Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar 2011 Tjon í óveðri Mikið óveður gekk yfír landið á þriðjudag og náði það hámarki um kvöldið. Mikið rigndi í austan áttinni og var færð erfið víða í bænum vegna hálku. Tjón varð á þremur stöðum og var Björgunarfélagið kallað út til aðstoðar. Tjón varð á Strembu- götu 16, Fjólugötu 21 og Ás- hamri 60. Þá var skemmtibátur næstum sokkinn í höfninni. Einnig voru dæmi um að bílar rynnu saman í hálkunni. Flotinn var að mestu í landi og hér má sjá Þorsein ÞH, skip Isfélagsins við Nausthamarsbryggjuna. Stjómendur sveitarfélaga vilja fara samningaleiðina - Frumkvæðið kom frá Eyjum: Stjórnvöld víki til hliðar deilum um sjávarútvegsmál Fagnar áhuga þeirra „Ég fagna auðvitað áhuga þeirra á málefninu og því að þeir styðji samningaleiðina sem ég hefði frekar viljað kalla sátta- leið,“ sagði Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Isfélagsins, um þetta framtak bæjar- og sveitarstjóra. „Það er alveg Ijóst í mínum huga að hagur fyrirtækjanna, starfsmannanna, samfélaganna og þjóðarinnar fer saman í því að þetta mál sé til lykta leitt á skynsaman máta og því hafa þessir sveitarstjórnarmenn gert sér grein fyrir,“ bætti hann við. I sfðustu viku sendu 18 stjómendur bæjar- og sveitarfélaga frá sér yfir- lýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við niðurstöðu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Hvetja þeir stjórnvöld til að nýta það sáttartækifæri sem felst í niðurstöðu starfshópsins sem grundvallast á aflamarkshlutdeild á forsendum samningaleiðar. „í starfshópnum áttu sæti 18 full- trúar allra þingflokka, sveitarfélögin og allir hagsmunahópar í sjávarút- vegi; útvegsmenn stærri og minni báta, sjómannasamtökin, fiskverk- endur, fiskverkafólk og eigendur sjávarjarða. Með ríkum vilja náðist breið sátt, þvert á stjórnmálaflokka og hagsmuni. Með einungis tveimur undantekningum lagði þessi átján manna starfshópur til hina svoköll- uðu samningaleið, sem byggir á að í stjórnarskrá verði sett ótvírætt ákvæði um eignarhald ríkisins og þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Að horfið verði frá því að úthluta veiðirétti til ótiltekins tíma en í staðinn verði gerðir samningar um nýtingu aflahlutdeildar til tiltekins tíma og að greitt verði fyrir nýting- arréttinn þannig að afraksturinn skili sér með beinum hætti til hins opin- bera,“ segir í yfirlýsingunni. Bent er á að í viðbót við þessa liði séu fleiri mikilvægir þættir tíundaðir sem miða að því að verja sérstaklega réttindi minni sjávarbyggða, smærri útgerða og þeirra sem eru að hefja veiðar eða vinnslu. „Þá teljum við það ótvíræðan kost við niðurstöðu nefndarinnar hversu rik áhersla er á að auðlindir þjóðarinnar, bæði orka, fiskur og fleira, lúti sambærilegum ákvæðum um nýtingarrétt og af- notagjöld. Við hvetjum stjórnvöld til þess að víkja til hliðar deilum um sjáv- arútvegsmál til að skapa ekki frekara óöryggi um grundvallar- atvinnugreinar þjóðarinnar en fylgja þeirri sátt sem lagður hefur verið grunnur að. Með því væri stórt skref tekið í átt að aukinni sam- félagssátt og leið vörðuð út úr þeim þrengingum sem við nú búum við. Undir þetta rita bæjarstjórarnir Elliði Vignisson, Vestmannaeyjum sem hafði frumkvæðið; Kristinn Jónasson, Snæfellsbæ; Róbert Ragnarsson, Grindavík; Ásthildur Sturludóttir, Vesturbyggð; Eyrún Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar- hrepps; Eiríkur Björn Björgvinsson, Akureyri; Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps; Ól- afur Hr. Sigurðsson, Seyðisfirði; Hjalti Þór Vignisson, Homafirði;, Gunnólfur Lárusson. sveitarstjóri Langanesbyggð; Bergur Elías Ágústsson, Norðurþingi; Páll Björgvin Guðmundsson, Fjarða- byggð; Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar; Elías Jónat- ansson, sveitarstjóri Bolungarvík; Árni Sigfússon, Reykjanesbæ; Ás- mundur Friðriksson, Garðinum og Sigurður Valur Ásbjarnarson, Fjallabyggð. Fá ekki launahækkanir umfram aðra Þau voru skýr skilaboðin sem fram komu á fundi Samtaka atvinnulffsins í Vestmanna- eyjum í síðuslu viku, bræðslukarlar