Fréttablaðið - 12.02.2013, Page 34

Fréttablaðið - 12.02.2013, Page 34
12. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26 FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Það verður lítið úr innanhússtímabilinu hjá besta tugþrautarkappa landsins, ÍR- ingnum Einari Daða Lárussyni. Hann ákvað að velja skynsemina frekar en möguleikann á því að komast á EM í Gautaborg. Frábært ár í fyrra gefur samt góð fyrirheit fyrir einn allra besta frjálsíþrótta- mann landsins í dag. „Hásinarmeiðsli eru slæm en þetta er ekki svo alvarlegt eins og er. Við nennum ekki að lenda í því að þetta verði eitthvað alvar- legt,“ segir Einar Daði um meiðsl- in en hann varð að sleppa því að taka boði á sterkt mót í Eistlandi. „Það hefði verið virkilega gaman að fara þangað og EM hefði getað orðið hrikalega skemmtilegt mót ef ég hefði komist inn. Þetta er bara svo lítið í stóru myndinni og maður lærir það eftir því sem maður verður eldri og reyndari í þessu að svekkja sig sem minnst á einhverju svona,“ segir Einar. Hefur spjallað við Jón Arnar Árið 2012 var frábært hjá Einari Daða sem náði sínum þremur bestu tugþrautum á ferlinum og sú besta, 7898 stig í Tékklandi í júní, er næstbesta tugþrautar- afrek Íslendings frá upphafi á eftir Jóni Arnari Magnússyni, og kom honum inn á topp fimmtíu á heims- listanum og í fyrsta sæti yfir besta tugþrautarafrek Norðurlanda á síðasta ári. „Þetta lítur allt rosalega vel út,“ segir Einar Daði en hann æfði vel í haust. „Ég æfi bara frá degi til dags og sé síðan bara til hvað gerist,“ segir Einar Daði. Það er aðeins Jón Arnar sem hefur gert betur en Einar Daði í þraut meðal íslenskra tugþrautar- manna. Jón Arnór á þó enn sautján bestu þrautir Íslendings frá upp- hafi. „Ég hef aðeins spjallað við Jón Arnar. Maður verður að nýta sér allt það sem er í boði og ég reyni að tala við menn sem hafa reynslu í þessu. Fólk má ekki gleyma því að það er fullt af fólki hérna heima sem veit hrikalega mikið um þetta,“ segir Einar Daði. Þráinn Hafsteinsson er hans aðalþjálfari en fleiri koma líka að þjálfun hans. „Það er vesen að skipuleggja þetta og það eru ekki nógu margir dagar í vikunni fyrir þetta,“ segir Einar Daði léttur. Hann viður- kennir alveg að góður árangur hefur kallað á meiri áhuga á því sem hann er að gera. „Ég held að væntingarnar verði aldrei meiri en þær sem maður setur á sjálfan sig. Maður verð- ur að reyna að setja sem minnsta pressu því ég held að það sé ekki gott að setja mikla pressu á sig,“ segir Einar Daði. „Ég ætla bara að gera það sem mér finnst gaman. Mér finnst sjúk- lega gaman að þessu á hverjum einasta degi. Það er nánast allt- af gaman í þessu. Vonandi getur maður með því að gera það sem manni finnst gaman smitað eitt- hvað út frá sér og gefið eitthvað af sér í leiðinni,“ segir Einar. Nóg til fyrir bætingu En hversu góður getur Einar Daði orðið? „Maður veit aldrei hvað ger- ist. Ég er þokkalega góður núna en gæti orðið miklu betri. Maður veit aldrei hvernig hlutirnir þróast. Það er nóg svigrúm til að bæta sig, alveg fullt, en maður veit aldrei,“ segir Einar Daði. Hann verður 23 ára gamall í maí og er langt á undan Jóni Arnari þegar litið er á aldurinn. Einar Daði vill þó ekki að menn einblíni á aldurinn. „Mér finnst svolítið með fólk oft að það segi að þessi sé svona gamall og hann á þetta í dag og þá á hann eftir að ná þessu þegar hann verður 25 eða 26 ára. Hlut- irnir eru ekki svona einfaldir og það þarf svo margt að ganga upp til að skila fólki upp í efsta klassa. Það er nóg inni fyrir bætingu. Ég ætla bara að æfa og hafa gaman að því. Svo sé ég bara til hvað gerist,“ segir Einar. Einar Daði stimplaði sig inn á síðasta ári og á nú auðveldara með að komast inn á flott mót. „Það eru frekar stór tugþrautarmót í gangi í Evrópu. Ég ætla að fara og keppa á þeim og svo nær maður vonandi lágmörkum á þessi stærstu mót, HM, EM og Ólympíuleika. Það