Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 14
14
Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar2011
Samræmd könnunarpróf í 4., 7. og 10. bekk: Misjafn árangur í GRV:
Fjórðu og sjöundu bekk-
ingar yfir landsmeðaltali
-Tíundi bekkur áhyggjuefni að því er kemur fram í skýrslu Námsmatsstofnunar
HRESSIR krakkar í Grunnskóla Vestmannaeyja.
Niðurstöður samræmdra könnunar-
prófa í 4., 7. og 10. bekk liggja nú
fyrir. Prófað var í íslensku og
stærðfræði í 4. og 7. bekk en í ís-
lensku, stærðfræði og ensku í 10.
bekk. Námsmatsstofnun sér um
framkvæmd prófanna. Nemendur fá
einkunnir afhentar á skalanum 1-10
en skólar eru metnir á skalanum 0-
60 í svokallaðri grunnskólaeinkunn.
Þá einkunn er að finna í skýrslu um
niðurstöðu prófanna.
Samkvæmt skýrslunni er árangur í
4. og 7. bekk í Grunnskóla Vest-
mannaeyja vel viðunandi ef miðað
er við landshlutameðaltal. Arangur
10. bekkjar er hins vegar áhyggju-
efni en í skýrslunni er einkunnum
nemenda skipt í þrjá hluta, lág
einkunn, miðlungs og há. 110. bekk
fá hlutfallslega mjög fáir nemendur
háa einkunn á meðan 40% til 50%
nemenda fá jafnvel lága einkunn.
Fjórði bekkur
I Vestmannaeyjum þreyttu 87,5%
nemenda í 4. bekk próf í íslensku og
89,6% í stærðfræði. Þeir sem ekki
tóku prófin voru ýmist veikir, fjar-
verandi, undanþegnir próftöku eða
hreinlega þreyttu ekki próf. Grunn-
skólaeinkunn GRV var 28,7 í ís-
lensku og 30.9 í stærðfræði. Sveit-
arfélagið Ölfus var með hæstu
grunnskólaeinkunn bæði í íslensku,
38,7 og í stærðfræði 39,8 og er með
áberandi hæstu einkunnina. Lægst
var hins vegar einkunn í Stykkis-
hólmi, 18,2 í íslensku og í Garði,
21,6 í stærðfræði.
Til samanburðar var grunnskóla-
einkunn í íslensku eftirfarandi á
tilteknum svæðum: Reykjavík 31,2,
nágrenni Reykjavíkur 30,4, Suður-
nes 27,3, Vesturland 28,2, Vestfirðir
25,5, Norðurland vestra 28,4,
Norðurland eystra 29,6, Austfirðir
29,4, Suðurland 29,8.
I stærðfræði var einkunn svæðanna
svona: Reykjavík 30,5, nágrenni
Reykjavíkur 30,7, Suðurnes 30,4,
Vesturland 29,1, Vestfirðir 19,8,
Norðurland vestra 29,2, Norðurland
eystra 29,0, Austfírðir 28,5, Suður-
land 29,5.
Meðaltal í íslensku í Vestmanna-
eyjum síðustu sex árin í 4. bekk er
29,1 í íslensku og 28,6 í stærðfræði.
Sjöundi bekkur
Alls þreyttu 93% nemenda samræmt
könnunarpróf í íslensku við Grunn-
skólann og 91,2% í stærðfræði.
Einkunn í íslensku var 30,2 og 29,7
í stærðfræði. Ölfus er með hæstu
grunnskólaeinkunn í íslensku meðal
nemenda í 7. bekk eða 33,3% og
einnig í stærðfræði, 34,5. Langa-
nesbyggð var með lægstu einkunn-
ina í íslensku, 20,8 og einnig í ís-
lensku 23,5.
Meðaltals grunnskólaeinkunn ann-
arra svæða er eftirfarandi: Reykja-
vík 30,8, Nágrenni Reykjavíkur 31,
Suðurnes 26,8, Vesturland 27,9,
Vestfirðir 27,1, Norðurland vestra
29, Norðurland eystra 29,9, Aust-
firðir 28,3, Suðurland 29,8.
í stærðfræði voru meðaltalseinkunn-
ir eftirfarandi: Reykjavík 30,4,
Nágrenni Reykjavíkur 31,3, Suður-
nes 28,7, Vesturland 27,8, Vestfirðir
27,4, Norðurland vestra 29,7,
Norðurland eystra 29,2, Austfirðir
29,6, Suðurland 29,2.
Meðaltal í íslensku síðustu sex árin
í íslensku í 7. bekk er 27,3 og 29,0 í
stærðfræði.
Tíundi bekkur
I 10. bekk voru samræmd próf í
þremur greinum, íslensku þar sem
96% nemenda tóku prófið en 98%
tóku prófin í ensku og stærðfræði. I
þessum aldurshópi er staða Vest-
mannaeyja sú lakasta en meðaltals
grunnskólaeinkunn í íslensku var
23,2, 25,2 í ensku og 25,1 í
stærðfræði. Hæstu meðaltalseink-
unn í greinunum þremur er að finna
í Þingeyjarsveit, 40,9 í íslensku,
36,8 í stærðfræði og 33,7 í ensku.
