Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 4
4
Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar 2011
Nýfozddir
Vestmannaeyingar:
Þessi ungi Eyjapeyi fæddist 9.
ágúst síðastliðinn. Hann var 13,5
merkur og 52cm og hefur hlotið
nafnið Guðjón Týr. Foreldrar hans
eru Jóna Gréta Grétarsdóttir og
Sverrir Marinó Jónsson.
Úr bloggheimum:
Gísli Hjartarson bloggar um
fyrirhugað verkfall:
Illt í efni!
Ekki það að þetta
sé það sem að
maður vill heyra.
Trúi ekki öðru en
að menn fmni á
þessu góðan og
ásættanlegan flöt
áður en allt fer í
óefni. Verð nú líka að segja að það
hryggir mig að vissu leyti að heyra
Arnar Sigurmunds vera að tjá sig í
fjölmiðlum f þessu máli. Maður
sem er svo hinn daginn að eyða
peningum verkafólks í nafni
lífeyrisjóðanna í landinu. Ekki hægt
að gera þetta og ekki hægt að gera
hitt svo tapa menn milljörðum af fé
verkafólks í einhverjum leikjum
sem þeim fmnst gaman í. Þessir
menn eins og Arnar verða að átta
sig á því að þeir geta ekki frontað
alls staðar.
...og hvað var þetta sem var í
fréttunum í hádeginu frá verkalýðs-
forkólfunum að menn vilji ekki
semja fyrr en málin varðandi
fiskveiðistjómunarkerfið séu klár
en samt bjóða þeim starfsmönnum í
fiskimjölsverksmiðjum samning!!!!
Eru menn ekki alveg búnir að
ákveða sig eða?
Sem aðili með fyrirtæki í hef ég
sagt að það voru mistök hjá SA að
stilla þessu svona upp og ég held
að menn eigi eftir að fá að heyra
það á næstunni enn frekar en nú er
orðið - því miður, fyrir þá.
Vonandi finna menn fljótlega
farsæla lausn í þessu máli.
http.V/fosterinn. blog. is
Sigurður Jónsson bloggar ráðherra:
Gengur Ájni Páll
ráðherra í svefni?
Þegar ég sá þessa
frétt af heimasíðu
Arna Páls um að
hann hafi sagt af
sér, að sennilega
skýringu mætti
finna vegna fréttar
einnar í hádegisút-
varpinu. Þar var sagt frá rannsókn á
því fyrirbæri að böm og fullorðnir
ganga í svefni. Greint var ítarlega
frá merkum niðurstöðum. Sagt var
frá að einkum fullorðið fólk gæti
tekið upp á ólíkegustu hlutum.
Það er því mjög líklegt að Ámi
Páll, ráðherra, hafi sest við tölvuna
sína og skrifað á heimasíðuna að
hann hafi sagt af sér. Sennilega er
Árni Páll orðinn hundleiður á að
vera í samstarfi með VG í ríkis-
stjóm og þetta brýst út á þennan
hátt.
Það er ekki bara Sigmundur Emir
sem segir að tími sé kominn til að
losna við VG úr ríkisstjóminni.
Ekki var að hægt að sjá annað en
Sigmundur Emir væri vel vakandi í
Silfri Egils þegar hann lét þau orð
falla. Árni Páll beitir sem sagt
öðmm meðulum til að koma
óánægju sinni með VG á framfæri.
http.V/sjonsson. blog. is
Eyjamaðcir vikunnar:
Vantar ekki listamenn í Eyjum
Gunnar Geir Waage Stefánsson
stóð fyrir rokktónleikum á dögun-
um á Volcano Café. Okeypis var á
tónleikana en með þeim vildu ungir
tónlistarmenn í Eyjum vekja athygli
á aðstöðuleysi hljómsveita í Eyjum.
Gunnar Geir er Eyjamaður vik-
unnar.
Nafn: Gunnar Geir Waage
Stefánsson.
Fæðingardagur: 6. janúar 1979.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Einhleypur. Foreldrar
eru Stefán Geir Gunnarsson,
Heimaklettsmaraþonari, og Aðal-
heiður Ingibjörg Sveinsdóttir
Waage. Bróðir minn er Sveinn
Waage.
