Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.02.2013, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 12.02.2013, Qupperneq 22
Bílar ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 20134 Þróunin á vélum sem eru minni og eyðslu- grennri er geysihröð. Þetta hefur leitt til þess að fyrir vikið er hægt að notast við minni vélar í bílana án þess að fórna afli þeirra. Til dæmis er nú 1,0 lítra vél í Ford Focus sem er jafn aflmikil og 1,6 lítra vélin sem hún leysir af hólmi og eyðir 20% minna og er 30% létt- ari. Fiat er með 0,5 lítra tveggja strokka vél í 500 Twinair bíl sínum sem eyðir 3,4 lítr- um á hundraðið og mengar 95 g/km af kol- tvísýringi. Volkswagen er líka mikill braut- ryðjandi í smíði lítilla og sparneytinna vél í bíla sína. Hin einstaka 1,4 lítra TSI bensínvél Volks wagen, sem er með túrbínu og hverfil- blásara, er nú aflmeiri en 2,3 lítra vél var fyrir skömmu. BMW mun brátt kynna þriggja lítra vélar í smærri bíla sína og svona mætti lengi áfram telja. Það eru hreinlega allir bílafram- leiðendur að minnka vélar sínar og fyrir vikið verða þær mun sparneytnari, án þess að afli sé fórnað. Þessi hraða þróun á mestan þátt í minnkandi mengun frá bílum og mun hún halda áfram að minnka hratt á næstu árum. Því er spáð að árið 2018 verði meira en helm- ingur nýrra bíla með minni vélar en 1,2 lítra og að 16% þeirra verði minni en eins lítra. Minni vélar – minni mengun – sama afl Smíðaðir voru 14.265 Schwimmwagen-bílar í seinna stríðinu fyrir þýska herinn, 163 þeirra eru enn til og aðeins í upprunalegu ástandi. Þessi söfnunargripur er um margt óvenjulegur bíll og orðinn mjög fágætur, en kaupandi hans þarf að punga út að lágmarki 185.000 dollurum til að krækja í hann. Brátt verður einn slíkur til sölu á uppboði í Connecticut. Það sést glögglega á bílnum að hann var smíðaður til óvenjulegra nota, en Schwimmwagen er, eins og nafnið bendir til, bíll sem kemst áfram í vatni og flýtur eins og bátur. Hann er með utanborðs- mótor sem fella má niður ef farið er um vatn og þá virka fram- hjólin sem stýri eins og á föstu undirlagi. Undirvagninn er alveg sléttur og mjög hátt undir hann. Í honum er 25 hestafla fjögurra strokka línuvél með 4-gíra kassa og fjórhjóladrifi sem virkaði í fyrsta gír og bakkgír, en fór af í hærri gírum. Schwimmwagen var framleiddur af Volkswagen á árunum 1942-44 og er sá bíll sem framleiddur hefur verið í flestum eintökum af lands- og láðarbílum. Eins og sést á myndinni er áföst byssa framan á bílnum. Pústkerfið er fyrir ofan skottið því ekki getur það verið neðarlega á bíl sem ferðast í vatni. VATNABÍLL NASISTA  SCHWIMMWAGEN NÝR SUBARU FORESTER HEFUR ALDREI VERIÐ SPARNEYTNARI Nýr Subaru Forester er nú kynnt- ur með sparneytnustu BOXER- bensínvél sem Subaru hefur boðið í fjórhjóladrifinn Subaru hingað til. Þrátt fyrir sítengt aldrif sem alltaf er til staðar þegar á þarf að halda er uppgefin elds- neytisnotkun Forester með 2,0 lítra vél ekki nema 6,5 l/100 km í blönduðum akstri. Togkúrva nýju 2.0l BOXER-vélarinnar er flatari en áður og því meira tog á lágum snúningi og einnig við efri mörk snúningsvægis. Þessi breyting eykur nýtingu elds- neytis með mýkri akstri á jafnari snúningi. CO útblásturstala nýju vélarinnar er einungis 150g/km á sjálfskiptum Forester. Kominn með CVT sjálf- skiptingu Sjálfskiptingin í Forester er svokölluð „Lineartronic“ stiglaus CVT sjálfskipting sem drifin er með keðju í stað reimar og er því snarpari í svörun og viðbragði við breyttum aðstæðum í akstri auk þess sem nýting eldsneytis er betri. Í sjálfskiptum gerðum Forester er alltaf flipaskipting á stýrinu. Bæði fram- og aftur- fjöðrun hefur verið endurbætt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.