Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar2011
7
EINARSSTOFA Fjölmenni var við opnun stofunnar sem er í anddyri Safnahússins. Hentar hún vel til sýningahalds.
Skemmtileg dagskrá við opnun Einarsstofu
Einarsstofa í anddyri Safnahúss var
opnuð þann 7. febrúar en þá vom
105 ár fá fæðingardegi Einars Sig-
urðssonar, útgerðar- og athafna-
manns í Vestmannaeyjum. Kári
Bjamason, forstöðumaður Bóka-
safns Vestmannaeyja, sagði við
opnunina að stefnt væri að því að
hafa þar lifandi sýningar og færa
þannig menningararfmn nær fólk-
inu.
Heilmikil og skemmtileg dagskrá
var við opnunina sem hófst á ávarpi
Elliða Vignissonar bæjarstjóra.
Hann bauð gesti velkomna og fjall-
aði um Einar og Svövu Ágústsdótt-
ur, konu hans, og þátt þeirra í mót-
un byggðar og sögu Vestmanna-
eyja. Svavar Sigurmundsson, fyrr-
um forstöðumaður Ömefnastofnun-
ar, fjallaði um ömefnaskrá eftir
Sigurð Sigurðsson en hún er fyrsta
prentaða örnefnalýsing á Islandi.
Sigurður flutti ungur til Eyja og
varð einn fróðasti maður um
Vestmannaeyjar og lýsingar hans
em afar mikilvægar.
Elísabet Einarsdóttir, elsta núlif-
andi bam Einars og Svövu, minnt-
ist foreldra sinna en hún og Guð-
ríður, eldri systir hennar, voru einu
börn þeirra hjóna sem fæddust í
Eyjum en yngri systkinin eru fædd
í Reykjavík. Hún sagði að hjarta
Einars og hugur hafi ávallt verið í
Eyjum, opnaði sýninguna formlega
og afhjúpaði spjald með upplýsing-
um um Einarsstofu. Systur hennar,
Sólveig og Auður, vom með erindi
eða leikþátt um samvinnu Einars
og Þórbergs Þórðarsonar rithöfund-
ar en hann skrifaði ævisögu Einars.
Það var enginn annar en Ragnar í
Smára sem leiddi þá saman en er-
indi þeirra systra byggir að mestu á
dagbókarskrifum Einars og kemur
þá fram nýtt sjónarhorn á samstarf
þeirra annars ólíku manna. Þeir áttu
engu að síður gott samstarf og urðu
miklir mátar.
Sólveig Unnur Ragnarsdóttir,
söngkona söng tvo íslensk lög, við
undirleik Jarls Sigurgeirssonar og
Gunnbjörns Þorsteinssonar.
Flutningurinn vakti mikla athygli
en annað laganna, Að iðka gott til
æru, er skrifað við ljóð sr. Jóns
píslarvotts og og er að ftnna í hand-
riti sem fræðimenn telja merkasta
tónlistarhandrit sem til er á ís-
lensku. Það handrit var ritað í Vest-
mannaeyjum 1743. Ljósprentun að
því handriti er nú til sýnis í anddyri
Safnahúss. Vel far þú verfólkstíð,
er einnig eftir Jón og Unnur söng
það við nýtt og glæsilegt lag eftir
Amþrúði Lilju Þorbjörnsdóttur en
ljóðið var oft sungið í Vestmanna-
eyjum á lokadegi, sem er 11. maí.
Síðan sungu allir saman Áður var
síldin um allan sjó eftir Ása í Bæ
og fluttu sig svo upp á Byggða-
safnið þar sem Jóhanna Ýr Jóns-
dóttir, safnstjóri, kynnti fyrir-
hugaðar breytingar á safninu. I
lokin var kaffisamsæti í boði bæjar-
yfírvalda í rými inn af safninu og
voru eingöngu Kjarvals verk í eigu
Listasafns Vestmannaeyja til sýnis.
Kári Bjarnason, forstöðumaður - Gjöf
barna Einars og Svövu til bæjarbúa
Farvegur fyrir alls
kyns heimildir
MYNDIR af Svövu og Einari prýða Einarsstofu.
Að sögn Kára Bjamasonar, for-
stöðumanns Bókasafns Vestmanna-
eyja, byrjaði boltinn að rúlla er
bæjaryftrvöld fréttu að böm hjón-
anna Einars Sigurðssonar, útgerðar-
manns og Svövu Ágústsdóttur
vildu gjama leggja sitt af mörkum
til eflingar Safnahúsinu til minn-
ingar um foreldra sína.
„Sú hugmynd kviknaði með mér
og bæjaryfirvöldum að nýta and-
dyrið til þess þar sem þar væri rými
sem hefði aldrei fengið að njóta sín
sem skyldi," sagði Kári og bætti
við að hann hefði fengið leyfi til að
vinna nánar úr hugmyndinni með
stýrihópi um Byggðasafnið til að
tryggja að sem mest samræmi yrði
á milli anddyris og breytinganna á
Byggðasafninu.
