Fréttablaðið - 12.02.2013, Side 10

Fréttablaðið - 12.02.2013, Side 10
12. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 4 3 0 ATVINNUMÁL HB Grandi hefur ákveðið að breyta rekstri sínum umtalsvert og við það missa 34 sjómenn skipspláss sín. Störfum í landvinnslu fjölgar hins vegar um fimmtíu við breytingarnar. Ástæða breytinganna er betri afkoma landvinnslu félagsins og skerðingar á aflaheimildum þess. Þetta var meðal þess sem var kynnt starfsmönnum á fundi í gær, en fyrr höfðu sjómenn feng- ið upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar. Þar kom fram að HB Grandi hefur ákveðið að leggja frystitogaranum Venusi og frysti- togaranum Helgu Maríu verð- ur breytt í ísfisktogara. Á næsta fiskveiðiári mun félagið því gera út þrjá frystitogara í stað fimm en fjóra ísfisktogara í stað þriggja. Auk togaranna gerir HB Grandi út þrjú uppsjávarveiðiskip. Vilhjálmur Vilhjálmsson, for- stjóri HB Granda, segir það mat félagsins að meiri verðmæta- sköpun muni felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar erlendis eftir ferskum sjávarafurðum. „Það má segja að undanfarin ár hafi það gefið meiri framlegð að vinna með ísfiskskipum og land- vinnslu. Afkoma frystitogara hefur verið að slakna á þessum tíma. Við horfum til þess að meiri framtíð sé í markaði með ferskan fisk,“ segir Vilhjálmur. Ástæðan fyrir fækkun í tog- araflota HB Granda er fyrst og fremst ónægar aflaheimildir, að sögn Vilhjálms. Undanfarin þrjú ár hafa bolfisksheimildir félagsins minnkað um 3.445 þorskígildis- tonn. Við breytingarnar mun sjó- mönnum félagsins væntanlega fækka úr 320 í 286, en störfum í landvinnslu mun fjölga um fimm- tíu. Stöðugildum hjá fyrirtæk- inu mun því fjölga um sextán við breyting arnar. Alls starfa um 800 manns hjá HB Granda. En hvernig verður staðið að breytingum áhafna skipanna? „Það má segja að það verði stokk- að upp á öllum skipunum, eins og við ræddum við sjómennina okkar í gær. Við lítum alls ekki á þetta sem einkamál okkar og þeirra á Venusi, til dæmis,“ segir Vilhjálm- ur, sem útilokar ekki að einhverj- ir vilji grípa tækifærið og fara í land. Helgu Maríu verður siglt til Póllands í almennt viðhald þegar aflaheimildir skipsins hafa verið veiddar, og verður breytt í ísfisk- togara. Skipasmíðastöðvar í Pól- landi voru með lægstu tilboðin í verkið, mun lægri en frá íslensk- um fyrirtækjum. svavar@frettabladid.is Það má segja að undanfarin ár hafi það gefið meiri framlegð að vinna með ísfiskskipum og landvinnslu. Afkoma frystitogara hefur verið að slakna á þessum tíma. Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda Grandi fækkar sjómönnum en fjölgar störfum í landi HB Grandi gerir miklar breytingar á rekstri. Betri afkoma landvinnslu og skertar aflaheimildir ástæðan. Einu skipi lagt og frystiskipi breytt til ísfiskveiða. Sjómönnum fækkar um 34 en 50 störf skapast í landi. VIÐ BRYGGJU Ekki er litið á uppsagnirnar sem einkamál áhafnanna á Venusi og Helgu Maríu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Strætó styður við Blóðbankann og hvetur farþega til að gefa blóð. Á vef Strætó segir að í hverjum vagni sé plakat sem minni á nauðsyn blóðgjafa, en til að mæta þörfum samfélagsins þurfi bankinn 70 blóðgjafa á dag. „Auðvelt er að taka strætó í Blóðbankann og hægt er að fara inn á strætó.is og finna hvaða leið hentar þér. Blóðbankinn í Reykjavík er á Snorrabraut 60 og Blóðbankinn á Akureyri er á Fjórðungssjúkrahúsinu,“ segir á Strætó. Þá megi sjá staðsetningu blóðbankabílsins á www.blod- bankinn.is. - óká Auglýsa blóðgjöf um borð: Strætó styður Blóðbankann STUÐNINGUR Í hverjum strætisvagni verður plakat um nauðsyn blóðgjafar. SJÁVARÚTVEGUR Strandaði við Eyjar Loðnuskipið Kap VE-4 strandaði í Vestmannaeyjahöfn í gærdag, aðeins nokkur hundruð metra frá bryggju. Skipið losnaði eftir um tvær klukku- stundir, þegar flætt hafði nógu mikið að. Skipstjórar í Eyjum hafa kvartað yfir hrygg sem myndast þegar skrúfur Herjólfs þyrla upp sandi í höfninni, að sögn RÚV.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.