Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 20
(FRÉTTIRI þlús t? ™ M ”ERÐIR UJVIBOÐ ÍSYJUjVJ: Frétta- og auglýsingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 TAXI @845 8125 HVOLSVÖLLUR OG NÁGRENNI MÆÐGININ Einar Sigurðsson og Guðbjörg Matthíasdóttir voru meðal margra sem voru við opnun Einarsstofu á þriðjudaginn. Sjá nánar á bls. 7. Bræðsludeilan - Allt stefnir í verkfall á þriðjudaginn: Útilokað að semja við lítinn hóp -segir Arnar Sigurmundsson hjá SA - Nær til 18 í Eyjum Starfsmenn FIVE og FES í Vest- mannaeyjum samþykktu á mánu- daginn að boða til verkfalls í næstu viku. Fyrirhugað verkfall hefst klukkan 19:30 á þriðjudag en auk þess munu félagsmenn í Afli, fyrir austan fara í verkfall og starfsmenn loðnubræðslunnar á Akranesi munu sömuleiðis leggja niður störf til að sýna stuðning við kjarabaráttu Aust- firðinga og Eyjamanna. Verkfall hafði áður verið boðað en Félagsdómur dæmdi þann gjörning óiöglegan. Atti verkfallið að vera stigskipt, fyrst þriggja sólahringa vinnustöðvun 7. febrúar, aftur 14. febrúar og svo ótímabundið frá 21. febrúar. Verkfallið sem hefst á þriðjudaginn er hins vegar ótíma- bundið. Kosning um verkfallsboðunina fór fram á mánudaginn. A kjörskrá í Vestmannaeyjum voru 18 og kusu þeir allir. Fjórtán sögðu já eða um 77,8%, einn sagði nei eða 5,6% og auðir seðlar voru 3 eða 16,6%. Hjá Afli samþykktu um 75% þeirra sem greiddu atkvæði verkfallsboðunina. Verkfallið nær til loðnubræðslna á Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Hornafirði, í Vestmannaeyjum og á Akranesi. Eftir standa loðnubræðslur á Þórs- höfn og í Keflavík. Farið er fram á 27% launahækkun en samninganefnd stéttarfélaganna hafði komið til móts við Samtök atvinnulífsins í samningaviðræðum sínum með kröfu um lægri prósentu. Samningsaðilar hafa hins vegar ekki náð saman og því stefnir allt í verk- fall. Næsti samningafundur hefur verið boðaður í dag, fimmtudag, klukkan eitt en Arnar Sigurmundsson, sem situr í samninganefnd SA segist ekki vera bjartsýnn á að verkfalli verði afstýrt. „Það er einfaldlega útilokað fyrir Samtök atvinnulífsins að semja um allt aðrar launabreyt- ingar við einn lítinn hóp en heildina. Eitt af því er samningstíminn sem menn verða að ræða saman á víðari grundvelli." Arnar segir jafnframt að ekki hafi verið hægt að ganga að breyttum til- lögum stéttarfélaganna. „Þeir lögðu til að samið yrði til 10 mánaða og að Jaunabreytingin yrði 10%. En um leið og við semjum við einn lítinn hóp af heildinni erum við að leggja línuna fyrir alla hina.“ Er þá ekki tilganslaust að vera í viðræðum ef ekki á að semja við þennan hóp? „Það er skylda okkar að gera okkar besta til að koma í veg fyrir verkfall og ná samningi. Við reynum það auðvitað en það er hægt að semja á öðrum forsendum og binda kjara- samning þessa hóps við kjarasamn- ing starfsfólks fiskvinnslustöðva, eins og gert var síðast þegar samið var við starfsmenn í bræðslunum," sagði Arnar að lokum. Loðnuveiðar að stöðvast - Byrjað að frysta loðnu: Fullir samningsvilja en er ekki bjartsýnn ef marka má viðbrögð SA -segir formaður Drífanda stéttarfélags - Fundur í dag Nú er bullandi loðnuvertíð, um tíu tíma sigling á miðin, bræðsla í full- um gangi og frysting hafin í frysti- húsi Isfélagsins. Stöðvarnar taka hins vegar ekki á móti meira hráefni í bili og allt kapp lagt á að vinna hráefnið áður en, og ef til boðaðs verkfalls kemur nk. þriðjudag. Páll Scheving, verksmiðjustjóri FES, sagði stefnt að því að ljúka bræðslu á hráefni seinni part þriðjudags. „Það lítur þannig út núna, en skip Isfélagsins landa afla áfram á Þórshöfn þar sem starfs- menn hafa ekki boðað verkfall. Við höfum tekið á móti 12.000 tonnum til bræðslu og frysting hófst á sunnudag.“ Bjöm Brimar, framleiðslustjóri sagði frystingu ganga mjög vel þegar talað var við hann á mið- vikudagsmorgun en þá var unnin loðna úr Júpiter sem landaði um nóttina. „Loðnan er mjög stór og fín og hefur ekki verið svona stór í mörg ár. Þetta á að fara á Rússland og við vomm að byrja að frysta á svokallað Japansmix á þriðjudag," sagði Björn Brimar en unnið var á vöktum í frystihúsinu. „Skipin eru á miðunum og koma til með að landa aflanum á Þórshöfn," sagði Eyþór Harðarson, útgerðar- stjóri Isfélagsins, þegar hann var spurður út í stöðuna. „Við erum búnir að ná í tæplega helming af 52 þúsund tonna aflaheimildum en staðan er óljós og ekki að heyra af fjölmiðlum að samningar séu að takast. Sigurður Friðbjömsson, í FIVE, sagði að þar væri búið að landa um 10.200 tonnum af loðnu og stefnan að ljúka vinnslu á hráefninu á þriðjudag. „Það vom allir að vonast eftir viðbót á aflaheimildum en ekki verkfalli," sagði Sigurður en skip Vinnslustöðvarinnar em nú í höfn. Nægt hráefni er fyrir bræðsluna og ekki hægt að taka á móti meiru til vinnslu áður en fyrirhugað verkfall skellur á. Sindri Viðarsson í Vinnslustöðinni sagði í gær, miðvikudag, að bátar félagsins séu hætti veiðum í bili. „Við erum að byrja að frysta og eigum hráefni fram á þriðjudag. Komi til verkfalls er óvíst með framhaldið,“ sagði Sindri. Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags, sagðist reikna með að samningafundar yrði í dag, fimmtu- dag þó ekki hefði verið boðað til hans þegar rætt var við hann í gær, miðvikudag. „Við emm fullir samn- ingsvilja en ég er ekki bjartsýnn miðað við það sem atvinnurekendur hafa látið hafa eftir sér í fjöl- miðlum,“ sagði Arnar en verkfallið er boðað frá og með klukkan 19.30 á þriðjudag VIKUTILBOÐ 10. -16. febrúar Egils Jólaöl 0,5 itr vcró nú kr 60,- verð óður kr 178,- Koala súkkulaði kex verð nú kr 168,- verð óður kr 248,- Spigadoro pasfa 500 gr verð nú kr 185,- verð óður kr 248,- Milka súkkulaði 100 gr verð nú kr 228,- verð úður kr 298,- Búrf. Nautagúllas frosið verð nú kr/kg 1698,- verð óður kr/kg 2298,- SS Vinarsnitsel verð nú kr 398,- verð óður kr 550,- OPNUNARTIMI: Món. - Föst. kl. 7.30 - 19.00 Lauganlaga kl.10.00 - 19.00 Sunnudaga kl.11.00 -19.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.