er frekar skemmtilegt líka að þeir úti í heimi vita nú hver ég er,“ segir Einar Daði. ooj@frettabladid.is Vita núna hver ég er Einar Daði Lárusson, besti tugþrautarmaður Norðurlanda árið 2012, hefur aldrei æft eins vel og fyrir áramót. „Ég gæti orðið miklu betri,“ segir Einar Daði. FRÁBÆRT ÁR Í FYRRA ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson stimplaði sig inn í tugþrautarheiminn árið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 15% afsláttur Gildir út febrúar ÚRSLIT DOMINOS-DEILD KARLA FJÖLNIR - KEFLAVÍK 101-113 (40-50) Fjölnir: Christopher Smith 35/10 fráköst/3 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 21/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 16/5 stoðsendingar, Isacc Deshon Miles 12/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 10, Gunnar Ólafs- son 5/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2. Keflavík: Billy Baptist 34/14 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 31, Michael Craion 20/18 fráköst, Darrel Keith Lewis 18/7 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 4/6 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 3. GRINDAVÍK - ÍR 102-80 (42-44) Grindavík: Aaron Broussard 22/11 fráköst/6 stoð- sendingar, Samuel Zeglinski 16/5 stoðsendingar, Ryan Pettinella 11, Jóhann Árni Ólafsson 11, Þorleifur Ólafsson 9/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/11 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Ómar Örn Sævarsson 7/7 fráköst, Ólafur Ólafs- son 4, Daníel G. Guðmundsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 3. ÍR: D‘Andre Jordan Williams 29/7 fráköst/7 stoðsendingar, Eric James Palm 14, Sveinbjörn Claessen 13/7 fráköst, Hjalti Friðriksson 12/4 fráköst, Nemanja Sovic 6/7 fráköst, Þorvaldur Hauksson 4, Vilhjálmur Theodór Jónsson 2. STJARNAN - NJARÐVÍK 77-87 (40-34) Stjarnan: Brian Mills 21/11 fráköst/6 varin skot, Justin Shouse 20/8 stoðs., Jarrid Frye 20/11 fráköst/7 stolnir, Jovan Zdravevski 11, Kjartan Atli Kjartansson 3, Fannar Freyr Helgason 2. Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 26/8 fráköst, Marcus Van 17/23 fráköst/3 varin skot, Maciej Stanislav Baginski 14, Nigel Moore 14/8 fráköst/8 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 11, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Ágúst Orrason 2. REYKJAVÍKURMÓT KARLA ÚRSLITALEIKUR KR - LEIKNIR 2-3 1-0 Atli Sigurjónsson (39.), 1-1 Egill Atlason (51.), 1-2 Hilmar Árni Halldórsson, víti (70.), 2-2 Bjarni Guðjónsson, víti (85.), 2-3 Sævar Freyr Alexanders- son (90.). SÍMABIKAR KARLA 8-LIÐA ÚRSLIT ÞRÓTTUR - STJARNAN 22-27 (9-14) ENSKA ÚRVALSDEILDIN LIVERPOOL - WEST BROM 0-2 0-1 Gareth McAuley (81.), 0-2 Romelu Lukaku (90.) FÓTBOLTI David Beckham verður ekki í leikmannahópi Paris Saint- Germain sem mætir Valencia í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kl. 19.45 í kvöld. Hann fór með til Spánar en verður ekki í hópnum þar sem hann hefur ekki enn æft með liðinu síðan hann gekk til liðs við það um mánaðamótin. PSG verður án þeirra Thiago Motta og Thiago Silva en báðir eru meiddir. Engin meiðsli eru í her- búðum Valencia. Einn annar leikur er á dagskrá 16-liða úrslitanna í kvöld en þá tekur skoska liðið Celtic á móti Ítalíumeisturum Juventus. „Við trúum því að allt geti gerst í þessum tveimur leikjum,“ sagði Neil Lennon, stjóri Celtic. Leik- menn geta mætt fullir sjálfs- trausts til leiks eftir að hafa unnið Barcelona í riðlakeppninni í haust. „Það eru margir frábærir fót- boltamenn í Juventus. En það er hættulegt að vanmeta Celtic. Við höfum sannað á tímabilinu að við getum staðið hvaða liði sem er snúning,“ bætti Lennon við. - esá Beckham þarf að bíða 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hefj ast í kvöld. STÓR STUND Neil Lennon, stjóri Celtic, á blaðamannafundi í gær. GETTY SPORT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.