Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 21
skiptingum hennar og hún skilar aflinu fumlaust til allra hjólanna. Stærri en flestir jepplingar Að innan hefur Sorento í sjálfu sér lítið breyst. Mælaborðið er eins og gera má ráð fyrir, hvorki augna- konfekt né neitt til að særa augað og enn ber á notkun á ódýrara plasti þó svo sveigurinn fyrir fram- an stýri sé úr mýkra efni með stög- uðum saumi. Sætin í bílnum eru öll ágæt og rýmið fyrir aftursætis- farþega er með því besta og höfuð- rými dugar hálfgerðum risum. Ef Sorento er keyptur í Luxury eða Premium útfærslu er hann með falleg leðursæti. Reynsluaksturs- bíllinn var í Luxury-útfærslu með ljósa leðurinnréttingu og þannig útbúinn er hann glettilega lagleg- ur að innan. Sorento má fá í þrem- ur misdýrum útfærslum, Classic, Luxury og Premium. Sá ódýrasti er með tausæti, en ágætan staðal- búnað og kostar 7.760.777 kr. Bæta þarf við ríflega sex hundruð þús- undum upp í Luxury-bílinn og er hann þá með rafstýrð leðursæti, bakkmyndavél, LCD-mælaborð, LED-ljós, regnskynjara og fleira að auki. Dýrasta Premium-útfærsl- an krefst þó milljón ofan á það. Þá fylgir Panorama-glerþak, 18 tommu álfelgur, hiti í stýri, þriðja sætis- röðin, kæling í framsætum, lykla- laust aðgengi, sjálfvirkt bílastæða- kerfi og leiðsögukerfi með Íslands- korti og 7 tommu upplýsingaskjár. Þessum nýja Sorento hefur farið mikið fram hvað hljóðeinangrun snertir sem færir hann nær lúxus- bílum. Kia Sorento er sem fyrr bíll þar sem kaupandinn fær heilmikið fyrir peninginn, ágætlega smíðað- ur og honum fylgir sjö ára ábyrgð ef eitthvað skyldi nú klikka. Hann er mjög stór af jepplingi að vera, góður ferðabíll en alls ekki óheppilegur í borgarumferðinni með sína penu eyðslu. Gera má ráð fyrir að hann seljist vel áfram hér á landi. Kia Sorento á systurbíl í Hyundai Santa Fe. Látlaus en stílhrein innrétting. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Mjög gott skottrými. Aftursætin eru fyrir fullorðna og rýmið yfirdrifið. Kostir Gallar Finnst fyrir þyngd- inni Efnis- notkun í innrétt- inguMikið rými Afl vélar 7 ára ábyrgð Kia Sorento Bílar12. FEBRÚAR 2013 ÞRIÐJUDAGUR 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.