Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 18
14 Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar 2011 Tónlistarmennirnir minntu á sig Tónlistarlíf Eyjanna virðist vera á upplcið að nýju eftir að hafa tekið dýfu þegar aðstöðu ungra tónlistarmanna í Fiskiðjunni var lokað. Þá hafði stigið fram hópur efnilegra tónlistarmanna sem skipuðu hljómsveitir eins og Hoffman, Foreign Monkeys, sem unnu einmitt Músíktilraunir 2006, og fleiri tónlistarmenn urðu til á þessum tíma. Tónlistarfólki fínnst hins vegar bæjarfélagið ekki standa nægilega vel við bakið á þeim og til að mynda er engin ælingaaðstaða í boði fyrir hljómsveitir í bænum. Tvö erindi lágu fyrir ráðum Vest- mannaeyjabæjar á dögunum varðandi málefnið. Fyrir fræðslu- og menningarráði lá fyrir erindi frá hljómsveitunum Foreign Monkeys, Hippabandinu og Leikhúsbandinu þar sem óskað er eftir stuðningi til að leysa húsnæðisvanda sveitanna. Ráðið þakkaði hljómsveitunum og öðrum sveitum í Vestmannaeyjum fyrir mikið og óeigingjamt starf á sviði menningar en ráðið gat ekki orðið við erindinu. Þá lá einnig fyrir erindi hjá Fjölskyldu- og tómstundaráði þar sem óskað er eftir aðkomu Vestmannaeyjabæjar að því að útvega og reka húsnæði fyrir hljómsveitir í Eyjum. Ráðið fól framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að leita frekari upp- lýsinga um málið, kanna hvaða möguleikar eru í boði og reikna út kostnað. Og til að hamra jámið meðan það er heitt héldu þrjár rokksveitir opna tónleika á Volcano á dögunum. Tónleikamir voru afar vel heppn- aðir, fullt var út að dymm á staðnum og stemmningin eins og hún gerist best á rokktónleikum. Óskar Pétur Friðriksson myndaði stemmninguna en sveitimar E1 Camino, Súr og Dólgamir rokkuðu. DÓLGARNIR eru í dag ein efnilegasta rokksveitin í Vestmannaeyjum, þótt víðar væri leitað. Þeir komust í úrslit Músíktilrauna í fyrra og eiga bara eftir að verða betri. TROÐFULLT. Það var varla hægt að skipta um skoðun inni á Volcano á tónleikunum enda var bekkurinn þéttskipaður. EKKERT SÚRIR. Strákarnir í Súr voru flottir og rokkuðu feitt. ÁNÆGÐAR. Það var ekki að sjá annað en að þessar blómarósir væru ánægðar með tónleikana. Ár uppbyggingar! Vinstrihreyfingin - grænt framboð boðar opinn fund með fjármálaráðherra laugardaginn 12. fébrúarfrá kl. 13:00 á Kaffi Kró. Á milli kl. 12 ogl3 verðurfélagsfundurVG í Vestmannaeyjum haldinn á sama stað. Við upphafnýs árs boðar Vinstrihreyfmgin-grænt framboð til almennra stjórnmálafunda. Fundirnir eru opnir öllum þ eim sem hafa áhuga á stöðunni í íslenskum stjórnmálum og ekki síst á þeim krefjandi og áhugaverðu verkefnum sem framundan eru. V VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð Snjórinn gleðigjafi Loksins, loksins, hugsuðu eflaust margir af yngstu íbúum Vest- mannaeyjabæjar um helgina. Jörð var alhvít, nýfallinn snjór og frábærar aðstæður til að fara út að bruna. Þá var ekkert annað að gera en að klæða sig upp, taka niður fararskjótann úr hillunni og bruna af stað, í orðsins fyllstu merkingu. Á meðan blótuðu margir af eldri íbúunum í hljóði ylir því að þurfa að skafa bílinn, yfir færð- inni, kuldanum eða hvað það var sem fór í taugarnar í það skiptið. Fjörið á Stakkó og öðrum brekkum bæjarins létti þó hugarástandið enda mikið fjör og mikið gaman. Óskar Pétur Friðriksson, ljós- myndari kom við á Stakkó á sunnudaginn, ekki til að bruna heldur til að mynda alla þá sem þar voru. Þegar þetta er skrifað benti veðurspáin til þess að snjórinn myndi stoppa stutt við í þetta skiptið og vonandi að sem flestir hafi fengið nægilega útrás í snjónum um helgina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.