I samráðshópnum sátu Jóhanna Ýr
Jónsdóttir, safnstjóri á Byggða-
safninu, Sæþór Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri SmartMedia auk
Kára. „Við komum okkur saman
um ákveðna niðurstöðu sem var
samþykkt af fjölskyldunni. Fjöl-
skyldan tók jafnframt ákvörðun um
að kosta breytingamar á anddyrinu
að fullu,“ sagði Kári. „Eg vann
sfðan að málinu ásamt Ágústi
Einarssyni sem var fulltrúi fjöl-
skyldunnar í málinu. Bætti hann
við að það hafi verið afskaplega
ánægjuleg samskipti og greinilega
mikill áhugi á því að standa mynd-
arlega að verkinu. „Svo vel raunar
að við opnunina komu þau klyfjuð
af ómetanlegum gersemum, forláta
útskurði eftir Ríkarð Jónsson,
frumútgáfu að Bréfi til Láru með
bráðskemmtilegri áritun til Einars,
ýmsar útgáfur Einars og fleira úr
bókasafni hans sem við Ágúst
mddum inn í skápana rétt fyrir
opnun.“
En hver er hugsunin með Einars-
stofu? A bara að minnast Einars
þar? „Nei, alls ekki. Gjöf bama
Einars og Svövu er gjöf til bæjar-
búa,“ svarar Kári með áherslu.
„Alveg eins og bókasafn Einars var
á sínum tíma gjöf til starfsmanna
hans er þessi gjöf bamanna fram-
tak þeirra til að auðvelda aðgengi
að dýrmæti safnsins. Anddyrið er
með fjölda glæsilegra glerskápa
sem allir em læstir og því hægur
leikur fyrir okkur að setja upp
ýmsar smærri sýningar með
margvíslegu efni. Við ætlum okkur
að sýna menningararf Vestmanna-
eyja með lifandi hætti í anddyrinu."
Kári segir hljómburðinn orðinn
frábæran eftir að nýja steinteppið
var lagt á anddyrið. „Til viðbótar
sýningum sjáum við fyrir okkur að
bjóða þar upp á tónleika, fyrirlestra
og hvers kyns kynningar. Kári
bætir því við að hann vilji minnast
hjónanna með því að taka frá þá
tvo glerskápa sem standa austan-
megin í anddyrinu þegar gengið er
inn með því að hafa ævinlega í
þeim skápum muni er tengist fjöl-
skyldunni." Á milli skápanna er
fallegt spjald sem vekur athygli á
þeim hjónum og ofan á bóka-
skápunum tveimur em brjóstmyndir
af hjónunum eftir Sigurjón Ólafs-
son sem böm þeirra gáfu árið 2006.
„Brjóstmyndin af frú Svövu er ein-
stakt listaverk og hefur t.a.m. Björn
Th. Bjömsson rætt um verkið sem
eitt mesta listaverk Sigurjóns,"
bætir Kári við.
Það sem heillar mig er tækifærið
sem gefst til að gefa bæjarbúum
sjálfum möguleika á því að sýna í
rýminu. Einarsstofa er hugsuð
öðmm þræði fyrir okkur til að sýna
það sem við, sem samfélag, emm
stoltust af að eiga. Hins vegar
auglýsi ég eftir því að safnarar hafi
samband við mig ef þeir vilja deila
söfnun sinni með bæjarbúum."
Ertu þá eingöngu að hugsa um
bœkur? „Nei. Eg sé fyrir mér hvers
kyns einkasöfn sem gaman væri að
deila með öðmm á sýningu sem
stæði ákveðinn tíma og tæki jafnvel
aðeins hluta af rýminu. Sem dæmi
má taka ljósmyndir, bréf, dag-
bækur, Eyjaprent, eigin skúffu-
skáldverk, frímerki, samantekt á
ömefnum eða húsaheitum, o.s.frv.
o.s.frv. Við emm ekki endilega að
leita að því sem er hundgamalt,
heldur miklu frekar því sem bæjar-
búar gætu haft áhuga á.“
„Svo á ég mér einn draum" bætir
Kári við. „Sá er að búa til farveg
fyrir bæjarbúa sem luma á hvers
kyns heimildum um þá muni sem
vistaðir eru í Safnahúsinu eða
gefendur þeirra. í samfélaginu er til
gríðarleg þekking og minning sem
ég sé alltaf betur og betur að
nauðsynlegt er að fanga með því að
skrá hana niður. Mig langar til að
setjast niður í þessu fallega rými,
sem Einarsstofa er, og bjóða bæjar-
búum að koma á ákveðnum tímum,
t.d. eitt kvöld í mánuði, og deila
þekkingu sinni á þeim verðmætum
sem hingað hafa vistast. Síðan
mætti í framhaldinu efna til sýn-
ingar og dagskrár þar sem munir og
minningar fengju að fléttast saman.
En einn útlendingsræfill getur þetta
ekki, það verður að vera heima-
fólksins að leiða þennan dans,“
sagði Kári Bjamaon.