Lægsta meðaltalseinkunn í íslensku
er í Sandgerðisbæ, 21,1, í stærð-
fræði er lægst einkunnin í Langa-
nesbyggð 19,8 og í ensku er lægsta
einkunnin í Sandgerðisbæ, 19,3.
Meðaltals grunnskólaeinkunn ann-
arra svæða var eftirfarandi í ís-
lensku: Reykjavík 30,6, Nágrenni
Reykjavíkur 30,7, Suðumes 27,7,
Vesturland 29,4, Vestfirðir 28,7,
Norðurland vestra 31,2, Norðurland
eystra 29,7, Austfirðir 29,9,
Suðurland 27,8.
í stærðfræði: Reykjavík 30,9,
Nágrenni Reykjavíkur 31,7, Suður-
nes 27,3, Vesturland 28,5, Vestfirðir
27,4, Norðurland vestra 27,7,
Norðurland eystra 29,6, Austfirðir
27,1 og Suðurland 28,3.
í ensku: Reykjavík 31, Nágrenni
Reykjavíkur 31,9, Suðurnes 28,4,
Vesturland 26,6, Vestfirðir 27,9,
Norðurland vestra 26,8, Norðurland
eystra 29,3, Austfirðir 27,6,
Suðurland 27,2.
Meðaltal GRV síðustu sex ár í
íslensku er 25,6, í stærðfræði 26,1
og í ensku 25,9 sem í öllum tilvikum
er undir meðaltali á Suðurlandi síð-
ustu sex ár. Einkunnaskalinn í ís-
lensku skiptist þannig að um 46%
nemenda voru með lága einkunn,
um 52% með meðaleinkunn og
aðeins um 2% með háa einkunn.
Skiptingin yfir landið var 23% með
lága einkunn, 55% með meðal-
einkunn og 22% með háa einkunn.
Sömu sögu er að segja í stærðfræði
og ensku þar sem hlutfallslega fáir
nemendur fá háa einkunn.
Framfarastuðull
Þá er reiknaður svokallaður fram-
farastuðull en hann er reiknaður út
frá einkunnum nemenda á tveimur
samræmdum prófum. Framfara-
stuðlinum er ætlað að gefa vísbend-
ingu um hvort frammistaða nem-
enda í skólanum hafi breyst frá því
er árgangurinn þreytti samræmd
próf fyrr á námsferlinum. Stuðull-
inn virkar þannig að ef hann er lægri
en 1,00 þá hefur nemandi dregist
aftur úr öðrum í námi en ef hann er
hærri, hefur hann bætt sig meira en
aðrir. 0,94 eða lægra telst litlar
framfarir, 0,95-0,98 eru framfarir í
lægri kanti, 0,99-1,01 eru venjulegar
framfarir, 1,02-1,05 eru framfarir í
hærri kantinum og 1,06 eða hærra
eru miklar framfarir. Hjá 7. bekk í
GRV í íslensku er framfarastuð-
ullinn 0,98 og 0,99 í stærðfræði. í
10. bekk er framfarastuðullinn í 10.
bekk 1,00 bæði í íslensku og
stærðfræði.
Fjallabræður verða í Höllinni 5. mars
Fjallabræður, sem slógu algerlega í gegn á þjóðhátíðinni í fyrra, eru á leið til Eyja og verða f
nýbreyttri Höllinni laugardaginn 5. mars. Þessi hressilegi kór var svo yfir sig ánægður með
viðtökur þjóðhátíðargesta í fyrra að strax eftir þá uppákomu voru þeir staðráðnir í að koma til
Eyja og syngja á heilum tónleikum. Sumir af kórfélögunum urðu svo hrærðir yfir viðtökunum í
síðasta laginu í Herjólfsdal að þeir áttu erfitt með söng, en þá stóð öll brekkan upp í byrjun
lagsins eftir að kórstjórinn hafði í kynningu sinni beðið áheyrendur um að rísa á fætur ef þeir
fengu gæsahúð.
Þeir hafa nú verið í góðu fríi og eru því vel úthvfldir og nokkuð hungraðir í að skemmta, sem
gerir þessa tónleika væntanlega enn kraftmeiri. Fjallabræður og hljómsveit munu hefja tón-
leikana kl. 22.00 og húsið opnar kl. 21.00. Forsala aðgöngumiða hefst í La Tienda mánudaginn
21. febrúar.
Þeir sem hafa áhuga á að njóta kvöldsins til hins ítrasta, geta gætt sér á góðum mat hjá Einsa
kalda í nýjum og breyttum salarkynnum Hallarinnar. Hægt er að panta miða í mat og á tónleika
hjá Einsa kalda í síma 698-2572.
Allar frekari upplýsingar veitir Bjarni Ólafur í síma 896-6818.