Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar2011
9
Glitfaxaslysið snerti alla Islend-
inga en hvergi varð höggið
þyngra en í Vestmannaeyjum
-Tólf Vestmannaeyingar fórust í þessu slysi sem enn er greypt í huga þeirra sem
áttu ættingja í slysinu eða tengdust því á annan hátt þó 60 ár séu síðan
FLUGVÉLAR á flugvellinum í Vestmannaeyjum: Margt hefur breyst frá því Glitfaxi fórst í janúar 1951, bæði eru flugvélarnar betri og öryggi í
flugi hefur aukist.
Augnabliksminning - Þegar Glitfaxi hrapaði
-Gísli Valtýsson missti föðurafa sinn í slysinu - Var þá tæplega fimm ára
Þann 31. janúar 1951 fórst
flugvélin Glitfaxi í aðflugi að
Reykjavíkurflugvelli. Hún var
að koma frá Vestmanna-
eyjum og um borð voru 20
manns, sautján farþegar og
þriggja manna áhöfn. Það var
suðvestan átt og gekk á með
éljum sem var m.a. ástæða
þess að bíða þurfti í
Vestmannaeyjum eftir að létti
til. Glitfaxi varð frá að hverfa
eftir að hafa gert tilraun til að
lenda í Reykjavík. í annarri
tilraun var vélin komin niður í
700 fet og í stefnu á
Reykjavíkurflugvöll. Ekki leist
flugstjóranum á aðstæður því
hans síðustu orð eru: „Við
erum komnir niður í 700 fet.
Ég veit ekki hvernig þetta
verður."
Glitfaxaslysið snerti alla
íslendinga en hvergi varð
höggið þyngra en í Vest-
mannaeyjum. Um borð voru
tólf Eyjamenn, allt fólk á
besta aldri sem skildi eftir sig
mörg börn, sum ennþá í
móðurkviði. Þeir sem þarna
fórust skildu líka eftir fjölskyl-
dur og vini og í litlum bæ
þekktu allir alla. Það hefur
því verið dökkt skýið sem
lagðist yfir samfélagið og
margir í sárum sem auðvitað
hafa dofnað með árunum en
eru til staðar.
Mennirnir sem fórust létu
eftir sig 48 börn, þar af 26
innan fermingaraldurs. Þar
að auki voru tvö börn hinna
látnu í móðurkviði og fædd-
ust skömmu eftir slysið. Alls
misstu því fimmtíu börn
föður sinn. Barnflesta heimil-
ið var í Þingholti í Vest-
mannaeyjum. Þar misstu tólf
börn föður sinn og fyrirvinnu,
Pál Jónsson skipstjóra
Fréttir fengu nokkra sem
tengjast slysinu til að rifja upp
það sem gerðist og það sem
á eftir fór.
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir
Ómar Garðarsson.
Ég á mjög sterka augnabliksminn-
ingu frá Glitfaxaslysinu. Kannski
blandast minningin mín eitthvað
saman við það sem um var talað í
kringum mig og það sem mér var
sagt eftir á.
Ég var tæplega fimm ára þegar
slysið varð. Ég man að ég lá uppi í
rúmi, annaðhvort um kvöldið eða
morguninn eftir slysið. Þá kemur
mamma inn í herbergið og kastar
sér í rúmið á grúfu. Og ég heyri að
hún er að gráta og legg hendina yfir
hana og spyr hana hvað sé að. Hún
segir mér að Snæbjöm afi minn sé
dáinn, hann hafi hrapað með flug-
vél. Pabbi kom skömmu síðar
ásamt Sigurvin bróður sínum og
konu hans og þau fóru fram í eld-
hús og ræddu eitthvað mjög hljóð-
lega. En ég hjúfraði mig upp að
mömmu og skynjaði að það hafði
eitthvað hræðiíegt gerst og fór að
gráta líka.
Um haustið áður hafði Guðný
amma mín dáið eftir slys, mann-
laus vömbfll rann frá Hilmisgöt-
unni og á hana þar sem hún var á
gangi í Bárugötunni. Fyrir mér em
þessi slys mjög samtengd, enda
gerðust þau með nokkurra mánaða
millibili. Og mér var sagt að erindi
afa til Reykjavíkur þessa örlagaríku
ferð hafi verið tengt slysinu á
ömmu.
A þessum tíma flugu bæði Flug-
GÍSLI í fangi Snæbjörns afa
félag Islands og Loftleiðir til Eyja.
Þennan dag var vont veður í
Eyjum. Vélin frá Loftleiðum snéri
við vegna veðurs en vél Flugfé-
lagsins komst til Eyja en ekki aftur
síns sem kallaði hann forsetann sinn.
til baka. Mér var sagt að afi hafi
ætlað að fljúga með Loftleiðavél-
inni en af því hún sneri við, fór
hann með Glitfaxa. Eftir þetta slys
hélt ég alltaf með Loftleiðum,
fannst það miklu ömggara og flott-
ara flugfélag, en á þessum tíma var
talsverður rígur milli flugfélaganna
tveggja. Ég held að ég hafi næstum
verið orðinn fullorðinn, þegar þessi
hugsun bráði af mér.
