Fréttir - Eyjafréttir - 10.02.2011, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 10. febrúar2011
11
Gísli og Svavar Steingrímssynir misstu Jón Helga, bróður sinn, í slysinu:
Mamma sætti sig aldrei við missinn
-Eins og gefur að skilja sögðu þeir - Ætluðu suður að leita
BRÆÐURNIR, Bragi, Svavar,, Gísli, Jón Helgi, Páli og Benedikt Kristján.
Þau voru sjö systkinin, Benedikt
Kristján fæddur 1926, Björg fædd
1928, Páll 1930, Jón Helgi 1932,
Gísli 1934, Svavar 1936 og Bragi
1944, synir Steingríms Benedikts-
sonar, skólastjóra Gagnfræðaskól-
ans og Hallfríðar Kristjánsdóttur.
Þau misstu dótturina unga og annað
skarð var höggvið í systkinahópinn
þegar Glitfaxi fórst. Það var bróð-
irinn Jón Helgi sem stundað hafði
nám í tónlist í Reykjavík. Og erind-
ið til Reykjavíkur var tengt tónlist-
inni.
„Það átti að fara stofna HG-sex-
tettinn og það vantaði píanó í Al-
þýðuhúsið. Jón var sendur suður til
að kaupa píanó og það var ástæðan
fyrir því að hann var um borð í
Glitfaxa þennan dag,“ sagði Gísli
sem rifjaði upp þennan örlagadag
ásamt Svavari bróður sínum í við-
tali við Fréttir.
Og Gísli hélt áfram. „Það gekk á
með éljum og þau biðu í eina tvo
klukkutíma til að komast í loftið.“
„Élin vom mjög dimm og það
hvessti í þau,“ bætti Svavar við.
„Með honum var Sigurjón Sigur-
jónsson sem einnig var í tónlistinni
en sá þriðji úr hópnum sem ætlaði
með, Siggi á Háeyri, fékk ekki pen-
ing hjá Hraðfrystistöðinni til að
kaupa flugmiða, sem bjargaði
honum,“ sagði Gísli. „Þetta var
undarleg tilviljun,” sagði Svavar og
tók Gísli í sama streng. „Sumir eru
feigir og aðrir ekki.
Þeir sögðu að flugvélin hefði farið
í loftið um klukkan fjögur og um
kvöldið fór að fréttast að flugvélin
væri týnd. Strax var byrjað að leita
í lofti á sjó og fjömr gengnar. „Við
Palli ætluðum suður til að leita en
það var enga ferð að fá. Það voru
alls konar sögur sem fóm af stað.
Ein var að flugvélin hefði náð að
lenda á Grænlandi sem stóðst ekki
því hún hafði ekki eldsneyti til að
ná þangað,“ sagði Gísli.
Löng nótt hjá foreldrunum
„Síðan tók við löng nótt hjá for-
eldrum okkar," sagði Svavar og
þeim ber saman um að áfallið hafi
verið mikið. „Jón Helgi var 19 ára
þegar hann fórst og hefði orðið 20
ára þann 24. febrúar,“ sagði Gísli.
Jón Helgi var mikill músíkant, að
því er kemur fram hjá þeim bræðr-
um. Hann hafði stundað nám við
Söngskóla þjóðkirkjunnar í orgel-
leik og kórstjóm. „Hann var líka
hörku djasspíanisti. Það var mikil
músík á heimilinu þar sem var
gítar, harmonikka og seinna píanó
sem núna er heima hjá mér. Já, það
var mikið sungið og spilað á þessu
heimili,“ sagði Svavar.
Bæði Jón Helgi og Palli vom í
skóla uppi á landi og segjast Gísli
og Svavar hafa fyrir vikið ekki
þekkt þá mjög náið og því hafi
missirinn kannski verið minni en
ella hjá þeim bræðmm. En Jón
Helgi og Palli létu að sér kveða
þegar þeir komu heim í fríum. „Þeir
áttu báðir skíði sem ekki var al-
gengt í Vestmannaeyjum þá frekar
en nú. Ég man eftir að þeir út-
bjuggu stökkpall í brekkunni við
Gagnfræðaskólann," sagði Svavar.
