Fréttablaðið - 12.02.2013, Side 13

Fréttablaðið - 12.02.2013, Side 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. febrúar 2013 | SKOÐUN | 13 Blå Band bollasúpurnar eru handhæg og bragðgóð næring sem gott er að grípa til. Þær innihalda ekkert MSG, engar transfitur og aðeins náttúruleg bragð- og litarefni. Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus. Ertu með sterk bein? HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Þegar við erum í blóma lífs- ins þá finnst okkur sem við séum ósigrandi, sjúkdómar eru hjá flestum sem betur fer víðs fjarri og hrörnun er ekki farin að eiga sér stað að neinu marki. Við erum jafnvel að misbjóða líkamanum um stundarsakir, en hann fyrirgefur yfirleitt fljótt og vel svo lengi sem við hætt- um því. Það einkennir forvarnir að þær eru jafnan hugsaðar til lengri tíma og árangur erfiðis okkar kemur hugsanlega ekki fram fyrr en eftir mörg ár. Það rýrir þó á engan hátt mikilvægi þeirra, þvert á móti mætti segja að ef við hugsum ekki okkar gang þá getum við misst af lest- inni. Þessi hugsunarháttur á vel við þegar við horfum til fjölmargra atriða er varða heilsu okkar. Það má taka dæmi af þeim sem reykir og gerir um langt ára- bil að hann er ef svo mætti að orði komast að taka stöðugt út úr bankanum, en leggja ekkert inn. Þeir sem hafa vit á pening- um átta sig á því að það gengur ekki til lengdar og á einhverjum tímapunkti eru engar innistæð- ur lengur og þá fara sjúkdóm- arnir að herja á viðkomandi. Það getur gerst hægt, en einnig afar skyndilega og án fyrirvara eins og við heila- og hjartaáföll. Jafnvægi mikilvægt Þegar við horfum til beinanna þá er ljóst að við þurfum að leggja inn í beinabankann reglubund- ið frá barnæsku til að byggja upp beinmassa okkar og styrkja beinin, en einnig til að verjast beinþynningu og aukinni hættu á beinbrotum með tilheyrandi óþægindum, verkjum, hreyfi- skerðingu og jafnvel færniskerð- ingu. Beinin okkar eru lifandi vefur sem er stöðugt að endur- nýja sig og þarfnast ákveð- inna næringarefna til viðbótar við reglubundna hreyfingu og áreynslu hvers konar til að við- halda styrk sínum. Erfðir skipta auðvitað máli en þegar við erum að vaxa úr grasi er líklega hvað mikilvægast að borða nægjanlegt magn af kalki og D-vítamíni auk þess að neysla á próteini skilar auknum beinmassa. Þó ber sam- kvæmt rannsóknum að varast of mikla próteinneyslu þar sem slíkt ástand getur virkað þveröfugt og aukið kalkútskilnað og þar með kalktap úr beinum. Þarna eins og svo víða annars staðar er mikil- vægt að halda jafnvægi. Beinþynning Hreyfing í hvaða formi sem er og reglubundin áreynsla skilar sterkari beinum og er því mikil- vægt að börn og unglingar stundi íþróttir, en það á einnig við um hina fullorðnu. Beinmassinn nær hámarki á kynþroskaaldrinum og fram undir tvítugt en beinin end- urnýja sig alla ævina. Um miðjan aldur snýst þetta við og það eykst beintap en slíkt kallast beinþynn- ing og er hún algengari hjá konum en körlum, sérstaklega eftir tíða- hvörf. Þá hefur verið bent á það að sá beinvefur og massi sem safnast saman hjá konum á kynþroska- aldrinum 11-13 ára jafngildi bein- tapinu sem verður á 30 árum eftir tíðahvörf og því augljóslega mikil- vægt að okkur gangi vel á þessum tíma að fylla á forðabúr beinanna. Rýrnun á beinmassa eða bein- þynning er vandamál beggja kynja þó konur séu með aukið beintap sérstaklega um og eftir tíðahvörf, því er nauðsynlegt að huga vel að hreyfingu og reglubundinni inn- töku af