Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 38
12. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30
„Þetta verða sitjandi tónleikar
en ég geri alveg ráð fyrir því að
hörðustu aðdáendurnir munu
eiga erfitt með að sitja kyrrir á
köflum,“ segir tónlistarmaðurinn
Jón Ólafsson sem stýrir heiðurs-
tónleikum fyrir rokkhljómsveitina
ELO í apríl.
Electric Light Orchestra, eða
ELO, er bresk hljómsveit sem
spilar sinfónískt rokk og var feiki-
vinsæl um allan heim frá 1971 og
langt fram undir níunda áratug-
inn. Sveitin gaf út ellefu plötur á
þeim tíma, þá tólftu árið 2001, og
hefur í dag selt yfir 50 milljónir
platna um allan heim. „Ég hlustaði
mikið á ELO sjálfur sem ungling-
ur. Ég fékk plötuna A New World
Record í fermingargjöf og spil-
aði hana sundur og saman. Næstu
árin keypti ég mér svo allar plötur
sveitarinnar og hafði alltaf lúmskt
gaman af þessum grípandi lögum
Jeffs Lynne,“ segir Jón. Lynne
stjórnaði meðal annars upptök-
um hjá Bítlunum og Traveling
Wilburys. Lynne var annar stofn-
andi ELO og hefur verið mikill
áhrifavaldur í tónlistarheiminum.
Blaðið The Washington Times setti
hann til að mynda í fjórða sæti yfir
áhrifamestu upptökustjóra allra
tíma.
ELO átti fjöldamarga smelli á
meðan hún starfaði og átti sveit-
in til að mynda 27 lög á topp 40
listum í Bretlandi og Bandaríkj-
unum á árunum 1972 til 1986.
Meðal þekktustu laga hljómsveit-
arinnar má nefna Evil Woman og
Telephone Line og segir Jón það
vera algjört lúxusvandamál að
velja lög til að taka á tónleikun-
um. „Mér er nokkur vandi þar á
höndum því það eru svo mörg góð
lög. Öll vinsælustu lögin þeirra
verða vitaskuld á prógramminu
en auk þess leyfum við óvæntum
gimsteinum að fljóta með,“ segir
hann.
Fjórtán manns munu reyna
að fylla í fótspor Jeffs Lynne
og félaga á sviði Eldborgarsals
Lúxusvandamál að
velja lög með ELO
Stórskotalið tónlistarmanna kemur fram á heiðurstónleikum ELO í apríl.
Biophilia, plata Bjarkar, fékk
bandarísku Grammy-verðlaunin
aðfaranótt mánudags fyrir hönn-
un. Það voru þeir Michael Amzalag
og Mathias Augstyniak sem fengu
verðlaunin fyrir hönnun sína.
Biophilia var einnig tilnefnd sem
besta framsækna platan en tapaði
fyrir belgísk-ástralska tónlistar-
manninum Gotye. Hann hlaut tvenn
verðlaun til viðbótar, þar á meðal
fyrir lagið Somebody That I Used
To Know. Hann tók við verðlaun-
unum úr hendi Prince. „Ég hlust-
aði á þennan mann í mörg ár þegar
ég var að alast upp og hann er stór
ástæða fyrir því að ég byrjaði að
semja tónlist. Takk fyrir,“ sagði
Gotye í þakkar ræðu
sinni.
Enska hljóm-
sveitin Mumford
& Sons fékk aðal-
verðlaunin fyrir
plötu ársins, Babel.
Bandaríska hljóm-
sveitin Fun var
kjörin nýliði árs-
ins og lag henn-
ar We Are Young
var valið lag árs-
ins. Bandaríski
rokkdúettinn The
Black Keys hlaut fern verðlaun,
þar á meðal fyrir bestu rokkplöt-
una og besta rokklagið. N****s In
Paris með Jay-Z
og Kanye West
var valið besta
rapplagið.
Á meðal þeirra
sem tóku lagið
á þessari 55.
Grammy-hátíð
voru Taylor Swift,
Ed Sheeran, Sir
Elton John, Justin
Timberlake, Alicia
Keys og Carrie
Underwood.
Biophilia með bestu hönnunina
Plata Bjarkar, Biophilia, vann til verðlauna hinni virtu Grammy-hátíð.
BIOHPHILIA Umslag Biophilia hlaut
verðlaun fyrir bestu hönnunina.
Hörpu þann 13. apríl næstkom-
andi undir stjórn Jóns. Það þýddi
ekkert minna en stórskotalið rokk-
ara og um sönginn sjá engir aðrir
en Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi
Gunnlaugsson, Jóhann Helga-
son, Magni Ásgeirsson og Pétur
Örn Guðmundsson. „Það kom
mér skemmtilega á óvart þegar
ég hafði samband við Eirík að
hann er gríðarlega mikill ELO-
aðdáandi sjálfur. Hinir virtust
svo vera vel með á nótunum líka.
Mörg lögin liggja mjög hátt fyrir
söngvara og það er ekki síst þess
vegna sem þessir frábæru menn
urðu fyrir valinu,“ segir Jón.
tinnaros@frettabladid.is
„Gamlinginn sem skreið út um
gluggann og hvarf. Ég var að byrja á
henni og hún lofar mjög góðu.“
Ýr Káradóttir, einn af eigendum Reykjavík
Trading Co.
BÓKIN
„Við erum mjög ánægð með viðbrögðin,“
segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð.
Tónlistarmyndband sem Óttar og kær-
astan hans, ljósmyndarinn Elo Vázquez,
leikstýrðu með spænsku hljómsveitinni
I Am Dive hefur verið í spilun á sjón-
varpsstöðinni MTV á Spáni síðustu vikur.
Myndbandið, sem var að mestu tekið upp
á Íslandi, er einnig komið í spilun á You-
tube-síðu bandarísku tónlistarhátíðarinnar
South By Southwest en hljómsveitin spilar
þar í mars. Á Youtube var það eitt fárra
sem voru valin úr stórum hópi myndbanda
sem áttu þess kost að komast á síðuna.
„Þetta kom þannig til að forsprakki
hljómsveitarinnar setti sig í samband við
kærustu mína eftir að hafa uppgötvað
ljósmyndir nar hennar á netinu. Í kjölfar-
ið prýddu ljósmyndir hennar fyrstu plötu
I Am Dive og svo bað maðurinn hana líka
um að gera myndband fyrir sig,“ segir
Óttar, en þetta er fyrsta myndbandið sem
hann býr til. Upptökur fóru fram á Íslandi
síðasta vetur bæði í Reykjavík og úti á
landi.
„Myndbandið hefur verið á mörgum tón-
listarsíðum, en eftir að það komst inn á
spænska MTV og svo síðu SXSW erum við
alveg í skýjunum,“ segir rithöfundurinn.
- fb
Myndband Óttars Norðfj örð spilað á MTV
Tónlistarmyndband rithöfundarins Óttars M. Norðfj örð og kærustu fær athygli.
NÝTT MYNDBAND Tónlistarmyndband Óttars og
Vázquez hefur fengið góð viðbrögð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SINFÓNÍSKT ROKK ELO var
feikivinsæl á seinni hluta
síðustu aldar. Jeff Lynne og
félagar hans hafa selt yfir 50
milljónir platna á heimsvísu.
FYRIR STERKAR OG HREINAR TENNUR