Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 1
STJÓRNSÝSLA Óleyst fjárþörf
Hörpu umfram tekjur er 1.164
milljónir króna frá byrjun árs
2013 og til loka árs 2016. Fjárþörf-
ina á að fjármagna með auknum
framlögum ríkis og borgar og lán-
töku. Þessi framlög koma til við-
bótar við tæplega milljarðs króna
árlega verðtryggða greiðslu eig-
enda Hörpu sem eigendurnir eru
skuld bundnir að greiða á hverju
ári næstu 34 árin. Harpa tapaði
hálfum milljarði króna á síðasta
ári. Þetta kemur fram í greinar-
gerð með tillögu að fjármögn-
un Hörpu, og Fréttablaðið hefur
undir höndum, sem greitt verður
atkvæði um í borgarstjórn í dag.
Þegar Katrín Jakobsdóttir
menntamálaráðherra og Hanna
Birna Kristjánsdóttir, þáverandi
borgarstjóri, samþykktu yfirtöku
ríkis og borgar á Hörpu í febrúar
2009 kom fram í yfirlýsingu að
allar áætlanir miðist við að „ekki
þurfi að koma til aukin fram-
lög ríkis og borgar frá því sem
ákveðið var á árinu 2004“.
Samkvæmt tillögunni þurfa
ríki og borg hins vegar að leggja
Hörpu til 160 milljónir króna á
ári fram til 2016 til viðbótar við
fyrri framlög. Auk þess hafa eig-
endurnir samþykkt að breyta 794
milljóna króna brúarláni, sem
átti að greiðast í desember 2012,
í stofnframlag handa Hörpu. Því
verða bein viðbótarframlög eig-
enda til Hörpu 1.434 milljónir
króna hið minnsta.
Í greinargerðinni segir að „Val-
kosturinn við að fara ekki í ofan-
greindar aðgerðir er sá að fyrir-
tækið Harpan komist fljótlega
í þrot og starfsemin hætti með
talsverðum tilkostnaði fyrir eig-
endur“.
En það dugar ekki til að rétta
við Hörpu. Skuldabréfaútgáfa,
sem verið hefur á teikniborð-
inu lengi og Landsbankinn hefur
þegar sölutryggt, verður nýtt
til að hreinsa upp ýmsar úti-
standandi skuldir. Af þeim 18,5
mill jörðum króna sem útgáfan
á að skila munu 16,5 milljarðar
króna fara í að endurfjármagna
sambankalán vegna byggingar
hússins, 500 milljónir króna fara
í að greiða upp skammtímalán
sem veitt var í desember 2012
til að klára uppgjör við verk-
taka, 525 milljónir króna fara í
að greiða yfirdrátt vegna fjár-
mögnunar á taprekstri síðasta
árs og 272 milljónir króna eiga
að fara í að fjármagna „tekju-
skapandi framkvæmdir“ í húsinu
á árinu 2013. Þá verða 311 millj-
ónir króna teknar að láni til að
fjármagna áætlaðan halla fram
til ársins 2016 sem framlag ríkis
og borgar nær ekki að brúa.
Meirihluti borgarstjórnar mun
samþykkja tillöguna á borgar-
stjórnarfundi í dag en Kjartan
Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokks, segist ætla að
greiða atkvæði gegn henni og
býst við að samflokksmenn sínir
geri það líka.
- þsj
FRÉTTIR
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Þriðjudagur
12
ÖÐRUVÍSI RÓFURFlestir borða rófur með saltkjöti, yfirleitt soðnar og
stappaðar. Til að breyta til er gott að skera rófur í bita,
raða í eldfast mót, væta með olíu og hunangi og bragð-
bæta með salti og pipar. Baka við 200°C í 35 mínútur.
YNDISLEGUR NÆTUR SVEFN Helga María Bragadóttir á og rekur Lín Design með Braga Smith. Í bakgrunni eru vandaðar dúnsæng-ur sem umvefja nú tíu þúsund úthvílda k
O rðspor útsofinna og hamingju-samra sængureigenda hefur nú selt tug þúsunda dásamlegra og alltumvefjandi dúnsænga,“ segir Helga María Bragadóttir, annar eigenda Lín Design.
