Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar 2011 13 Golli kvaddi með vinki Utselskópnum Golla var sleppt á laugardaginn en selurinn hefur verið í vist hjá starfsmönnum Sæheima. Kópurinn kom á land í Breiðdalsvík fyrir um það bil þremur mánuðum og hafði líklega orðið viðskila við móður sína. Reyndar var Golli hálfsmeykur við öldumar þegar kom að því að synda út í frelsið en að lokum lét hann sig hafa það. Hópur fólks fylgdist með þegar Golla var sleppt, líklega hátt í þrjátíu manns en Golli lét það ekkert tmfla sig. Það var reyndar eins og hann fyndi á sér að eitthvað stæði til því starfsmenn Sæheima sögðu að hann væri ekki eins og hann ætti að sér að vera. Selurinn, sem öllu jöfnu vildi ólmur komast upp úr karinu sem hann hefur verið r, vildi hvergi fara þegar til kom og máttu Georg Skæringsson og félagar hafa sig alla við, við að ná honum upp. GEORG og Jón Marvin kveðja góðan vin. TALSVERÐUR hópur fólks lagði á sig að fara suður í Kiauf til að kveðja selinn Golla. Konráð Einarsson,trúnaðarmaður í loðnubræðslu VSV: Launafólk -Er búið að taka verkfallsréttinn okkar í gíslingu? Nú er Konna nóg boðið. Ég vinn í mjölvinnslu Vinnslustöðvarinnar og er í samninganefnd Drífanda stéttar- félags vegna bræðslusamninga. Ég var að greiða atkvæði um boðun verkfalls þar í annað skipti á stuttum tíma. Fyrri verkfallsboðunin var dæmd ólögleg á þeirri forsendu að ekki hafi reynt á samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara. Þó mætti ég á einn fund hjá sátta- semjara sem var árangurslaus. Hann og væntanlega annar fundur hjá sáttasemjara höfðu verið bókaðir óformlegir af þeirri ástæðu að menn væru ekki sammála um efni sér- kjarasamnings okkar bræðslu- manna. Ég spyr, hvers vegna vorum við boðaðir til sáttasemjara? Vegna þessa orðs, óformlegur, er dæmdur af okkur rétturinn til að fara í verk- fall. í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og viðbótum við þau stendur ekkert um það hvort fundir hjá sáttasemjara eigi að vera form- legir eða óformlegir, aðeins að koma eigi til milligöngu sáttasemjara sem var gert í þessu tilfelli. Ég mun eiga erfitt eftir þetta að treysta sátta- semjara og félagsdómi. Annað í þessu máli er kæra SA, Samtaka atvinnulífsins. Þeir hóta við hverja verkfallsboðun að kæra til félagsdóms. Til þess að taka þátt í þeim málum þarf að ráða menn sem eru af gerðinni lögfræðingar. Á velmektarárum lýðveldisins fóru laun þessara manna í hæstu hæðir og núna eftir hrun fljúga laun þeirra með fjarlægustu stjörnum. Þetta gerir það að verkum að lítil og fjár- vana stéttarfélög munu aldrei geta boðað til verkfalla hér á landi, nema fá gjafsókn úr nkissjóði. Ég þakka samstöðuna með Afli starfs- greinasambandi, og stuðningsyfir- lýsingar sem við höfum fengið. Ég skora nú á SA að láta af þessum yfir- gangi á verkfallsrétti okkar. Að lokum bið ég þess að nkisstjóm litla mannsins, sem telur sig vera við völd, taki á þessum málum. Annars verðum við bara að fara í ólögleg verkföll. Baráttukveðja til okkar brœðslumanna. Konni í Eyjum. Frábær árangur nemenda GRV Erna Jóhannes- dóttir, fræðslufulltrúi Niðurstöður PISA könnunar sem lögð var fyrir í 10. bekk vorið 2009 eru að berast skólaskrif- stofum landsins. 65 lönd tóku þátt í könnuninni þar sem nemendur úr árgangi 1993 þreyttu próf sem er saman- burðarhæft milli landa. Mikill viðsnúningur hefur orðið í lesskilningi frá 2006 á Islandi til hins betra. Sama gildir fyrir Vestmannaeyjar en nemendur GRV stóðu sig með mikilli prýði. Niðurstöður fyrir Vestmanna- eyjar eru þær að lesskilningur hefur hækkað úr 421 stigi í 507 stig, læsi á stærðfræði hækkar úr 473 stigum í 524 stig og læsi á náttúrufræði hækkar úr 450 stigum í 506 stig og á öllum þáttunum er GRV yfir landsmeðaltali. Þessar niðurstöður gefa til kynna að öflugt staif og þró- unarvinna innan skólans er að skila sér. Jafnframt er greini- legt að nemendur hafa tekið áskorun kennara, foreldra og bæjaryfirvalda um að sýna hvað í þeim býr og gera sitt besta. Óhætt er að segja að góður árangur skipti máli fyrir nemendur jafnt sem kennara þeirra og starfsmenn skólans, Vestmannaeyjabær óskar nemendum í árgangi 1993 og for- ráðamönnum þeirra innilega til hamingju með þennan góða árangur. í tilefni af því býður bæjarstjóri öllum nemendum GRV sem tóku prófíð vorið 2009 tiIPIZZU- veislu í sal FÍV í hádeginu á fimmtu- dag, 10. febrúar. samfélagið í heild sinni og sjálfsmynd okkar allra sem í Vestmannaeyjum búum. Vestmannaeyjabær óskar nemendum í árgangi 1993 og forráðamönnum þeirra innilega til hamingju með þennan góða árangur. I tilefni af því býður bæjarstjóri öllum nemendum GRV sem tóku prófið vorið 2009 til PlZZU-veislu í sal FÍV í hádeginu á fimmtudag, 10. febrúar. Erna Jóhannesdóttir, frceðslu- fulltrúi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.