Draumabfllinn: Eg er nú ekki
mikill bflamaður en það er eitthvað
mjög heillandi við gamla Chevy E1
Camino og gamla sjúskaða Austin
mini.
Uppáhaldsmatur: Ég er með mjög
suðrænan matarsmekk t.d. ítalskan,
mexikóskan, indverskan o.s.frv.
Sérstaklega finnst mér sá matur
góður þegar mamma eldar hann.
Versti matur: Saltfiskur og eigin-
lega allt sem tengist þorranum.
Uppáhalds vefsíða: Ég er nú mest
að sækja í síður sem tengjast
hljóðfærum og tónlist á einn eða
annan hátt. Svo er ég alger heim-
ildamyndafíkill og fer mikið inn á
topdocumentaryfilms.com. Svo má
ekki gleyma blessaða feisbúkkinu.
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Queens of the stone age og
80's matchbox b-line disaster eru
alltaf hressandi. En þetta getur
verið svo rosalega mismunandi t.d.
er gamla surf og rockabilly tón-
listin frá miðbiki seinustu aldar mér
mjög hugleikin þessa dagana. Sama
er að segja um 60's og 70's hippa-
rokkið. Eg hef nú oft sagt að ég sé
fæddur á kolvitlausu tímabili, ég
hefði í raun átt að vera í kringum
tvítugt á Woodstock.
Aðaláhugamál: Ég er algert
hljóðfæranörd. Allt sem viðkemur
gíturum, mögnurum, effectum
o.s.frv. á hug minn allan, ásamt því
að spila og semja tónlist með
vinum mínum í bandinu. Einnig
hef ég mikinn áhuga á því að rífa
upp tónlistarlífið í Vestmannaeyjum
og þá sérstaklega grasrótina, en til
þess þarf alvöru aðstöðu og öryggi.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Það hefði verið stemming í því að
taka á móti Neil Armstrong á
tunglinu og húkka far heim.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Það jafnast ekkert á við
það þegar Vestmannaeyjar skarta
sínu fegursta á góðum sumardegi.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Uppáhalds íþrótta-
maðurinn minn er án efa afi minn
Eyjamaður vikunnar er Gunnar
Geir Waage.
heitinn, Gunnar B. Stefánsson.
Hann varð tvisvar sinnum
íslandsmeistari í tugþraut á sínum
yngri árum. Svo fór hann nær á
hverjum degi á golfvöllinn í rúma
hálfa öld og vann til margra
verðlauna. Topp náungi þar á ferð.
Ertu hjátrúarfullur: Ekki get ég
nú sagt það. Ég held alveg vatni
þegar ég sé svartan kött.
Stundar þú einhverja íþrótt: Nei,
en ég dútlaði eitthvað í handbolta
og fótbolta í mjög stuttan tíma á
grunnskólaárunum.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég er
mjög hrifinn af alls kyns heimilda-
myndum þessa dagana. Annars
horfi ég mjög sjaldan á sjónvarps-
dagskrána.
Hvað ertu búinn að vera lengi í
tónlistinni: Það eru liðin 20 ár
síðan ég fékk fyrsta gítarinn í jóla-
gjöf. Eftir það var ekki aftur snúið.
Eg skipti fljótlega út íþróttunum
fyrir rafmagnsgítar, sítt hár og
leðurjakka og hef alltaf eitthvað
verið að grúska í hljómsveitarstússi
síðan ég var 14 ára. Sérstaklega
voru tímamir í D-7 og Hoffman
eftirminnilegir og skemmtilegir.
Hvað er það sem er svona heill-
andi við rokkið: Ætli það sé ekki
tilfinningin þegar allt „smellur
saman“. Það jafnast eiginlega
ekkert á við það þegar við félag-
arnir hittumst til að púsla saman
einhverju lagi og allt gengur upp.
Þegar maður var yngri var það
draumurinn um að meika það sem
hélt manni við efnið, en á undan-
förnum árum er það félagsskapur-
inn og sköpunargleðin sem ræður
ríkjum.
