Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar2011
Vorum fjögurra, fimm og sex ára
/
-Magnúsína Agústsdóttir og tvær systur hennar misstu föður sinn í Glitfaxaslysinu
Ágúst Hannesson, húsgagnasmiður,
var aðeins tuttugu og þriggja ára
gamall, f. 2.8 1927, þegar hann
fórst með Glitfaxa. Hann lét eftir
sig eiginkonu og þrjú böm en kona
hans, Oddný Guðrún Sigurðar-
dóttir, gekk með fjórða barnið.„Við
systumar vomm fjögurra, fimm og
sex ára gamlar og mamma ófrísk að
barni sem dó í maí sama ár,“ sagði
Magnúsína ein dætranna þegar hún
var spurð út í atburðinn sem
markaði allt líf ungu móðurinnar
og dætranna.
Helga er elst systranna, fædd
1944, Magnúsína 1946 og Oktavía
er ári yngri, fædd 1947. „Við
bjuggum í Reykjavík þegar slysið
varð, foreldar mínir og við Helga
vorum flutt þangað en Oktavía var
hjá ömmu og afa í Vestmanna-
eyjum. í minningunni finnst mér að
pabbi hafi skroppið til Eyja og ég
man ekki eftir að hafa heyrt að
hann hafi átt þangað sérstakt erindi.
Mér frnnst eins og mér hafi verið
sagt að hann hafi ætlað að taka
Oktavíu með sér til Reykjavíkur en
amma ekki viljað það.
Ef svo hefði verið þá hefði Okta-
vía farið líka. Mamma var ófrísk
og með tvær litlar stelpur og amma
vildi létta undir með henni og hafa
bamið áfram,“ sagði Magnúsína
sem man lítið eftir þessum tíma
fyrir utan það að Oktavía, amma
hennar í Helli, kom til Reykjavíkur
til að sækja þær mæðgur og hafði
þær með sér til Vestmannaeyja.
„Föðursystir mín bjó við hliðina
á okkur á Suðurlandsbrautinni og
mamma var mikið hjá henni fyrst
eftir slysið og svo kom amma að
sækja okkur. Við systurnar ólumst
SYSTURNAR ásamt móður sinni. F.v. Helga, Magnúsína og Oktavía.
MAGNÚSÍNA: -Við systurnar
ólumst upp hjá henni í Helli en
afi dó sama ár og slysið varð .
upp hjá henni í Helli en afi dó sama
ár og slysið varð, eftir erfið veik-
indi. „Eg man vel eftir því að líkið
stóð uppi í Helli og það var hús-
kveðja heirna eins og siður var á
þeim tíma. Eg man mjög óljóst eftir
pabba en ég var stundum að spyrja
Lillu, föðursystur mína, um hann.
Hún sagði mér að Ágúst hafi nú
verið montinn þegar hann gekk
með stelpumar sínar niður Lauga-
veginn enda algjört snyrtimenni og
vildi hafa okkur fínar og þaðan
hefur maður kannski pjattið. Hann
var alltaf fínn til fara eins og sést á
myndum. Eftir að hann dó vann
mamma alltaf í fiski og amma í
Þurrkhúsinu austur í bæ. Þegar við
Helga fórum að stálpast, vorum
svona 10 eða 11 ára fórum við í
sveit á sumrin. Við vorum heppnar
því við lentum hjá góðu fólki.
Slysið og áfallið sem því fylgdi var
ekki mikið rætt,“ segir Magnúsína
enda ekki boðið upp á áfallahjálp
eins og í dag. „Amma og mamma
þurftu að vinna fyrir heimilinu.
Þetta var algjört kvennaríki, “ segir
hún og brosir enda hlýtur að hafa
verið pilsaþytur á heimilinu og
Elsa, móðursystir Magnúsínu, bjó
einnig hjá þeim.
Engu að síður var erfitt að alast
upp föðurlaus. „Ég fann oft fyrir
því í uppvextinum þó svo að við
höfum alist upp við gott atlæti, það
vantaði ekki. Hún amma var betri
en engin. En þetta var nú ekki
hátekjufólk og auðvitað markaði
þessi reynsla okkur allar, án þess að
hægt sé að segja nákvæmlega
hvernig. Ég gat ekki gert allt sem
mig langaði til, ég kláraði
Gagnfræðaskólann en ef krakkar
ætluðu áfram þá þurftu þeir að fara
til Reykjavíkur. En okkur skorti
ekki neitt og betur hugsað um
okkur en hjá mörgum öðrum ef
eitthvað var. Magnúsína segir að
því miður hafi þær systur ekki vitað
um minningarathöfnina um borð í
Baldri þann 31. janúar. „Helga og
Oktavía fóru með blóm að minnis-
varðanum í Fossvogskirkjugarði
þar sem nöfn þeirra sem fórust með
Glitfaxa eru skrifuð. Þær settu þrjár
rósir og það voru bæði kerti og
blóm við minnisvarðann þegar þær
komu í garðinn, “ sagði Magnúsína
að lokum og leggur áherslu á að
þrátt fyrir þessa sáru reynslu hafi
þær systur búið við gott atlæti í
uppvextinum.