„Í sængunum er eingöngu það allra besta og slíkt skilar sér til ánægðra not-
enda,“ heldur Helga María áfram. „Sæng-
urnar eru fylltar með hundraðhvít
„Valið er einfalt því sængurnar okkar eru allar eins, hvort sem þær eru í barna- eða fullorðinsstærðum. Við bjóðum aðeins það allra besta og
sængurnar eru í senn hlýjar, léttar og
einstaklega rakadrægar,“ útskýrir Helga
María.
Sængur Lín Design eru hólfaðadúnninn h ld
10.001 SÆNG SELDLÍN DESIGN KYNNIR Í vikunni fagnar Lín Design merkum áfanga því á sex
árum hefur verslunin selt tíu þúsund dúnsængur til ánægðra viðskiptavina.
Hámarks næringargildi og upptaka í líkamanum
Eingöngu lífræntræktuð bætiefni
12
ÁRAVELGENGNI Á ÍSLANDI
ÚTSALA
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870
Opið mán.-fös. kl. 11.00-17.00, lau. 11.00-15.00 • www.friendtex.is • praxis.is • soo.dk
hættir allar vörur seldar með 50-70% afslætti
BÍLARÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2013
Fréttablaðið
Reynsluakstur - KIA Sorento
Minni vélar en sama afl
Vatnabíll nasista
Subaru Forester
Í fyrra jafnt sem á undanförnum árum voru bílaleigubílar vænn hluti þeirra nýju bíla sem seldust
á árinu. Í allt seldust um 7.900 nýir
bílar og 46,5% þeirra voru bílaleigu-
bílar, eða 3.635. Mjög misjafnt er
milli bílaumboða hversu hátt hlut-
fall bílaleigubíla var af sölu þeirra.
Eins og sést á meðfylgjandi töflu
var það sýnu hæst hjá Suzuki eða
76,3% en lægst hjá Öskju, 31,6%.
Hekla seldi flesta en Suzuki
með hæst hlutfall
Flesta bíla til bílaleiga seldi hins
vegar söluhæsta bílaumboðið,
Hekla með 991 bíl og æstflesta
Toyota eða 705 og það þriðja er BL
með 494 bíla. Þessi röð er sú sama
og á við um alla bíla selda á árinu.
Fjórða söluhæsta umboðið til bíla-
leiga er Suzuki en umboðið er það
sjötta söluhæsta í heildarsölu en
sölulægst í bílum til almennings.
Í sölu bíla til almennings er Hekla
söluhæst með 1.016 bíla og BL næst
söluhæst með 775 bíla. Toyota seldi
624 bíla til almennings en þó nokk-
uð lægra er Suzuki-umboðið með
127 bíla.
Flestir Toyota-bílar
Forvitnilegt er líka að skoða sölu
til bílaleiga milli einstakra bíl-
gerða. Þar trónir hæst Toyota með
705 bíla, Volkswagen 539, Suzuki
408, Skoda 309, Kia 279, Ford 257
og Chevrolet 193 bíla. Hæsta hlut-
fall kk bíl
er Mitsubishi með 76,7%, þá Suzuki
76,3%, Ford 55,4%, Toyota 53,0%,
Nissan 52,3% og Volk swagen 50,6%.
Því voru það sex bílgerðir se seld-
ust meira til bílaleiga en almenn-
ings í fyrra og tvær þeirra í mjög
miklum meirihluta.
Fáir í lúxusflokki
Hjá bílaleigum er oftast fátt lúxus-
bíla og endurspeglast það í þess-
um tölum. Af 136 seldum Mercedes
leigubílar, eða 1,5%. Af BMW voru
5,4% bíl leigubílar, Volvo 8,5% en
þó stin í túf ð
bílamerki enn selst mjög lítið til
bílaleiga en það er Subaru en af 92
Ólík sala umboðanna til bílaleiga
Bílaleigur keyptu 46,5% allra nýrra bíla á síðasta ári.
