Fréttablaðið - 12.02.2013, Síða 8

Fréttablaðið - 12.02.2013, Síða 8
12. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ð v ið b la n d a ð a n a ks tu r BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 SHIFT_ SHIFT_ Í E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 3 7 0 * M ið a ð SUBARU XV – 4x4 Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla: 4,2 l/100 km* Eyðsla: 6,6 l/100 km* RENAULT MEGANE II SPORT TOURER 1.5 dísil, sjálfskiptur. Verð 3.890 þús. kr. NISSAN QASHQAI – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. NISSAN JUKE Bensín, sjálfskiptur. Verð 4.090 þús. kr. Eyðsla: 4,6 l/100 km* Eyðsla: 6,3 l/100 km* ELDSNEYTI MINNA NÝIR SPARNEYTNIR BÍLAR FER 1.428 KM Á EINUM TANKI M.v. blandaðan ak stur VINSÆLASTI SPORTJEPPINN Samkv. Umferðars tofu 2012 KEMUR Á ÓVART! Líka þegar þú pró far SPARNEYTINN SUBARU Ný vél, aukinn ben sínsparnaður PÁFAGARÐUR, AP Tíðindin af afsögn Benedikts XVI. páfa komu kaþólsku kirkjunni í opna skjöldu. Flestir nánustu sam- starfsmenn hans höfðu ekki gert sér grein fyrir því sem til stóð. „Allir kardínálarnir voru sem þrumu lostnir og litu hver á annan,“ segir Oscar Sanchez, kardínáli frá Mexíkó, sem var viðstaddur þegar Benedikt las upp tilkynningu um afsögn sína. Sumir áttu greinilega erfitt með að skilja tíðindin. Bróðir hans, Georg Ratzinger, segir að páfi hafi verið að velta þessu alvarlega fyrir sér undan- farna mánuði. „Ég hef fullvissað mig um það að vegna aldurs hafi ég ekki leng- ur nægan styrk til að sinna páfa- dómi svo fullnægjandi sé,“ sagði Benedikt í yfirlýsingunni, sem hann las upp á fundi með kardí- nálum í Páfagarði. Hann sagði þær kröfur sem nútíminn gerði til starfsins vera það miklar að til að standa undir þeim þurfi menn að vera bæði líkamlega og andlega vel á sig komnir. Þegar Benedikt var kosinn páfi árið 2005 var hann guð- fræðingur og kardínáli í Þýska- landi og hét enn Joseph Ratzin- ger. Hann var orðinn 78 ára og var farinn að hlakka til þess að setjast í helgan stein. Hann hefur sagt að hann hefði heldur kosið að njóta ævikvöldsins við bók- lestur og gönguferðir, frekar en að vera í kastljósi fjölmiðlanna og bera höfuðábyrgð á kaþólsku kirkjunni. Páfatíð Benedikts hefur að nokkru verið stormasöm. Nokkru áður en hann tók við voru kyn- ferðisbrot fjölda kaþólskra presta víða í Bandaríkjunum og Evrópu- löndum að komast í hámæli, en það kom í hans hlut að takast á við þessi hneykslismál sem æðsti yfirmaður kirkjunnar. Hann tók sjálfur á móti fjöl- mörgum fórnarlömbum kynferð- isbrotanna og hét því að kaþólska kirkjan myndi standa sig fram- vegis. Yfirhylmingar með kyn- ferðisbrotum yrðu liðin tíð. gudsteinn@frettabladid.is Páfi kveðst hætta vegna hrumleika Benedikt XVI. páfi hefur tilkynnt að hann ætli að hætta í lok mánaðarins. Hann segist ekki lengur ráða við erfið verkefni embættisins vegna ellihrumleika. Einungis örfáir páfar hafa sagt af sér í gjörvallri sögu kaþólsku kirkjunnar. Síðast gerðist það árið 1415 þegar Gregor XII. hætti til þess að sætta andstæðar fylkingar, sem höfðu valdið klofningi kaþólsku kirkjunnar. Þar áður var það Celestine V. sem hætti árið 1294 eftir að hafa verið páfi í aðeins fimm mánuði. Fyrir vikið fékk hann pláss í fordyri helvítis í bókum Dantes Alighieri. Árið 1045 hætti Benedikt IX eftir að hafa hreinlega selt páfastólinn guð- föður sínum, Gregor VI. Örfáir páfar hafa hætt fyrir andlát sitt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.