Eina sem litli karlinn gat gert var að halda áfram
-Sævald Pálsson, Þingholti var þrettán ára þegar hann missti föður sinn
ÞÓRSTEINA OG PÁLL með krakkahópinn. Aftast, Þórunn, Kristinn, Emil og Guðni. f miðið, Hulda, Margrét, Þórsteina yngri í fanginu á
mömmu sinni, Páll heldur á Emmu, og Kristín. Fremst eru Hlöðver, Sævald og Birgir. Á myndina vantar Jón sem var austur á Eskifirði.
Páll Jónasson, skipstjóri, var einn
farþeganna sem fórst með Glitfaxa
31. janúar 1951. Hann var 51 árs
þegar hann lést og lét eftir sig
eiginkonu og þrettán börn. Kona
hans var Þórsteina Jóhannsdóttir í
Þingholti og börn þeirra eru oftar
en ekki kennd við Þingholt þar sem
þau ólust upp. Eitt þeirra er Sævald
Pálsson sem þurfti ungur að takast
á við föðurmissi og mikla lífreynslu
því hann fylgdi farþegunum út á
flugvöll þegar þeir lögðu upp í
þessa örlagaríku ferð.
„Ég var 13 ára gamall, fermdist
þremur mánuðum seinna," sagði
Sævald þegar hann var spurður út í
slysið „Ég fór með þessu fólki út á
flugvöll," bætir hann við og lýsir
því nánar. „Það var skrítið að það
voru einhver ónot í manni, það
vantaði einn farþegann þegar komið
var út í völl og þurfti að snúa við
og sækja hann. Svo fór ég heim,“
segir hann en fréttir af slysinu voru
í fyrstu mjög óljósar. „Fyrst heyrði
ég að töskumar hefðu verið í vél-
inni sem fórst og að vélin sem fólk-
ið var í hefði lent. En ég fylgdi
þessu fólki út á völl og kom einn til
baka fyrir utan bílstjórann."
Þetta hefur verið mikil iífsreynsla
fyrir ungan dreng?
„Þetta sat vel í manni á eftir. Eina
sem litli karlinn gat gert var að
halda áfram og ákveða að maður
skyldi standa sig í lífinu," sagði
Sævald en þegar slysið varð bjuggu
tólf böm á heimilinu í Þingholti þar
af fjögur yngri en Sævald „ Við
vorum tólf heima, Jón var fyrir
austan. Þetta var ungt fólk að takast
á við lífið og ekkert verið að
kvarta. Við stóðum saman og
urðum að takast á við þetta, það var
ekkert annað að gera. Hjá mér varð
lítið úr skólagöngu, ég tók fyrsta
bekk í Gagnfræðaskólanum og svo
fór ég á vinnumarkaðinn. Ég
menntaði mig svo eftir það, fór á
fjögurra mánaða vélstjómamám-
skeið og svo tók ég fjögurra
mánaða sambærilegt skipstjómar-
nám. Nú er þetta öðmvísi og fólk
orðið fullorðið þegar það hefur náð
sér í starfsréttindi. Ég tók svo full
skipstjómarréttindi, það vom átta
mánuðir og ég tók þau fyrsta árið
sem námið var hér í Eyjum,“ sagði
Sævald en hann skilaði samtals 50
árum á sjó, þar af 45 ámm sem
skipstjóri og óhætt að segja að hann
hafi skilað sínu.
Nú er þess minnst að sextíu ár eru
frá því slysið varð?
„Þetta em sextíu ár en er alveg
greypt inn í mann. Ég ákvað að
halda áfram og mér hefur vegnað
vel í lífinu. Allur manns peningur
fór í heimilið þar til ég fór að slá
mér upp og búa. Mér hefur verið
launað vel fyrir og alltaf haft meira
en nóg og komist vel af,“ sagði
Sævald þegar hann var beðinn um
að rifja upp þá erfiðu reynslu sem
Glitfaxaslysið var.