Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar 2011 SEX AF NÍU sem fóru í gegnum raunhæfismatið. Elín Þóra Ólafsdóttir, Þórhildur Karlsdóttir, Guðbjörg Erla Ragnarsdóttir, Harpa Kolbeinsdóttir, Margrét Kristjánsdóttir og Ragna Birgisdóttir. Viska - Raunfærnimat, níu útskrifuðust í síðustu viku: Staðfesting á þekkingu og reynslu fólksins Níu manns útskrifuðust frá Visku, Fræðslu og símenntunar- stöð á miðvikudag eftir raun- færnimat en það er mat á færni sem umræddir einstaklingar búa yfir og nýtist í verslunarstarfi. „Raunfærnimatið er í raun staðfesting á þekkingu og reynslu til þess að hægt sé að meta hana til eininga og stytt- ingar á námi. Farið er í gegnum ákveðið ferli með viðtölum við náms- og starfsráðgjafa, færni- möppugerð, vinnu sjálfsmats á móti markmiðum námsskrár, matsviðtölum og verkefnum,“ sagði Valgerður Guðjónsdóttir, forstöðukona Visku, um raun- færnimatið sem er tilraunaverk- efni Visku í samstarfi við Mími í Reykjavík og SIMEY á Akureyri. Valgerður segir að þátttakendur hafi staðið sig mjög vel, margar einingar fcngust metnar enda mikil og fjölbreytt reynsla í hópnum af verslun og þjónustu. „Þeim stendur nú til boða að ljúka verslunarfagnámi á önn- inni. Náminu er ætlað að auka færni til að takast á við krefjandi verkefni í nútímaverslun. Að hluta til verður það áframhald- andi raunfærnimat og að liluta nám sem fram fer hér í húsi á komandi vikum. Að því loknu hafa nemendur lokið starfsnámi á framhalds- skólastigi sem mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur metið til 51 einingar,“ sagði Valgerður en allir sem útskrif- uðust úr raunfærnimatinu hafa skráð sig í nám í verslunar- reikningi, hugmyndafræði og fjármálum í 0öm[um sögnum... Omagar og útsvör í Eyjum 1902 Samantekt Karl Gauti Hjaltason Og við höldum áfram frá því í síð- asta pistli að krukka í frásögn Þorsteins Jónssonar læknis, sem rituð er árið 1902. Þá var sagt frá búfjárhaldi í Vestmannaeyjum á 19 öldinni og í næstu blöðum ætlum við að skoða nokkra fleiri þætti. Eftirfarandi frásögn um skatta og fátækramál um og fyrir þar síðustu aldamót er um margt fróðleg, og ekki laust við að maður þykist kannast við að þarna er í hnotskurn verið að berjast við sömu vandamál og enn í dag. Eftir fiskiárin miklu og góðærið um og laust eftir miðja öldina hafði sveitinni safnast mikill sjóður; sveitarþyngsli voru þá mjög lítil, aðeins fáein gamalmenni, flest ung- börn dóu á fyrstu viku, svo sem áður er getið. En mestum hluta sveitarsjóðsins eða 3200 krónum var í einu eytt til þinghúsbyggingar. Svo hallaði mjög árferði um og eftir 1860; þá var lundinn farinn að ganga til þurrðar fyrir hina óhappa- sælu netaveiði, sem eyjabúar búa að enn þann dag í dag og munu seint bíða bætur fyrir og svo voru hér oftast fiskleysisár frá 1860 til 1880, aðeins fá meðalár, að því er kom til afla af sjó, með því að góður hákarlsafli bætti sum ár talsvert úr hinum laklega þorskafla. Afleiðingin af þessu bága árferði samfara ómegðarauka - því nú voru börnin að mestu hætt að deyja úr ginklofanum - var sú, að óðum þyngdi á sveitinni og eftirstöðvum sveitarsjóðsins var eytt að fullu og öllu nokkru fyrir 1870. Tala ómaga og þurfamanna varð 1870 gífurlega há. Hæst var ómagatalan fardaga- árið 1871-1872, 64 og 23 þurfa- menn að auki, en gjaldendur aðeins 70. Útsvörin voru 1869-70 um og yfir 4500 kr. hvert ár, þar af var lagt á allar 3 verslanimar frá 1300 til 1500 krónur. Fardagaárið 1899- 1900 eru ómagar 21, þurfamenn 6, en gjaldendur 122, aukaútsvör og tíundir nær 1700 kr. En þess ber að gæta að nú em ný sveitargjöld komin á, sem ekki þekktust á 8. tug aldarinnar framan- verðum, sem sé til bamaskóla, sýslugjalda og fleira og námu þau gjöld 700 krónur, svo að þeim frá- dregnum voru útsvörin aðeins 1000 kr. eða minna en 'á af því sem sömu gjöld voru 1870. Þetta er auðsjáanlega mikil framför, þar sem öll útsvörin að viðbættum hinum nýju gjöldum em rúmlega 1/3 af útsvörunum 1870 og koma auk þess miklu fleiri gjaldendur. I stað þess að sveitin átti engan sjóð 1870, á hún nú nær 2500 kr. og auk þess 500 kr. í söfnunarsjóði landsins, sem eru óhreyfanlegar. Sjóður þessi er nú orðinn með vöxtum og vaxtavöxtum 725 kr. og getur er fram líða stundir, t.d. eftir 1 -2 aldir orðið verulegur styrktar- sjóður sveitarinnar. Eftir aldamótin er leyfilegt, ef þess þykir við þurfa, að