Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Side 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar 2011 Framkvæmda- og hafnarráð: Lyftan senn í gagnið Á fundi framkvæmda- og hafnar- ráðs í sfðustu viku var rætt um rekstur upptökumannvirkja, lyft- una við Skipalyftuna sem reiknað er með að verði lekin í notkun fyrir sumarið. Lyftan er í eigu Vestmannaeyjahafnar. Helgi Bragason, lögfræðingur, fór yfir stöðu mála varðandi rekstrarfyrirkomulag og sam- þykkti ráðið að l'ela stýrihópi um endurbyggingu lyftunnar að leggja fram drög að útboðslýsingu fyrir næsta fund ráðsins. Utboðið verður unnið í samráði við Ríkiskaup og verður auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Heilbrigðis- nefnd harmar Fyrir ráðinu lá einnig bréf frá Heilbrigðisnefnd Suðurlands frá því í sfðasta mánuði vegna sorp- brennslustöðva á svæðinu. Harmar Heilbrigðisnefndin að því hafi ekki borist niðurstöður mælinga. Ráðið tók undir áhyggjur nefnd- arinnar vegna mengunarhættu en áréttar að allar upplýsingar og niðurstöður hafa verið sendar Umhverfisstofnun sem er eftirlits- aðili Sorpbrennslustöðvar Vest- mannaeyja samkvæmt útgefnu starfsleyfi stöðvarinnar. Utboð á sorphirðu og sorpeyðingu Kynnt voru fyrstu drög að verk- lýsingu vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu í Vestmannaeyjum. Ráðið fól framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs í samráði við stýrihóp um sorpmál að undirbúa útboð og leggja útboðsgögn fyrir framkvæmda- og hafnarráð til staðfestingar. Jón Pétursson, framkvazmdastjóri - Kostnaður við skólana hazkkað mikið: Kostnaður úr 670 milljónum í 811 á 5 árum Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Péturssyni, framkvæmdastjóra hjá bænum er í ár gert ráð fyrir 224.5 milljónum í leikskólamál en voru 154,8 milljónir árið 2006, og 586,4 milljónum í grunnskólamál sem voru 514,3 milljónir árið 2006. „Kostnaður vegna leikskóla hefur hækkað mikið, m.a. vegna lækkunar leikskólagjalda, fjiilgunar plássa, hækkunar á launakostnaði og hækkunar á leigu. Grunnskólinn hefur ein- nig hækkað mikið þrátt fyrir mikla fækkun nemenda og þ.m.t. kennslustunda samkvæmt Pottormi. Hækkun kostnaðar í grunn- skólanum er að mestu vegna launahækkana og hækkunar á leigukostnaði,“ sagði Jón. í leikskólanum eru um 72 starfsmenn og 125 í GRV, þar af 78 kennarar. Hagræðingar- hugmyndir þær sem rætt er um geta leitt til fækkunar starfsmanna en ekkert hefur verið ákveðið ennþá.“ Pottormurinn er forrit sem reiknar út kennslustundafjölda skólaársins. Tekið er tillit til fjölda nemenda, fjölda í árgangi, stærð bekkja, kennslustundaskyldu, sveigjanleika í skólastarfi, kennslustunda til sérkennslumála o.þ.h. Hver kennslustund kostar um 180.000 kr. á ári. I ár er útdeilt 1261 kennslustund sem gerir um 227 milijónr á ári (skólaári) í kennslustundakostnað. ✓ Akveðið er að grípa til niðurskurðar bæði í Grunnskóla Vm. og leikskólum. Uppsagnir, minna starfshlutfall og sameining leikskóla meðal leiða -Líka hækkun leikskólagjalda um 5% - Hætt verði niðurgreiðslu til dagmæðra - Leggja niður stöðu leikskólafulltrúa - Hærri leikskólaaldur - Fækkun millistjórnenda í Grunnskólanum Ákveðið er að grípa til niðurskurðar bæði í Grunnskólanum og leik- skólum. Lagt er upp með að ná að lágmarki 12 til 16 milljóna hag- ræðingu í vinnu sem nú er hafin. Fyrir liggur að kostnaður vegna reksturs leikskóla í Vestmanna- eyjum hefur aukist um 47% á síð- ustu fjórum árum. Rekstarkostnaður Grunnskóla Vestmannaeyja hefur aukist um 29% á síðustu fimm árum. Þetta kom fram á síðasta fundi fræðslu- og menningarráðs og er það mat ráðsins að nauðsynlegt sé að hagræða í rekstri fræðslukerfisins í Vestmannaeyjum. I minnisblaði sem Hildur Sólveig Sigurðardóttir (D), formaður ráðsins og Páll Scheving Ingvarsson (V), varaformaður lögðu fram, var bent á mögulegar leiðir og ná þær til alls reksturs á fræðslukerfi bæjarins. Og ekki er að sjá að það verði gert nema með því að annaðhvort segja upp fólki eða minnka starfshlutfall starfsfólks. Meðal leiða sem Hildur Sólveig og Páll leggja til eru: Að sameina rekstur leikskóla, hækkun leikskóla- gjalda unt 5%, hætta niðurgreiðslu vegna þjónustu dagmæðra, að leggja niður stöðu leikskólafulltrúa, að færa inntöku barna alfarið upp í 24 mánaða aldur úr 18 og fækka þar með leikskólaplássum, að víkka út viðmið barngilda á leikskólum, að skerpa á „pottorminum“ vegna útdeilingr kennslustunda og fækkun millistjórnenda í Grunnskólanum. Allar þessar leiðir verða kostn- aðarmetnar og greindar miðað við kosti og galla. 1 lok minnisblaðsins leggja höf- undar það til að mikilvægt sé að tillögur þær sem þar koma fram fari í rýnivinnu meðal þeirra sem fara með faglega ábyrgð á málaflokkum, þ.e.a.s. fræðslu- og menningarráði. Höfundar minnisblaðsins leggja það því til að ráðið haldi sem fyrst vinnufundi þar sem til verða kallaðir eftirtaldir aðilar til skrafs og ráða- gerða: framkvæmdastjóri fræðslu- sviðs, fræðslufulltrúi, leikskólafull- trúi, leikskólastjórar, skólastjóri Grunnskólans og trúnaðarmenn kennara og leikskólakennara. Er það mat höfunda að leggja ætti upp með að ná að lágmarki 12 til 16 milljóna hagræðingu út úr þeirri vinnu sem nú er hafin. Fræðslu- og menningarráð sam- þykkti að hefja þegar í stað þá rýni- vinnu sem lögð er til í minnis- blaðinu og skipar til þess starfshóp sem í eiga sæti framkvæmdastjóri sviðsins og tveir fulltrúar ráðsins, þær Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Dfana Þyri Einarsdóttir. Leikskólastjórar sem rætt var við vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki náðist í skólastjóra Grunnskóla Vestmannaeyja. Arangur ekki í samræmi við aukinn kostnað Fræðslu- og menningarráð lýsir yfir þungum áhyg- gjum með niðurstöðu samræmdra mælinga í Grunnskóla Vestmannaeyjum. Þetta kom fram á síðasta fundi ráðsins þar sem Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri sagði frá helstu niðurstöðum í samræm- dum könnunarprófum í fjórða og sjöunda bekk á síðasta ári. Bent er á að rekstrarkostnaður hafi aukist um 29% á síðustu fimm árum en það skili sér ekki í betri niðurstöðum en raun ber vitni. Ráðið vill þó áfram trúa því að það gæða starf sem nú er sérstak- lega unnið að skili auknum árangri þegar til lengri tíma er litið. Ráðið fól skólastjóra að vinna minnisblað um niðurstöðu samræmdra mælinga seinustu fimm árin með greiningu á því hvað veldur svo lélegri niðurstöðu. Þá skal þar einnig koma fram ítarleg greining á því til hvaða úrræða er hægt að grípa á næstu árum til að bæta niðurstöðu samræmdra mælinga. Vinnu þessa þarf að vinna í nánu sam- starfi við kennara, fulltrúa foreldra, skólaskrifstofu og eftir atvikum aðra sem málinu tengjast. Minnisblaðinu skal skila eigi síðar en í lok mars. Mengunarmæling og sorpflokkun í undirbúningi Á fundi framkvæmda og hafnar- ráðs var tekin fyrir greinargerð um stöðu sorpmála í Vestmanna- eyjum og meðhöndlun sorps sem sagt var frá í síðustu Fréttum. Lagðar voru fram upplýsingar vegna stöðu mála við Sorpeyð- ingarstöð Vestmannaeyja en Umhverfisstofnun hefur óskað eftir þeim vegna framtíðarskipan- ar sorpmála. Fram kom að meng- unarmæling við Sorpbrennslustöð Vestmannaeyja er áætluð 10. febrúar nk. Ráðið samþykkti að hefja undir- búning að frekari flokkun á sorpi. Ráðið felur stýrihópi um sorpmál að vinna áfram að málinu í sam- ráði við starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs. -E

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.