Gísli rifjaði upp sögu af því þegar
nokkrir drengir fóru á árabát í
skælingi og leiðindaveðri út fyrir
hafnargarða. Það var Palli sem
hafði sagt söguna en í spjallinu
kom í ljós að Svavar hafði verið um
borð í bátnum en fékk það í gegn
að vera settur í land áður en
ósköpin dundu yfir. Þegar þeir vom
við Hörgeyrargarðinn reis báturinn
upp á öldu og endastakkst, tók
niðri og fór yfir sig. Tveir náðu á
kjöl en hinir komust upp á Hörg-
eyrina. Skemmdist báturinn
talsvert en peyjamir sluppu með
skrekkinn.
„Þeir voru nokkrir um borð,
meðal annars Sigurjón, sem við
kölluðum Bússa, Nonni bróðir og
Siggi á Háeyri. Fannst okkur það
mikil tilviljun að þama vom þrír
sem ætluðu með vélinni og af þeim
fómst tveir,“ sagði Gísli.
Þá sagði Svavar: „Sumir eru feig-
ir,“ „og aðrir ekki bætti Gísli við.
Þó þeir væra unglingar gerðu þeir
sér grein fyrir því að Glitfaxaslysið
hafði mikil áhrif á Vestmannaeyjar.
„Við fundum fyrir því að þetta var
mikið áfall í okkar næmmhverfi og
mamma sætti sig aldrei við þetta
eins og gefur að skilja," sagði
Svavar og Gísli átti lokaorðin. „Já,
þetta var alveg rosalegur skellur og
þama missti Palli, sem var mjög
trúaður, trúna á Guð almáttugan."
Skelfilegasti dagur sem pabbi lifði
-Kom í hans hlut, sem umboðsmanns Flugfélagsins, og séra Halldórs Kolbeins,
að tilkynna ættingjum að flugvélin væri týnd, segir Kristmann Karlson
KARL að afgreiða eina af vélum Flugfélagsins.
Glitfaxi var í eigu Flugfélags
Islands og umboðsmaður félagsins
í Eyjum var Karl Kristmannsson,
heildsali og kaupmaður með meiru.
Sonur hans, Kristmann, sem tók
við fyrirtæki föður síns og rekur
það enn þann dag í dag, man eftir
tvennu sem gerðist þann 31. janúar
1951 þó hann hafi aðeins verið
fimm ára. Fékk hann svo seinna að
heyra að þetta hefði verið erfiðasti
dagur í lífi föður hans sem þurfti að
tilkynna ættingjum þeirra sem fór-
ust með vélinni að hún væri týnd.
Fjölskyldan bjó þá á Landagötu
3A, Ingólfshvoli, og var Flug-
félagið með skrifstofu á milli
Steinholts og Þingholts við Kirkju-
veginn. „Þar var pabbi líka með
verslun og kaffibrennslu sem hann
nefndi Fellskaffi," sagði Kristmann
en öll urðu þessi hús gosinu að
bráð 1973.
Vestmannaeyjar var ekki stór bær,
íbúar 3726, þann 1. desember 1950,
þannig að allir þekktu alla. Þegar
svona margir farast í sama slysinu,
allt fólk á besta aldri, fer ekki hjá
því að það snerti allt samfélagið.
Þau vom þung sporin sem Karl,
faðir hans, þurfti að stíga þetta
kvöld. „Þetta var skelfilegasti dagur
sem pabbi lifði því það kom í hans
hlut, sem umboðsmanns Flug-
félagsins, og séra Halldórs
Kolbeins, að tilkynna ættingjum að
flugvélin væri týnd,“ sagði
Kristmann en það em tveir atburðir
sem hann man eftir þennan dag.
„Maður að austan, sem pabbi var í
viðskiptum við, hafði komið með
annað hvort Esju eða Heklu, sem
sigldu á ströndina á þessum ámm.
Hér fór hann í land og ætlaði með
flugi til Reykjavíkur. Ég man að
hann gaf mér mynd af sér og þegar
til kom var þetta eina myndin sem
til var af honum. Var hún send á
Moggann en myndir af öllum sem
fómst birtust í blaðinu nokkmm
dögum seinna."
Seinna minningabrotið, var um
kvöldið þegar pabbi hans kom heim
ásamt séra Halldóri Kolbeins og
vom þeir búnir að fara til allra
nema í Þingholt þar sem Þórsteina
Jóhannsdóttir, beið eftir fréttum af
bónda sínum, Páli í Þingholti,
ásamt tólf bömum.