Hefurðu spilað diskólag opinber-
lega: Mig minnir endilega að við
höfum rokkað upp eitthvað
diskólag í D-7 :)
Varstu ánægður með tónleikana:
Já mjög svo. Okkur þótti mjög
vænt um og það kom okkur
skemmtilega mikið á óvart hvað
margir Eyjaskeggjar létu sjá sig á
tónleikunum og það er greinilegt,
af mætingunni að dæma, að það
vantar að halda fleiri svona atburði
þar sem grasrótin fær að láta ljós
sitt skína. Allt gekk að óskum.
Dólgamir og Súr voru alveg meiri-
háttar og okkur sjálfum fannst
okkur takast helvíti vel til. Við
viljum koma sérstökum þökkum til
Gumma og Völu á Volcano fyrir
það að taka þátt í þessu með
okkur... og um leið að biðjast
afsökunar á flöskunni sem hristist
af veggnum og brotnaði á gólfinu í
látunum í sándtékkinu ;)
Hafið þið fengið einhver viðbrögð
frá bænum við húsnæðisvanda
hljómsveita: Það er búið að vera
smá spjall á milli okkar en engin
niðurstaða. Reyndar er eitt erindi
inni á borði bæjarstjórnar, sem
Gísli Stefánsson og fleiri góðir
menn sendu inn, sem ég er mjög
spenntur fyrir. Það hljóðar upp á
það að koma upp sameiginlegri
æfingaraðstöðu, með umsjónar-
manni, fyrir tónlistarfólk í Vest-
mannaeyjum. Gaman væri að sjá
það ganga eftir. En allt kostar þetta
pening og það er greinilegt að þetta
málefni er ekki ofarlega á „to do“
lista bæjaryfirvalda, en þau vita af
vandanum og eru öll af vilja gerð
til að skoða málin frekar. Reyndar
hljóp aðeins á snærið hjá okkur
eftir mikla leit að æfingahúsnæði.
Við fundum þokkalegan sal til að
æfa í en leigan er mjög há og sama
sem engin kynding er í húsinu. Við
erum 11 manns að skrapa saman
fyrir leigunni og erum að bíða eftir
svari frá bænum hvort þeir geta
hlaupið undir bagga með okkur.
Eitthvað að lokum: Mér finnst að
við verðum að halda uppi orðspori
okkar Eyjamanna sem mikið tón-
listarfólk með glæsta fortíð í ís-
lensku tónlistarlífi. Ég meina, aldrei
heyrum við um „gömlu góðu
Akureyrarlögin" eða „gömlu og
góðu Selfosslögin", en allir lands-
menn kveikja á perunni þegar talað
er um gömlu góðu Eyjalögin. En
við þennan geira menningarlífsins
þarf að styðja, rétt eins og hand-
boltann, fótboltann o.s.frv. Þó það
væri nú ekki nema smá stuðningur
rétt til að koma tónlistar-vélinni
almennilega í gang. Ég hef heyrt að
á Egilsstöðum og í Keflavík séu
menn að reka aðstöðu fyrir hljóm-
sveitir, með stuðningi bæjaryfir-
valda, með góðum árangri. Af
hverju ekki hér? Það vantar alla
vega ekki listamennina hér í Eyjum
en það er ekki fyrr en moldin er
komin að allt byrjar að vaxa.
Matgazðingur vikunnar:
Humarsúpa sem engan svíkur
Þakka þér kœrlega fyrir þessa
áskorun Pétur. Það er náttúrulega
martröð hvers matgœðings að
koma með uppskrift á eftir Petri
Eyjólfssyni í Fréttum, enda er þar á
ferð ótrúlega vandaður og úrrœða-
góður kokkur. Eftir miklar pœl-
ingar hef ég ákveðið að koma með
uppskrift að humarsúpu sem á
vonandi ekki eftir að svíkja neinn.
Htimarsúpa
8 humarhalar
1 laukur
2 msk. smörlíki
1 tsk. karrí
1/2 tsk. paprikuduft
3-5 piparkom
2-3 msk. madeira
1/2 dl rjómi
1 1 gott fisksoð
steinseljugrein
Matgœðingur vikunnar Ólafur
Guðmundsson
Hitið smjörlíkið í potti ásamt karríi
og paprikudufti, saxið laukinn
smátt, skerið humarinn í bita og
setjið út í smjörlíkið, hitið en
brúnið ekki. Hellið heitu soði á
humarinn og kryddið soðið með
piparkomum og steinseljunni.