í minningunni var sagt að Snæ-
bjöm afi hafi verið orðinn gamall
maður þegar hann fórst, en hann
var aðeins 58 ára þegar Glitfaxi
hrapaði. Helsta breytingin sem ég
man að varð á heimilinu eftir slysið
var að við fluttum líka á neðri
hæðina í húsinu Hergilsey við
Kirkjuveg, en áður bjuggum við
aðeins á efri hæðinni og afi og
amma á neðri hæðinni. Ég man, -
eða kannski að einhver hafi sagt
mér það, að Snæbjörn afi hafi ein-
hvern tíma tilkynnt mér að ég ætti
að eiga eldhússkápinn þeirra, sem
hann hafði sjálfur smíðað, - þegar
hann dæi. Þegar við fluttum á
neðri hæðina, tók pabbi þennan
skáp niður. Útbjó klósett þar sem
eldhús afa og ömmu hafði verið en
áður þurftum við alltaf að fara
niður í kjallara á klósettið.
Skápurinn var alltaf geymdur fyrir
mig og þennan skáp á ég ennþá og
hann er mín helsta minning um
Snæbjöm afa minn, sem kallaði
mig alltaf forsetann sinn, af því að
ég átti sama afmælisdag og Sveinn
Bjömsson, forseti íslands.
Mikil slysaár í Eyjum - Gúmmíbjörgunarbátar
Fyrir og eftir Glitfaxaslysið urðu nokkur
alvarleg sjóslys þar sem bátar frá
Vestmannaeyjum áttu í hlut. Mannskaðar
urðu í flestum þeirra en þama vom gúmmíb-
jörgunarbátar að koma til sögunnar. Sönnuðu
þeir gildi sitt í þremur slysanna.
Sjöundi janúar 1950 var einn af ömurlegustu
dögum í sögu Vestmannaeyja.
Þann dag fórst vélbáturinn Helgi VE 333 við
Faxasker um miðjan dag í austan ofsaveðri.
Báturinn var þá að koma frá Reykjavík með
vömr. Auk sjö manna áhafnar vom þrír farþe-
gar um borð. Allir fómst en tveir komust
upp á Fxasker. Helgi var um tíma stærsti
fiskibátur sem smíðaður var hér á landi,
1939, þar til Helgi Helgason VE kom til
sögunnar um 1946.
Sama dag varð stórbmni í Hraðfrystistöð
Vestmannaeyja. Gríðarlegar skemmdir urðu
en enginn fórst í brunanum. Eldurinn kom
upp eftir að vinnu lauk um daginn og var
himinninn rauður fram á nótt, pakkaumbúðir
fuku alla leið inn í Hlíðarbrekkur. Eldurinn
mun hafa byrjað í húsi austan við stöðina
Kumbalda - breiddist hratt út og komst
fljótlega í aðalbygginguna.
Það hefur verið einkennileg sjón fyrir
skipverjana tvo af Helga sem komust á
Faxasker að sjá rauðan himin yfir
Heimakletti um kvöldið og nóttina. Annar
skipveijinn sást á hreyfingu fram í myrkur en
báðir vom látnir þegar menn komust út í
Faxasker. Skipbrotsmannaskýlið á skerinu var
reist tveimur til þremur ámm síðar.
Rétt ári seinna, 31. janúar 1951, fórst
Glitfaxi - DC 3 flugvél Flugfélags íslands í
aðflugi að Reykjavíkurvelli og 20 manns
fómst. Þar af tólf úr Vestmannaeyjum.
Þann 12. apríl 1952 fórst Veiga VE 291 í
róðri eftir að báturinn hafði fengið á sig brot.
Tveir úr áhöfn bátsins fómst, en hinir sex
björguðust í gúmmíbjörgunarbát. Útgerð
Veigu hafði keypt þetta nýja björgunartæki
1950 - og vom þá tveir bátar keypir á
Eyjaflotann hjá Vamarliðinu á
Keflavíkurflugvelli. Þetta var í fyrsta skipti
sem íslenskir sjómenn björguðust með þes-
sum hætti.
Þann 23. febrúar 1953 fórst Guðrún VE 163
í róðri eftir að báturinn fékk á sig brotsjó og
fór á hliðina. Fimm skipveijar fómst en fjórir
björguðust við illan leik í gúmmibjörgunarbát
sem rak upp í Landeyjasand.
Þannll.apríl 1954 sökk GlaðurVE270 á
leið í róður eftir að leki kom skyndilega að
bátnum. Sökk hann á nokkmm mínútum. Var
báturinn kominn rétt austur fyrir Bjamarey
sanna gildi sitt
og ekki gafst tími til að senda út neyðarkall.
Gúmmfbátinn rak út á haf og lenti hann utan
leitarsvæðis. Daginn eftir rakst togarinn Hull
City frá Grimsby á gúmmíbjörgunarbátinn
með öllum skipverjum af Glað og kom með
þá til Eyja ásamt gúmmíbátnum. Glaðsmenn
gáfu togaramönnum gúmmíbátinnn, sem var
breskur en enginn slíkur var um borð í toga-
ranum.
Kvikmyndarbútur er til þegar togarinn kom
til Eyja og lagðist af Básaskersbryggjunni.
Samantekt Arnar Sigurmundsson.
Hægt er að lesa frásagnir af þessum atburð-
um t.d. í bók Guðlaugs Gíslasonar- Eyjamar í
gegnum aldimar o.fl. bókum. Athyglisvert er
að notkun gúmmfbjörgunarbáta mætti mikilli
andstöðu á þessum ámm. Það átti eftir að
breytast þegar þeir fóm að sanna gildi sitt.