Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar 2011
15
Höllin:
Samkeppni
um nafn á
nýjan veit-
ingastað
Aðstandendur Einsa kalda og
Hallarinnar hafa ákveðið að fá
Eyjamenn og aðra sem vilja, til
liðs við sig við að finna nafn á
nýja sal Hallarinnar.
Salurinn er upphækkaður í
norðurenda Hallarinnar og að
stórunr hluta stúkaður af með
færanlegum tjöldum. Hann verð-
ur notaður til að taka á nróti
hópuni, stórum sem smáum og
gefur mikla möguleika. Til þess
að eiga auðvelt með að kynna
hann einan og sér, er nrikilvægt
að hann fái sitt eigið nafn. Sem
innblástur fyrir þá sem vilja taka
þátt, þá er útsýnið úr nýja salnum
ótrúlegt, allt frá Smáeyjum f
vestri til Eyjafjallajökuls og
Eldfells í austri og svo auðvitað
með okkar stórkostlegu Norður-
kletta þar á milli.
Sá sem sigrar í samkeppninni
fær gjafabréf á mat og tónleika
Fjallabræðra þann 5. mars í
Höllinni fyrir fjóra.
Allar tillögur sendast á
daddi@hollin.is
Frekari upplýsingar veitir Bjarni
Olafur í síma 896-6818.
Rólegt hjá lögreglu:
Brugðust
skjótt við
-þegar þakplötur losn-
uðu afVSV
Vikan var með rólegra móti hjá
lögreglu og fór skemmtanahald
helgarinnar þokkalega fram en þó
var eitthvað um pústra án þess þó
að kærur liggi fyrir.
Að morgni 1. febrúar sl. var
lögreglu tilkynnt um að þakplötur
væru að fjúka af húsi Vinnslu-
stöðvarinnar. Björgunaraðilar
brugðust skjótt við og náðu að
fergja þakplöturnar áður en meira
tjón hlaust af.
Tvö vinnuslys
Tvö vinnuslys voru tilkynnt til
lögreglu í vikunni sem leið. I
öðru tilvikinu var um að ræða
slys hjá Godthaab í Nöf þar sem
starfsmaður lenti með hönd í
flatningsvél með þeim afleið-
ingum að hann skarst á hendi og
þurfti að sauma 10 spor í höndina
til að loka sárinu.
I hinu tilvikinu var um að ræða
slys hjá Vilberg-kökuhúsi þar
sem starfsmaður sem var að
vinna við að taka bökunarmót úr
bökunarofni, rann til og féll á
gólfið með þeim afleiðingum að
hann slasaðist á baki.
Tvö umferð-
aróhöpp
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt
lögreglu í vikunni og var í öllum
tilvikum um minniháttar óhöpp
að ræða og engin slys á fólki.
Alls liggja fyrir sex kærur vegna
brota á umferðarlögum í vikunni
en m.a. er um að ræða stöðubrot,
ólöglega notkun á ljósabúnaði, og
farþegar fluttir þannig að hætta
skapast
Þrjár af starfsstúlkum Sparisjóðsins, Harpa Gísladóttir, Anna Kristín Hjálmarsdóttir og Björg Egilsdóttir. Starfsfólkið hefur alla tíð verið einn
sterkasti hlekkurinn í starfsemi Sparisjóðsins.
Sparisjóður Vm. kominn fyrir vind - Bjargað með aðkomu heimamanna:
Hornsteinn í héraði
-Er mat bæjarstjóra - LV stóð frammi fyrir því að hrökkva eða stökkva - VSV
sér hagnarvon með aðkomu sinni - Þeir heppnu seldu sín stofnbréf
Eftir að fjárhagslegri endurskipu-
lagningu Sparisjóðs Vestmannaeyja
lauk í lok síðasta árs er Seðla-
bankinn stærsti eigandinn, með hlut
upp á 55,3 prósent en stofnfé var í
desember sl. einn milljarður og
4000 krónur. Bankasýsla nkisins fer
með hlut Seðlabankans en það
vekur athygli að aðilar innanbæjar
koma myndarlega að endurreisn
Sparisjóðsins. Reyndar á misjöfnum
forsendum. Eru það Lífeyrissjóður
Vestmannaeyja sem fer með 14,2%
hlut, Vestmannaeyjabær 10,1%,
Vinnslustöðin hf. 5,0% og aðrir
stofnfjáreigendur samtals um 15%.
„Aðkoma þessara aðila sýnir
sterkan vilja heimamanna að koma
að endurreisninni og efla Spari-
sjóðinn til framtíðar," segir í frétt
sem stjórn Sparisjóðsins sendi frá
sér rétt fyrir síðustu áramót.
Hvað var verið að selja?
í viðtali við Fréttir staðfesta full-
trúar Vestmannaeyjabæjar, Lífeyris-
sjóðsins og Vinnslustöðvarinnar að
þeir vilja sjá Sparisjóðinn dafna þó
þeir komi inn á misjöfnum for-
sendum. „Vestmannaeyjabær hefur
alla tíð metið stöðuna svo að
Sparisjóðurinn ætti að vera sá hom-
steinn í héraði sem honum var í upp-
hafi ætlað,“ segir Elliði Vignisson,
bæjarstjóri, um þá ákvörðun
bæjarstjómar að gerast stofnfjáreig-
andi í Sparisjóði Vestmannaeyjar.