kalki og D-vítamíni til að vega á móti slíku. En einnig eru notuð lyf til að bæta beinþéttni. Ýmsir þættir hafa áhrif og geta hraðað ferli beinþynningar, en grannar, eldri konur með ættar- sögu eru í hvað mestri hættu. Þá hafa sum lyf einnig áhrif til hins verra eins og til dæmis magasýru- lyf, krampalyf, þunglyndislyf og svo auðvitað sykursterar sem eru oft notaðir í bólgueyðandi tilgangi til lengri tíma hjá gigtarsjúkum svo dæmi séu tekin. Því er gott að láta fylgjast með beinþéttni en slíkt er hægt að gera með tiltölulega einfaldri mælingu. Þeir sem eru í aukinni hættu á að fá beinþynningu ættu að láta skoða sig til að meta það hvar þeir standa og fá ráðleggingar um með- ferð gerist hennar þörf. Þó ber samkvæmt rannsóknum að var- ast of mikla próteinneyslu þar sem slíkt ástand getur virkað þveröfugt og aukið kalkútskilnað og þar með kalktap úr beinum. Í knattspyrnuheiminum er nú rætt um hagræðingu á úrslitum leikja víða um lönd. Fótbolti lýtur leik- reglum þar sem gerðar eru þær kröfur að leikmenn séu heiðarlegir og sannir, sæki fram til sigurs og standi með sínu liði og félagi en semji ekki um niðurstöðu leiksins fyrirfram. Mér kom þetta í hug þegar mér barst til eyrna að á Alþingi væru menn farnir að möndla með mikil væg grundvallaratriði og ætli jafnvel að semja um mörkin í „stjórnarskrárkappleiknum“. Við þekkjum orðið valdabraskarar eða Power Brokers á ensku sem vísar til þeirra sem víla og díla með valdið. Nú geri ég mér glögga grein fyrir því að myndhvörf er hægt að nota að vissu marki og bið fólk að oftúlka ekki líkinguna við fótbolt- ann. Líking in er þó sett fram í fullri alvöru til að minna þá 35 þingmenn á, sem samþykktu að spyrja þjóðina um meginefni frumvarps Stjórn- lagaráðs, að standa með eigin sam- visku en glúpna hvorki né digna á síðustu mínútum síðari hálfleiks. Nýlega talaði forseti vor tæpi- tungulaust um fv. forsætisráð- herra Bretlands, Gordon Brown, í viðtali við erlendan fjölmiðil. Inn- tak orða hans var að Íslendingar muni seint gleyma illum leik hans í refskák valdsins gagnvart þjóð í miklum vanda. Afleik Browns má líkja við fordæðuskap gagnvart þjóðinni sem mun geyma hann sér í minni löngu eftir að Bretar hafa sent hann í ómælisdjúp gleymsk- unnar ef marka má spádóm þjóð- höfðingjans. Með hliðsjón af þessum áfellis- dómi forsetans vil ég halda því fram að þjóðin muni ekki heldur gleyma þeim sem gætu hugsanlega svik- ið hana á örlagastund. Munið, háttvirtir þingmenn, að 83 af hverjum 100 vilja að náttúru- auðlindir sem ekki eru í einkaeigu verði lýstar þjóðareign! Munið að 67 af hverjum 100 vilja að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá! Munið að meirihluti vill Þjóð- kirkju í stjórnarskrá, persónukjör, jöfnun atkvæða og rýmkun heim- ilda til að krefjast þjóðaratkvæða- greiðslu! Munið! Þjóðin man þetta og ég trúi því að hún muni ekki gleyma hvernig málin fara á Alþingi á þeim örlaga- ríku mánuðum sem fram undan eru! Að endingu minni ég á orð séra Hallgríms Péturssonar um rétt- læti og heiðarleika: Vei þeim dómara, er veit og sér, víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Háttvirtir þingmenn! Ekkert Match Fixing! Ljúkið leiknum með sóma! Match Fixing? NÝ STJÓRNAR- SKRÁ Örn Bárður Jónsson sóknarprestur og fv. fulltrúi í Stjórn- lagaráði ➜ Þjóðin man þetta og ég trúi því að hún muni ekki gleyma hvernig málin fara á Alþingi á þeim ör- lagaríku mánuðum sem framundan eru!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.