Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 2
12. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Sigfús, er ekki bara hægt að senda Rússajeppann í klössun? „Nei, ætli það. Það er sennilega líklegra að selja mig í brotajárn.“ Handknattleikskappinn Sigfús Sigurðsson, oft kallaður Rússajeppinn, hefur nú endanlega hætt að spila, sökum langvinnra meiðsla. TÆKNI Næsta vara sem tæknirisinn Apple sendir frá sér gæti verið armbandstölva á stærð við úr, ef eitt- hvað er að marka sögusagnir sem stórblöðin New York Times og Wall Street Journal sögðu frá um helgina. Apple-úr, sem tæknibloggarar hafa þegar hafið að kalla iWatch, gæti meðal annars þjónað sem tenging við iPhone-snjallsíma og önnur tæki og sýnt korta- forritið Apple Maps, en fréttir herma að úrið muni keyra á iOS-stýrikerfi Apple og tækni sé nú þegar til staðar til að setja sveigjanlegan snertiskjá á arm- bönd. Heimildarmenn blaðanna, sem vildu ekki koma fram undir nafni vegna ótta við að missa vinnuna, sögðu meðal annars að Apple hefði þegar rætt við íhlutaframleiðandann Foxconn í Kína um mögulega framleiðslu. Tæknisérfræðingar sem New York Times talaði við eru á sama máli með að næsta bylting í tölvu- efnum yrði sennilega tæki sem notendur myndu bera á sér, til dæmis armbönd eða gleraugu. Þá hefur Apple lengi spáð í lausnir í tengslum við sjón- varp og meira að segja stefndi Steve Jobs heitinn að því að byggja Apple-snjallbifreið en honum entist ekki ævin til þess. Apple hefur stórgrætt á sölu á iPod, iPhone og iPad síðustu ár. Samkvæmt síðustu tölum liggur fyr- irtækið nú á 137 milljörðum dala í sjóðum sínum. - þj Enn eitt æðið gæti verið í uppsiglingu hjá tæknirisanum Apple: Sögusagnir um armbandstölvu MEÐ ENN EITT TROMPIÐ UPPI Í ERMINNI? Tim Cook, forstjóri Apple, kynnir nýja armbandsgræju til sögunnar á næstunni, ef eitthvað er að marka sögusagnir í tækni- geiranum vestra. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Tveir pólskir menn á fertugsaldri sitja nú í gæsluvarð- haldi fyrir smygl á samtals þrem- ur kílóum af amfetamíni til lands- ins í janúar. Fyrri maðurinn kom til landsins í byrjun janúar. Tollverðir í Leifs- stöð grunuðu hann um að vera með fíkniefni meðferðis og við leit í farangri hans komu í ljós um tvö kíló af amfetamíni, sem falin voru í dósum undan barnamjólkur- dufti, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Sá síðari kom hingað 29. janúar og í farangri hans fannst um eitt kíló af amfetamíni, sem hafði verið komið fyrir í niðursuðudós- um undan matvælum. Mennirnir eru báðir pólskir og voru að koma hingað í fyrsta sinn. Þeir tengjast ekki að öðru leyti. Þeir hafa báðir setið í gæslu- varðhaldi síðan málin komu upp og mun það renna út á miðvikudag. Þá verður farið fram á framlengingu þess. Þriðji maðurinn var handtekinn vegna fyrra málsins í janúar en látinn laus að lokn- um yfirheyrslum. Málin eru enn í rannsókn. - sh Tveir Pólverjar í haldi vegna fíkniefnasmygls til Íslands frá Varsjá: Amfetamíni smyglað í dósum AMFETAMÍN Tveir menn sæta gæsluvarð- haldi vegna smygls á amfetamíni. SPURNING DAGSINS BANDARÍKIN, AP Lögreglan í Bandaríkjunum hefur boðið milljón dali fyrir upplýsingar, sem gætu leitt til handtöku Christophers Dorner. Dorner er fyrrverandi lögreglumaður í Los Angeles, sem hefur sagt lögreglunni stríð á hendur vegna þess að honum var sagt upp fyrir nokkrum árum. Hann hefur framið þrjú morð og hótar mörgum morðum í viðbót. Viðamikil leit að honum hefur ekki borið árangur. - gb Lögreglumorðingja enn leitað ákaft í Bandaríkjunum: Milljón dalir til höfuðs Dorner ANTONIO VILLARAIGOSA OG CHARLIE BECK Borgarstjórinn í Los Angeles og lögreglustjóri borgarinnar tilkynna um verðlaunaféð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UMHVERFISMÁL Tveir grútarblaut- ir hafernir sáust nálægt Kolgrafa- firði í gær. Um helgina sást til tveggja, ef ekki þriggja, hafarna sem var eins ástatt um. Nokkuð hefur sést af fugli af öðrum teg- undum í Kolgrafafirði. Róbert Arnar Stefánsson, for- stöðumaður Náttúrustofu Vestur- lands, segir að hafernirnir sem sáust í gær hafi verið flögrandi um við vestanverðan Grundar- fjörð og í Hraunsfirði. Allir eiga þeir ernir sem hafa sést grútar- blautir til þessa það sameiginlegt að vera rétt svo fleygir og því ómögulegt að ná þeim, að sögn Róberts. Hvort um sömu fuglana sé að ræða og sáust um helgina treystir Róbert sér ekki til að meta. „En það er svolítið langt á milli þeirra til þess.