hinu unga liði
ÍBV vel í vetur enda einn leik-
reyndasti leikmaður liðsins.
í nokkrum sérflokki. Fylkir á hins
vegar eftir að spila gegn Val,
Haukum og Stjörnunni á heimavelli
og úti gegn HK. Fylkir á því örlítið
auðveldari leiki eftir og er auk þess
stigi á undan IBV en allt getur þó
gerst. I næstu umferð á ÍBV einmitt
heimaleik gegn FH á meðan Fylkir
tekur á móti Val og ef allt fer eftir
bókinni, þá gæti IBV komist upp í
fjórða sætið strax um næstu helgi.
Mörk IBV: Þórsteina Sigurbjöms-
dóttir 6, Aníta Elíasdóttir 6, Renata
Kári Horvath 4, Guðbjörg Guð-
mannsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 4,
Rakel Hlynsdóttir 2, Sandra Gísla-
dóttir 1.
N1 deild kvenna
Valur 13 12 0 1 461:245 24
Fram 13 12 0 1 447:264 24
Stjaman 13 10 0 3 436:334 20
Fylkir 13 8 0 5 375:340 16
ÍBV 13 7 1 5 331:357 15
HK 13 5 1 7 339:372 11
FH 13 5 0 8 312:330 10
Haukar 13 3 1 9 293:382 7
Grótta 13 1 1 11 285:408 3
ÍR 13 0 0 13 211:458 0
1. deild karla: ÍBV - FH U 26:25
Aftur naumur sigur gegn
liði í neðri hlutanum
Eyjamenn hafa farið rólega af
stað eftir áramót í 1. deildinni.
Liðið hefur nú spilað tvo heima-
leiki gegn liðum í neðri hluta deil-
darinnar en í báðum leikjunum
hafa Eyjamenn verið í miklu
basli. En oft er sagt að það sé
einkenni góðra liða að spila illa en
vinna samt og vonandi á það við
um ÍBV. Nú síðast lagði ÍBV ung-
mennalið FH að velli með minnsta
mögulega mun, 26:25.
Leikurinn var, eins og leikurinn
gegn Fjölni, ekki mikið fyrir augað
handboltalega séð. En samt sem
áður var skemmtanagildið mikið
enda báðir leikimir spennandi fram
á lokamínútu. En líklega hefðu
stuðningsmenn IBV kosið auðveld-
ari sigra gegn liðum í neðri hlut-
anum og meiri spennu í leikjum
gegn toppliðunum. Staðan í hálfleik
var 15:12 en gestirnir ungu úr
Hafnarfirðinum náðu um tíma
þriggja marka forystu í seinni
hálfleik, 20:23. En Eyjamenn náðu
að snúa leiknum sér í hag á loka-
sprettinum og landa sigri.
IBV er sem fyrr í fjórða sæti
deildarinnar, nú fímm stigum á
undan ungmennaliðum FH og
Selfoss. Þessi tvö lið em ekki með í
baráttunni um að komast í umspilið
þar sem þau mega ekki spila í
FYRIRLIÐINN, Sigurður Bragason í kunnuglegum stellingum. Stuttu
síðar lá boltinn inni en Sigurður skoraði alls átta mörk gegn FH U.
úrvalsdeild. Helsti keppinautur ÍBV
um fjórða sætið er því Víkingur,
sem er sex stigum á eftir IBV en
Eyjamenn sækja einmitt Víkinga
heim á laugardaginn í sfðasta
leiknum áður en 3. umferð deild-
arinnar þefst.
Mörk IBV: Sigurður Bragason 8,
Gísli Jón Þórisson 4, Grétar Eyþórs-
son 3, Davíð Þór Óskarsson 3,
Leifur Jóhannesson 2, Brynjar Karl
Óskarsson 2.
Varin skot: Kolbeinn Amarson 10,
Þorgils Orri Jónsson 7.
1. deild karla
Grótta 13 11 1 1 391:304 23
ÍR 13 9 1 3 386:343 19
Stjaman 13 9 0 4 385:317 18
ÍBV 13 6 3 4 335:339 15
FHU 13 5 0 8 339:350 10
Selfoss U 13 5 0 8 337:398 10
Víkingur 13 4 1 8 381:384 9
Fjölnir 13 0 0 13 293:412 0
Á dögunum fór fram úrslitaleikur í einstak-
lingskeppni Olísmótsins í snóker. Mótið er reyndar
sveitakeppni, þar sem sex leikmenn úr Kiwanis,
Oddfellow og Akóges leika sín á milli. Sú sveit sem
fær flesta vinninga stendur uppi sem sigurvegari
mótsins og í ár, eins og svo oft áður, var það sveit
Kiwanis sem vann mótið. En í lok mótsins spila
þrír bestu leikmenn klúbbanna þriggja til úrslita í
einstaklingskeppninni. I undanúrslitum lagði
Sigurjón Birgisson, úr Oddfellow, Guðmund
Jóhannsson úr Kiwanis og mætti því Gunnari Geir
Gústafssyni úr Akóges í úrslitum. Gunnar Geir
hafði þar sigur, 3:0 og var vel að sigrinum kominn.