fá ekki launahækkanir umfram aðra. „Þama verða ísfélagið og Vinnslustöðin að taka á sig mikinn skell og eiga heiður skilinn fyrir að standa í fylkingarbrjósti gegn óraun- hæfum samningum. Þá færi skriðan af stað sem leiddi til óðaverðbólgu sem myndi skaða alla,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtakanna. „Það verða því allir að búa sig undir verk- fall og loðnubrest af mannavöldum. Það er ekki hægt að verða við þessum kröfum sem eru algjört rugl,“ sagði Vilhjálmur og kom fram hjá honum að vilji SA er að semja til þriggja ára. Ríkisstjórnin fékk ekki háa einkunn hjá Vilhjálmi en sagði þeim nauðugan einn kost að vinna með stjórvöldum, sama hver er í rfkisstjórn. „Við viljum fara atvinnuleiðina en ekki verðbólguleiðina. Þannig teljum við að við munum ná okkar stöðu eftir tvö til þrjú ár.“ Vilhjálmur lagði áherslu á að niðurstaða yrði að fást í sjávarútvegsmálum sem SA hefur sett sem skilyrði fyrir samningum við stéttarfélögin. FUNDURINN Var í Akóges og var vel sóttur. Glæsileg fjölskyldu- skemmtun Það verður mikið um dýrðir og áhættuatriði miðvikudagskvöldið 2. mars í íþróttamiðstöðinni. Þá verður sett upp ein stærsta og flottasta fjölskyldusýning sem sést hefur hér í Eyjum. Hér á ferðinni er fjöllistahópur sem telur 18 manns og kemur hann alla leið frá Bandaríkjunum. Mun skemmta bömum og fjöl- skyldum þeirra í tæpa tvo tíma í Iþróttamiðstöðinni, nýja salnum. Um er að ræða íþrótta- og fjöl- skylduhátíð þar sem verða atriði úr stærstu hæfdeikakeppni Amer- íku, America got talent, ásamt hálfleiksatriðum úr NBA körfu- boltadeildinni sem sýnd hafa verið um öll Bandaríkin. Þá mæta heimsmeistarar í break- dansi 2007 ásamt dávaldi sem mun dáleiða áhorfendur og láta þá gera alls kyns kúnstir sem gaman er að horfa á. Mikið er um tónlist og fjör þannig að ekki á að vera nein dauð stund í þessa tæpu tvo tíma sem sýningin tekur. Einnig mun mæta á svæðið kona sem skiptir um kjóla á methraða. Er það atriði algjörlega ótrúlegt og ekki viðlit að sjá hvernig hún fer að þessu. Síðast en ekki síst þá munu íþróttaálfurinn og Solla stirða mæta á svæðið og hita áhorfendur upp fyrir sýninguna. Fréttatilkynning. Hættur á Selfossi Bergur Sigmundsson, bakari, er minnka við sig. Hann hefur í mörg ár rekið Vilberg-Kökuhús í Vestmannaeyjum en árið 2006 opnaði hann útibú á Selfossi sem hann hefur selt. „Já, það er rétt að við erum búin að selja Vilberg - Kökuhús á Selfossi sem við höfðum rekið frá árinu 2006. Reksturinn gekk ágætlega en eins og hjá svo mörg- um voru skuldirnar of miklar. Þegar við opnuðum upp frá voru allar innréttingar og vélar og tæki fjármagnað með erlendum lánum að stærstum hluta," sagði Bergur sem undanfarið hefur leitað leiða til að laga fjárhagsstöðuna. „Það var inni í myndinni að selja reksturinn á Selfossi og þegar Almar Þorgeirsson, bakari í Hveragerði, hafði samband og vildi kaupa, skoðuðum við málið. Samningar náðust og við lukum þessu í síðustu viku. Það voru yfirleitt um tólf manns sem unnu hjá okkur á Selfossi. Verða þau að stórum hluta áfram hjá Almari." Bergur sagðist auðvitað ekki vera sáttur en þetta hafi verið besta lausnin. „Nú getur maður einbeitt sér að rekstrinum hér heima sem verður mun léttari á eftir. Maður horfir nú björtum augum fram á við.“ Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480378-0549 - Vestmimnaeyjuni. Eltetjóri; Óinar Gaiilarsson. Blaðamenn; Guðbjiirg Sigurgeirsdóttir og Júlíus Ingason. Áhyrgdarmenn: ÓmarGaiðars- son & Gísli Valtýsson. Prentvinna; Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestinannaeyjnm. Adsetnr ritstjómar: Straridvegi 47. Simar: 481 1300 & 481 8510. Myndriti: 481-1398. Netfang/rafpóstur frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉl'i'lK koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig i lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Ilerjólfi, Flnghafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Friðarhofu.. FRÉTTIR eru prentaðar í 3000 eintökum. FRÉ'iTIK eru aðilar að Samtökiun liæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.