„Sú hefur verið krafan, óháð póli-
tískum litum bæjarstjórnar. Við
lögðumst mjög eindregið gegn þeim
gjömingi sem átti sér stað þegar
stofnfé gekk kaupum og sölu og
spurðum þeirrar óþægilegu spum-
ingar, „hvað er verið að selja?“ Svo
mikið er víst að ef frá var skilinn
samfélagssjóðurinn þá var ekki
innstæða fyrir yfirverði bréfanna."
Elliði segir að nú eftir fjárhagslega
endurskipulagningu og endurreisn
hafi Sparisjóðurinn alla burði til að
eflast og veita Eyjamönnum áfram
þjónustu sína og stuðning. „Það er
líka okkar mat að fyrsta skylda
Sparisjóðs Vestmannaeyja sé við
íbúana og samfélagið. Sem hluti af
eigendahópi munum við beita okkur
fyrir því. Að lokum teljum við að
þessi fjárfesting sé síst óarðbærari
en þær ávöxtunarleiðir sem fjár-
sterkum bæjarsjóði standa nú til
boða.“
Þátttaka LV skilyrði fyrir
endurreisn
Andrea Atladóttir, formaður stjórnar
Lífeyrissjóðsins, sagði að sjóðurinn
hafi verið einn stærsti skuldabréfa-
eigandi Sparisjóðsins og stóð
frammi fyrir því annars vegar að
taka á sig niðurfærslu krafna og
umbreytingu í stofnfé ásamt víkj-
andi lánum, og hins vegar að neita
þátttöku, tapa öllum sínum kröfum
og láta Sparisjóðinn rúlla yfir.
„Þátttaka Lífeyrissjóðsins var gerð
að kröfu Seðlabankans til að
fjárhagsleg endurskipulagning færi
fram með aðkomu þeirra.
Tap Lífeyrissjóðsins og lífeyris-
þega hans hefði orðið miklu meira
með því að taka ekki á sig lækkun
krafna og neita að taka þátt í endur-
skipulagningu sjóðsins. Þannig að
ákvörðun var tekin út frá heildar-
hagsmunum sjóðfélaga Lífeyris-
sjóðsins. Einnig má geta þess að
tilvist Lífeyrissjóðsins er tengd við
atvinnustarfsemi í bænum og það er
ábyrgð okkar hér í Eyjum að hjálp-
ast að við að leysa málin eins og við
teljum best fyrir samfélagið í heild,“
sagði Andrea sem svaraði einnig
fyrir Vinnslustöðina þar sem hún er
fjármálastjóri.
Von um ávöxtun og stuðn-
ingur við samfélagið
„Vissulega er fjárfesting af þessum
toga ekki venjulegur hluti af starf-
semi Vinnslustöðvarinnar en miðað
við stöðu Sparisjóðsins, eftir endur-
skipulagningu og áætlanir fram í
tímann, gerum við ráð fyrir viðun-
andi ávöxtun á sjóðnum. Forsendur
um ávöxtun ásamt því að styðja við
samfélagið í Eyjum er grundvöll-
urinn fyrir því að Vinnslustöðin kom
inn í stofnfjáreigendahópinn.
Við teljum tilvist Sparisjóðsins
gera samfélaginu gott og vildum
taka þátt í því að hann héldi velli.
Hann stóð betur í samanburði við
flesta aðra sparisjóði í landinu og
við teljum líkur á að hann muni
halda velli og gera samkeppni hér í
Vestmannaeyjum gott. Þó svo auð-
velt sé orðið að eiga bankaviðskipti
á netinu þá skiptir miklu að hafa
bankaútibú á svæðinu,“ sagði
Andrea.
Rýr hlutur stofnfjáreigenda
Eins og aðrar fjármálastofnanir varð
Sparisjóður Vestmannaeyja fyrir
tjóni í bankahruninu. Heildarskuldir
sjóðsins voru um 3,6 milljarðar og
kom ríkið inn með 2,2 milljarða sem
virðast smáaurar miðað við það sem
er að gerast í öðrum sparisjóðum.
Eftir endurskipulagningu á efnahag
og rekstri var stofnfé aukið um 904
milljónir króna að nafnvirði.
Upphaflegir stofnfjáreigendur voru
70 en á árunum 2007 og 2008 gekk
stofnfé kaupum og sölum og skiptu
tíu til tólf stofnfjárbréf um hendur.
Ekki hafa Fréttir það staðfest en sagt
var að verðið hefði verið á bilinu 20
til 25 milljónir króna. Þegar
samþykkt var að auka stofnfé um
350 milljónir árið 2007 ákváðu allir
stofnfjáreigendur að taka þátt í
aukningu sem var fimm milljónir á
hvern. Einhverjir tóku lán til
stofnfjárkaupanna sem hefur reynst
sumum þeirra þungur baggi. Ymist
voru þetta gengistryggð lán, lán
tengd vísitölu eða húsnæðislán.
Ekki er ótrúlegt að gróðavon hafi
blundað í huga stofnfjáreigenda og
þeir reiknað með að arður létti
róðurinn við að greiða upp lánin og
þeir sem keyptu, jafnvel fyrir tugi
milljóna króna, hafa hugsað eins. En
það sem enginn sá fyrir var fall
íslensku bankanna sem síðar drógu
sparisjóðina með sér. Allir þekkja
afleiðingamar en eðlilega brennur
mest á stofnfjáreigendum Sparisjóðs
Vestmannaeyja og annarra spari-
sjóða. Þeir sem seldu sín bréf standa
aftur á móti með pálmann í hönd-
unum.
Ljósi punkturinn er að ekki hefur
annað komið fram en að gætt hafi
verið varúðar í útlánum. Olíkt því
sem víða gerðist samkvæmt nýjustu
fréttum.
Ómar Garðarsson.