Jafnið súpuna með 2 msk. af hveiti
sem er hrært út í hálfan dl. af köldu
vatni.
Sjóðið súpuna í 20 mín. Bætið
rjómanum út í og kryddið með
salti, pipar og madeira.
Súpan má ekki sjóða eftir að
rjóminn er kominn saman við hana.
Svo er nauðsynlegt að hafa gott
brauð með súpunni.
Takkfyrir mig. Eg skora á Hall-
grím Steinsson, yfirvélstjóra á
Júpiter, til að vera hér í næstu viku.
Kirkjur bazjarins:
Landakirkja
Fimmtudagur 10. febrúar
Kl. 10. Mömmumorgunn.
Kl. 11-12. Viðtalstímar presta alla
virka daga, mánud. - föstud., í
Safnaðarheimilinu. Bakvaktarsími
24/7 er 488 1508.
Kl. 15. NTT kirkjustarf 9-10 ára.
Kl. 20. Æfing hjá Kór Landakirkju.
Kl. 20. Opið hús í KFUM&K
heimilinu við Vestmannabraut.
Æskulýðsfélag Landakirkju.
Föstudagur 11. febrúar
Kl. 13. Æfing, Litlir lærisveinar,
Stúlknakór
Kl. 14. Æfing, Litlir lærisveinar,
bamakór
Sunnudagur 13. febrúar
Kl. 11. Barnaguðsþjónusta með
nýju efni. Söngur, leikur og sögur.
Kl. 14. Messa með altarisgöngu.
Fermingarböm lesa úr Heilagri
Ritningu. Kór Landakirkju.
Kl. 20. Æskulýðsfélag Landakirkju.
Fundur í Safnaðarheimilinu.
Mánudagur 14. febrúar
Kl. 16. Kirkjustarf fatlaðra, yngri
hópur
Kl. 17. Kirkjustarf fatlaðra, eldri
hópur.
Kl. 19.30. Tólf spora andlegt ferða-
lag. Fundur í framhaldshóp hefst á
sama tíma. Vinir í bata.
Þriðjudagur 15. febrúar
Kl. 11.30. Fermingarfræðsla.
Undirbúningur fyrir fermingar-
mótið í Skálholti 18. febrúar.
Kl. 14. ETT kirkjustarf 11-12 ára.
Kl. 20. Opið hús 8. bekkinga í
KFUM&K húsinu við
Vestmannabraut.
Miðvikudagur 16. febrúar
Kl. 11. Helgistund á Hraunbúðum.
Kl. 13.30 og 14.30.
Fermingarfræðsla. Undirbúningur
fyrir fermingarmótið í Skálholti 18.
febrúar.
Kl. 15. STÁ kirkjustarf 6-8 ára.
Hvítasunnu-
kírkjan
Fimmtudagur 10. febrúar
Kl. 20:00 Avöxtur Andans, bind-
indi/sjálfstjóm. Brauðsbrotning.
Föstudagur 11. febrúar
Kl. 17:30 Krakkafjör af fullum
krafti. Royal Rangers, fjör fyrir alla
krakka.
Sunnudagur 13. febrúar
Kl. 13:00 Samkoma. Sigþrúður
Tómasdóttir prédikar, Jóhannes
Hinriksson segir frá ferð sinni til
Burkina Faso, tekin verða samskot.
Mánudagur 14. febrúar
Kl. 20:00 Kvennasamvera. Verið
hjartanlega velkomin.
Aðventkirkjan
Laugardaginn 12. febrúar
Kl. 11:00 Samkoman hefst með
Biblíufræðslu fyrir böm og full-
orðna. Bama og ungmennastarf í
höndum Ericu Do Carmo. Einnig
verður biblíufræðsla fyrir fullorðna.
Efnið er aðgengilegt öllum á vef
kirkjunnar á www.adventistar.is
undir fræðsluefni/Biblíulexia.
Kl. 12:00 Guðsþjónusta. Þóra
Jónsdóttir prédikar. Allir hjartan-
lega velkomnir.
Sími hjá safnaðarpresti er 8662800,
netfang thora@adventistar.is