Nú er hafið annað opið mót meðal klúbbanna
þriggja, Tvistmótið svokallaða og verður sagt frá
úrslitum mótsins þegar að því kemur.
Efstu þrír í Olísmótinu í snóker ásamt forsvars-
mönnum OIís í Vestmannaeyjum.
Iþróttir
Eyjamenn
stefna á úr-
slitakeppnina
Eyjamenn stefna hraðbyri á úr-
sltakeppni 2. deildar í körfubolta.
í annað sinn mætti ÍBV Álftanesi
á tæpri viku, ÍBV sigraði þegar
liðin mættust í Eyjum og svo aftur
á föstudaginn á Álftanesi. Loka-
tölur urðu 63:87 en ÍBV og HK
hafa bæði aðeins tapað einum leik
í B-riðli.
Reyndar er ÍBV enn í þriðja sæti
riðilsins þar sem liðið hefur leikið
færri leiki en flest önnur lið
riðilsins. í öðru sæti er Reynir frá
Sandgerði en Eyjamenn taka ein-
mitt á móti Reyni á sunnudaginn
og hefst leikur liðanna klukkan
i 2:30. Annars var sigurinn gegn
Álftanesi nokkuð góður, sérstak-
lega í ljósi þess að Sigurjón
Lárusson var ekki með IBV í
leiknum og munar um minna.
Stig IBV: Jón Gunnar Magnússon
28 stig, Þorvaldur Kristjánsson 17,
Brynjar Ólafsson 15, Hlynur
Andrésson 7, Kristinn Þór Jóhann-
esson 6, Daði Guðjónsson 5.
2. flokkur úr
leik í bikarnum
2. flokkur karla tók á móti FH í
íslandsmótinu á laugardaginn.
Eyjamenn voru yfír í hálfleik
16:14 en FH-ingar reyndust
sterkari í síðari hálfleik og unnu
26:28. ÍBV er í áttunda og næst-
neðsta sæti 1. deildar með fjögur
stig eftir átta leiki. Liðin mættust
svo aftur á mánudaginn í
bikarkeppninni en þá í Hafnarfirði.
Þar reyndust heimamenn sterkari
og en þeir unnu með tíu mörkum,
31:21 eftir að staðan í hálfleik var
14:13.
3. flokkur kvenna lék á útivelli
gegn Fylki 1 og Haukum 1 um
helgina og töpuðust báðir leikimir,
fyrst 27:23 gegn Fylki og svo
28:20 gegn Haukum 1. ÍBV er í
níunda og næstneðsta sæti 1. deild-
ar með þrjú stig eftir ellefu leiki.
4. flokkur kvenna lék fjóra leiki í
vikunni sem leið. A- og B-liðin
léku gegn HK á laugardaginn, A-
liðið tapaði 20:18 og B-liðið
18:12. Daginn áður hafði B-liðið
tapað gegn Fylki 9:14. A-liðið lék
svo gegn Stjörnunni og tapaði
9:31.
Þá lék minniboltinn í körfunni á
heimavelli um helgina þegar 3.
umferð íslandsmótsins fór fram.
ÍBV lék í C-riðli en tapaði öllum
leikjum sínum, flestum mjög
naumlega og féll því í D-riðil.
Framundan
Laugardagur 12. febrúar
Kl. 18:00 IBV-FH
N1 deild kvenna.
Kl. 13:00 Víkingur-fBV
1. deild karla.
Kl. 15:00 ÍBV-Selfoss 2
3. flokkur karla.
Kl. 15:00 ÍBV-FH
4. flokkur kvenna, A- og B-lið.
Kl. 18:00 Keflavík-ÍBV
FM-mót 2. fl. karla í knattspymu.
Sunnudagur 13. febrúar
Kl. 11:30 ÍBV-Afturelding 2
3. flokkur karla.
Kl. 11:30 ÍBV-Fylkir
4. flokkur karla.
Kl. 12:30 ÍBV-ReynirS.
2. deild karla, körfubolti.
Kl. 13:00 ÍBV-FH 1
3. flokkur kvenna.
Kl. 13:00 ÍBV-Fylkir
4. flokkur karla, B-lið.
Kl. 13:30 ÍBV-Fram
2. flokkur karla.