eyða % hluta vaxtanna, en aldrei má eyða meiru en 9/10 hlutum þeirra. Styrktarsjóður handa alþýðufólki mun nú fara að bjarga einstökum mönnum frá því, að verða sveitar- félaginu til þyngsla. Þetta er gleði- leg breyting til hins betra því sveitarþyngslin hafa lengi verið eitt af landsins þungu meinum, jafnvel stundum hrein og bein vandræða- mál, álögumar stundum nær óbæri- legar, svo sem hér um og eftir 1870; og enn em sveitarþyngslin miklu meiri en þau ættu að vera og þjóðinni til skaða og skammar, með því að þau bera vott um lágt menningarstig og spilltan eða vesalmannlegan hugsunarhátt. Dugnaður og einkum sparsemi þarf að aukast og sómatilfmning manna í þessu efni að glæðast. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður tók saman. = ...segir svo frá Að þekkja sjálfan sig og nýta hæfileikana ✓ -Lilja Steingrímsdóttir heldur námskeið í jóga hjá Visku - Ahersla á öndun betur og íhugun Viska býður á næstunni upp á námskeið þar sem jóga, öndun og íhugun em aðalvið- fangsefnið. Lilja Steingrímsdóttir, hjúkrunar- fræðingur stýrir námskeiðinu en hún lærði fræðin í Þýskalandi og hefur aflað sér kenn- araréttinda á þessu sviði. „Eg hef kennt þetta sem „Listina að anda“ og við höfum verið með námskeið einu sinni í mánuði í Reykjavík. Eg lærði þessa tækni í Bad Antogast í Þýskalandi og æfingarnar sem við gerum eiga rætur að rekja til jógafræðin- nar,“ sagði Lilja en hún vann sem hjúkrunar- fræðingur við afleysingar á spítalanum hér í Eyjum í janúar. „Síðan eru kenndar þrjár öndunaræfingar og þar af eru tvær komnar úr jóga og margir þekkja þær. Sú þriðja er 30 ára gömul og var fundin upp í 10 daga þögn og íhugun og það var Siri Siri Ravi Shanhar sem setti þetta saman. Á námskeiðinu þurfa að vera að lágmarki átta manns og það tekur sex daga, ljóra tíma í senn og það er nauð- synlegt að mæta í alla tímana, ef þú missir úr einn hluta þá getur þú ekki haldið áfram,“ sagði Lilja en um tvö hundruð manns hafa sótt þessi námskeið á Islandi. „Námskeiðið byggir á því að farið er í líkamann, minnið, hugann, ímyndunaraflið, egóið og sjálfið. Með æfingum er farið í gegnum alla þessa sex þætti og viðkomandi lærir að þekkja sjálfan sig og nýta hæfileika sína miklu betur. Öndunin er tenging milli hugar og handar og sá sem nýtir öndunina rétt nær mestu mögulegum afköstum og árangri í því sem hann fæst við hverju sinni. Æfingamar eru mjög streitulosandi og fyrsta breytingin sem iðkendur skynja er yfirleitt LILJA: -Það er best að taka frá 15 til 30 mínútur á dag, því fleiri mínútur því meiri ánægja og best að gera æfingarnar á morgnana. betri svefn. Hugsunin verður skýrari og það pirrar ekki lengur þótt það sé enn til staðar," sem maður leit á sem neikvætt áreiti í lífinu, sagði Lilja og er því næst spurð hvað taki síðan við, að námskeiðinu loknu. „Það er best að taka frá 15 til 30 mínúlur á dag, því fleiri mínútur því meiri ánægja og best að gera æfmgamar á morgnana. Stundum þarf maður vissulega að klípa sig í rassinn til að setjast niður og gera æfingarnar en fólk finnur strax mun ef það gefur sér ekki tíma til þess. I Reykjavík er endurkoma og ef það myndast hópur héma þá getur hann komið saman og andað einu sinni í viku. Eg vil taka fram að þetta á ekkert skylt við trúar- brögð og töfrabrögð í gangi. Það er eingöngu verið að kenna fólki öndun sem þýðir að því gengur betur að takast á við lífið. Mér finnst að kirkjan, klúbbar og íþróttafélög ættu að taka þetta upp,“ sagði Lilja og nefnir að í boði séu námskeið fyrir ungt fólk, 30+ sem vill nýta hæfileika sfna betur. „Það eru alveg frábær námskeið og ég hef séð alveg ótrú- legan árangur hjá ungu fólki sem hefur sótt það,“ segir Lilja en hana dreymir um að þessi tækni verði kennd í öllum skólum landsins. „Art of living byggir á sjálfboðastarfi. Gjaldið sem greitt er fyrir námskeiðið skiptist þannig að hluti af því fer í kostnað, t.d. við leigu á sal, hluti fer í uppbyggingu á starfmu hér á landi og afgangurinn fer í hjálparstarf víðs vegar um heim, þar sem verið er að styrkja munaðarlaus böm, einkum í Brasilíu, Suður-Afríku og Indlandi. Það em forréttindi að fá að kynnast fólki úr öllum starfstéttum, trúarhópum, stjómmálaflokkum út um allan heim á svona námskeiðum," sagði Lilja en námskeiðið verður haldið í lok apríl. gudbjorg @ eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.