“ Hversu margir ernir séu þegar grútarblautir treystir Róbert sér ekki til að meta, en hann telur að bíða verði í nokkra daga áður en hægt verður að ná þessum til- teknu fuglum. Starfsmenn NV fara í könnunarleiðangur í dag, en unnið er eftir eftirlits áætlun stjórnvalda þar sem gert er ráð fyrir að NV fari ekki sjaldnar en á fimm daga fresti til að fylgjast með fuglalífinu í Kolgrafafirði þar sem yfir 50 þúsund tonn af síld hafa drepist síðan í desember. Þúsundir tonna af grút eru á fjörum auk nýdauðrar síldar. Á meðan þetta ástand varir eru líkur á því að fugl fari í grútinn margfaldar á við það sem annars væri. Sést hefur til annarra tegunda fugla sem hafa lent í grútnum, til dæmis æðarfugl. En Róbert segir ljóst að starfsmenn NV muni ein- beita sér að því að finna og bjarga haförnum sem hafa lent í grútn- um. Slíkt ráðist einfaldlega af því hversu sjaldgæfur fuglinn er hér á landi og því hvað stofninn er viðkvæmur fyrir áföllum þess vegna. Róbert telur að í tíu kíló- metra radíus í kringum Kolg- rafafjörð séu ekki færri en 25 til 30 hafernir, sem sé verulegt áhyggjuefni. „Þeir voru tíu í botni Kolgrafafjarðar á laugardaginn. Þetta er það sem maður óttaðist, og maður nær þeim ekki fyrr en þeir eru orðnir aðframkomnir. Því er allt eins möguleiki á að þeir finnist dauðir,“ segir Róbert. Vitað er um 65 verpandi arnar- pör hér á landi, en heildarfjöldi er ekki vitaður af nákvæmni. Þó má telja líklegt að stofninn telji nálægt 300 fugla í heildina. „Þess vegna verður að segjast að hver fugl sé mjög dýrmætur,“ segir Róbert. svavar@frettabladid.is Sést til grútarblautra arna í Kolgrafafirði Náttúrustofa Vesturlands hefur fengið nokkrar tilkynningar um grútarblauta haferni í og við Kolgrafafjörð. Ekki er hægt að ná fuglunum þar sem þeir geta enn flogið. Allt að þrjátíu ernir eru á svæðinu af aðeins tæplega 300 fugla arnarstofni. GRÚTARBLAUTUR Náðst hefur að mynda erni sem greinilega hafa lent í grútnum. Þeir geta enn flogið og því er ómögulegt að fanga þá. MYND/SUMARLIÐI ÁSGEIRSSON Þeir voru tíu í botni Kolgrafafjarðar á laugar- daginn. Þetta er það sem maður óttaðist, og maður nær þeim ekki fyrr en þeir eru orðnir aðframkomnir. Róbert Arnar Stefánsson forstöðu- maður Náttúrustofu Vesturlands STJÓRNMÁL Þórunn Sveinbjarnar- dóttir, fyrrverandi alþingis maður og umhverfisráðherra, hefur hafið störf sem aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, nýkjörins formanns Samfylkingarinnar. Árni Páll greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann að Þórunn hafi fallist á þrá- beiðni hans um að koma til starfa með forystu flokksins. Þórunn var þingmaður frá 1999 til 2011 og umhverfisráðherra 2007 til 2009. - þeb Féllst á þrábeiðni Árna Páls: Þórunn verður aðstoðarmaður SJÁVARÚTVEGUR Steingrímur J. Sig- fússon atvinnuvegaráðherra hefur ákveðið að auka loðnukvótann um 120 þúsund tonn. Ákvörðunin er tekin á grundvelli tillagna frá Hafrannsóknastofnun, en rannsóknaskipið Árni Friðriks- son var við rannsóknir og mæling- ar á stærð stofnsins frá 21. janúar til 7. febrúar. Útreikningar sem byggja á þessum mælingum sýna að 873 þúsund tonn af kynþroska loðnu mældust frá miðjum Aust- fjörðum og að Norðvesturmiðum. Leyfilegur hámarksafli á yfir- standandi fiskveiðiári er því 570 þúsund tonn, að meðtöldum þeim afla sem búið var að veiða fyrir mælingar. - þeb Breytingar á loðnukvóta: Aukinn um 120 þúsund tonn HEILBRIGÐISMÁL Hjúkrunar- fræðingar á Landspítalanum hafa fengið frest til að draga upp- sagnir sínar til baka. Þetta var ákveðið á fundi samninganefnda hjúkrunar fræðinga og Land- spítalans í gærkvöldi, að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur, formanns Félags hjúkrunarfræðinga. Búið var að gefa hjúkrunar- fræðingunum frest til miðnættis í kvöld til að draga uppsagnir til baka, en nú hefur fresturinn verið framlengdur til miðnættis á fimmtudag. Samningafundinum í gærkvöldi var frestað um klukk- an hálf átta í gærkvöldi og átti að hefjast á nýjan leik í morgun. - þeb Hjúkrunarfræðingar á LSH: Fá frest til að draga til baka

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.