Askja 888 281 607 31,6% 68%Benni 457 193 264 42,2% 58%Bernhard 428 148 280 34,6% 65%BL 1269 494 775 38,9% 61%Brimborg 862 389 473 45,1% 55%Hekla 2007 991 1016 49,4% 51%Suzuki 535 408 127 76,3% 24%Toyota 1329 705 624 53,0% 47%Aðrir 50 26 24 52,0% 48%Samtals: 7825 3635 4190
Seldir
bílar
Bílaleigu-
bílar
(nýtt)
Einka-
bílar
Hlutfall
bíla-
leigubíla
Hlutfall
einka-
bíla
2 SÉRBLÖÐ
Bílar | Fólk
Sími: 512 5000
12. febrúar 2013
36. tölublað 13. árgangur
Afsögn Benedikts XVI
Tíðindi af afsögn Benedikts XVI páfa
komu kaþólsku kirkjunni í opna
skjöldu í gær. Páfi kveðst ekki ráða
við verkefni embættisins vegna elli
og hrumleika. 8
Hafernir í hættu Sést hefur til
grútarblautra hafarna í og við
Kolgrafafjörð. Ekki er hægt að ná
fuglunum þar sem þeir geta enn
flogið. 2
Þýðingar beðið Engin stórsprengja í
stjórnarskrárskýrslu Feneyjanefndar-
innar sem enn er trúnaðarskjal. 4
Grandi fækkar sjómönnum HB
Grandi gerir miklar breytingar á
rekstrinum, sjómönnum verður
fækkað en störfum fjölgað í landi. 10
milljarða
króna skulda-
bréfaútgáfa mun hreinsa upp
ýmsar útistandandi skuldir
Hörpu, meðal annars
taprekstur síðasta árs.
18,5
MENNING Óttar M. Norðfjörð og Elo
Vázquez leikstýrðu myndbandi sem
sýnt er á MTV-sjónvarpsstöðinni. 30
SPORT Einar Daði Lárusson er kominn
inn á kortið í tugþrautarheiminum
eftir frábært ár 2012. 26
Við erum í hádegismat Sími 5 800 600www.iss.is
Faxafeni 11, Reykjavík • Amarohúsinu, Akureyri
partybudin.is • s. 534 0534
1
dagur til
öskudags
SKOÐUN Örn Bárður Jónsson vill
ekkert Match Fixing um nýja stjórnar-
skrá á Alþingi. 13
Bolungarvík -1° A 4
Akureyri -5° A 3
Egilsstaðir 0° NA 5
Kirkjubæjarkl. -1° NA 4
Reykjavík 1° A 6
VÍÐA BJART Austan 3-10 m/s og
bjartviðri en snjókoma eða slydda
austast á landinu. Hiti 0-5 stig við
ströndina en vægt frost N-til. 4
DÓMUR FULLNUSTAÐUR Hávaxin grenitré sem skyggðu á sólpall á næstu lóð í Víðihvammi í Kópavogi voru felld í gær eftir langvinna deilu sem lauk með dómi
Hæstaréttar. Var þar bundinn endir á fimmtíu ára sögu á fimmtíu mínútum. 4 FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Tveir milljarðar forða
Hörpu frá gjaldþroti
Ríki og Reykjavíkurborg ætla að gefa eftir um 800 milljóna skuld vegna Hörpu.
Vantar samt sem áður 1,2 milljarða til að lifa fram til ársloka 2016. Yfirtaka ríkis og
borgar átti ekki að fela í sér aukin framlög þegar tilkynnt var um hana árið 2009.
HEILBRIGÐISMÁL Slímhúðar-
skemmdir og önnur mein af
völdum tóbaks í munni getur
komið af stað ferli sem endar
með krabbameini, segir Agnes
Smáradóttir krabbameinslæknir.
Hún óttast að munntóbaks-
notkun ungmenna nú eigi eftir
að koma fram í holskeflu krabba-
meins í munnholi og hálsi eftir
um tuttugu ár.
- óká / sjá síðu 6
Læknir um munntóbak:
Krabbahrina
vegna tóbaks