„Hvomgur treysti sér til að fara í
Þingholt, bæði út af bömunum og
svo vom þetta nágrannar okkar,"
sagði Kristmann en þeir gerðu
skyldu sínu og bönkuðu upp á í
Þingholti. „Mamma sagði mér
seinna að allt samfélagið hefði
verið lamað eftir slysið. Þá var
engin áfallahjálp og tilhneigingin
var að tala ekki um það óþægilega.
Það sama var uppi á teningnum
1973. Þegar Eyjamönnum stóð til
boða að mæta hjá sálfræðingi kom
enginn. Sálfræðingurinn sagði að
það gæti verið athyglisvert að tala
við okkur 40 ámm seinna."
Hann sagði að á eftir hefði verið
mikil umræða um öryggi í flugi.
Mikil samkeppni var í innanlands-
flugi milli Loftleiða og Flugfélags
Islands. „Það vantaði öll þau flug-
leiðsögutæki sem til em í dag
þannig að allt þetta hefur verið
miklu erfiðara við að eiga,“ sagði
Kristmann í spjalli um innanlands-
flugið sem þama var að slíta
bamsskónum.
Þau
sem
fórust
Áhöfn:
Ólafur Jóhannsson, flugstjóri,
f. 20.9 .1928 - sonur Jóhanns Þ.
Jósefssonar þáverandi alþingis-
manns, Vestmannaeyjum.
Páll Garðar Gíslason, flug-
maður, f. 28. 2. 1928. Faðir
Gísla Baldurs Garðarssonar, hrl.
- afi Gísla Baldurs Gtslasonar
blaðamanns á Morgunblaðinu en
að nokkru leyti hefur verið
stuðst við frásögn hans af
slysinu í umfjöllun Frétta.
Eiginkona Garðars var frá
Eyjum
Olga Guðbjörg Stefánsdóttir,
flugþema, f. 24. 4. 1929.
Farþegar:
1. Agúst Hannesson, húsgagna-
smiður, f. 2. 8. 1927 - frá Hvoli-
faðir þeirra systra frá Helli
Helgu, Magnúsínu og Oktavíu.
Var bróðir Einars á Brekku.
2. Guðmann Guðmundsson,
matsmaður, f. 29. 6 .1891.
3. Guðmundur Guðbjarnason,
bóndi, f. 20. 5. 1896.
4. Hans Gunnar Stefánsson,
fulltrúi, f. 15. 3. 1915.
5. Herjólfur Guðjónsson, verk-
stjóri, f. 25. 12. 1904 -Frá
Oddsstöðum - bæjarfulltrúi og
verkstjóri við flugvöllinn f
Eyjum- bróðir Guðlaugs
Guðjónssonar, Lauga í Smið, og
þeirra Oddsstaðasystkina.
6. Hreggviður Ágústsson,
Vestmannaeyjum, verkstjóri, f.
16. 5. 1916.
7. Jón H. Steingrímsson,
hljóðfæraleikari, f. 25.1.1932 -
sonur Steingríms Benedikts-
sonar, síðar skólastjóra BV -
bróðir Benedikts, Páls, Gísla,
Svavars og Braga Steingríms-
sona.
8. Magnús Guðmundsson,
útgerðarmaður, f. 21. 1. 1894
9. María Hjartardóttir,
f.8.12.1928 - frá Hellisholti
Vestmannaeyjum.
10. Bjarni Gunnarsson, sonur
Maríu, f. 18. 8. 1950.
11. Ólafur Jónsson, rafvirki, f.
26. 8. 1889.
12. Páll Sigurgeir Jónasson,
skipstjóri, f. 8. 10. 1900 - skip-
stjóri frá Þingholti - kvæntur
Þórsteinu Jóhannsdóttur, mjög
stór fjölskylda, 12 böm - Emma
Pálsdóttir yngst þeirra -
13. Sigfús Guttormsson, bóndi,
f.12.11.1903
14. Sigurbjörn Fr. Meyvants-
son, verzlunarmaður, f. 26. 6.
1913.
15. Sigurjón Sigurjónsson, sjó-
maður, frá Vestmannaeyjum, f.
12. 5. 1932.
16. Snæbjörn S. Kr. Bjarna-
son, trésmíðameistari, f. 18. 7.
1892 - faðir Valtýs Snæbjöms-
sonar - afi Gísla Valtýssonar og
þeirra systkina.
17. Þorsteinn Stefánsson, neta-
gerðarmaður, Vestmannaeyium,
f. 9. 11. 1921.