Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.02.2013, Blaðsíða 16
12. febrúar 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16 Jafnræði er fulltrúum M-listans í Garðabæ hugleikið, í grein þeirra um fjárveitingar til skóla- mála í Garðabæ, sem birtist í Fréttablaðinu 29. janúar. Greinarhöf- undar reyna að gera þá ákvörðun bæjarstjórnar tortryggilega, að hækka framlag til Hjallastefn- unnar, vegna nemenda á miðstigi sem stunda nám í Barnaskóla num á Vífils- stöðum og segja hana brjóta í bága við jafnræði. Þegar rýnt er í greinina kemur hins vegar í ljós að jafnræðið snýst í þeirra augum ekki um fólk heldur um stofnanir og byggingar. Skylt að greiða framlag Samkvæmt lögum um grunnskóla eiga einkareknir grunnskólar rétt á framlagi frá sveitarfélaginu vegna nemenda í því sveitarfélagi sem skólinn starfar í. „Skal fram- lagið nema að lágmarki 75% af vegnu meðaltali heildarrekstrar- kostnaðar allra grunnskóla sem reknir eru af sveitarfélögum í landinu á hvern nemanda, sam- kvæmt árlegum útreikningi Hag- stofu Íslands.“ Ástæða þess að miðað er við 75% af kostnaði er að einka reknir skól- ar geta innheimt skólagjöld af for- eldrum fyrir því sem upp á vantar. Í samningi Garðabæjar og Hjalla- stefnunnar er hins vegar ákvæði um að ekki sé heimilt að innheimta skólagjöld með nemendum búsett- um í Garðabæ. Í staðinn greið- ir Garðabær 100% framlag með þeim en þó aldrei hærri fjárhæð en sem nemur meðalrekstrarkostnaði grunnskóla Garðabæjar. Grunn- skólar Garðabæjar eru vel reknir og því fær Hjallastefnan með hverjum nemanda úr Garðabæ kr. 1.294.020, sem er meðalkostnaður á nemanda í grunnskólum Garða- bæjar á móti 1.411.847 kr. skv. útreikningum Hagstofunnar. Ekki heimilt Í tölu Hagstofunnar er allur kostnaður við rekstur skólanna, þ.m.t. húsnæðiskostnaður. Lögin heimila því ekki að meðalrekstrar- kostnaður án húsnæðiskostnaðar sé nýttur til viðmiðunar. Húsnæðis- kostnaður skóla er mishár og skýr- ist m.a. af stærð húsnæðis, aldri þess o.fl. Annar kostnaður er einnig mishár á milli skóla t.d. kostnaður við sérkennslu og launakostnaður. Fullt jafnræði á milli skóla í fjár- veitingum verður því aldrei tryggt. Hjá grunnskólum Garðabæjar er húsnæðis kostnaðurinn frá ríflega 200 þúsund kr. á nemanda þar sem hann er lægstur upp í tæplega 900 þúsund kr. þar sem hann er hæstur. Rangt farið með Í fyrrnefndri grein er húsnæðis- kostnaður Barnaskóla Hjalla- stefnunnar sagður um 60 þúsund kr. á hvern nemanda á ársgrund- velli. Þessi tala segir ekki alla sög- una. Hjallastefnan á þrjú hús á lóð Vífilsstaða og leigir að auki þrjár byggingar af Garðabæ. Í grein- inni er eingöngu horft á kostnað vegna leigunnar en ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna húsnæðis í eigu Hjallastefnunn- ar. Þegar stofnkostnaður þeirra húsa er tekinn með og húsnæðis- kostnaður reiknaður á sama hátt og hjá grunnskólum Garðabæjar er kostnaðurinn 225 þúsund kr. á hvern nemanda en ekki 60 þúsund kr. Hagkvæmasta leiðin Sú ákvörðun sem áður er nefnd, að hækka framlög til Hjalla- stefnunnar vegna nemenda á mið- stigi, felst einfaldlega í því að hækka framlagið úr 75% af meðal- rekstrarkostnaði upp í 100% af meðalkostnaði grunnskóla Garða- bæjar, eins og gert er vegna yngri nemenda. Ekki er hægt að bera þetta saman við fjárveitingar til Alþjóðaskólans sem hefur aðsetur í húsnæði Sjálandsskóla og greið- ir enga leigu. Í þessum efnum sem öðrum er ávallt hugað að því að fara hagkvæmustu leiðina en tryggja um leið gæði skólastarfs- ins og valfrelsi nemenda. Mikil ánægja Í Garðabæ hafa foreldrar frjálst val um skóla fyrir börn sín. Þeir geta valið á milli þeirra skóla sem Garðabær rekur sem og þeirra einkaskóla sem starfa í bænum, án þess að borga skólagjöld. Valið er íbúum mikils virði eins og kom skýrt fram í könnun Capacents á árinu 2012 þar sem ánægja með þjónustu grunnskóla mælist hvergi meiri en í Garðabæ. Allar tilraunir til að nýta skólastarf í Garðabæ til að koma af stað órökstuddum grun- semdum um spillingu eða sverta mannorð einstakra bæjarfulltrúa, líkt og reynt er í grein fulltrúa M- listans, eru ómak legar og ósmekk- legar og síst til þess fallnar að bæta skólastarfið. Börnin í fyrirrúmi Með frjálsu vali eru börnin í fyrir- rúmi. Ætlast er til að skólakerfið komi til móts við þarfir barnanna en ekki öfugt. Fórnarkostnaður- inn er sá að húsnæði skólanna er misvel nýtt frá ári til árs. Í mínum huga er sá fórnarkostnaður létt- vægur. Í mínum huga snýst jafn- ræðið um fólkið, það snýst um jafna möguleika allra barna til að stunda nám í þeim skóla sem þeim hent- ar best, en ekki um stofnanir eða byggingar. Jafnræði fyrir fólk en ekki húsKvótakerfið íslenska var sett á á röngum forsendum og af annarlegum hvötum manna sem ekki gátu sætt sig við að sitja við sama borð og aðrir. Fámenn klíka manna á vegum frystihúsa á Norður- landi gat ekki sætt sig við þá framþróun sem átti sér stað í sjávarútvegi. Frels- ið og markaðsþróunin var þeim ekki að skapi. Maður úr þeirra pólitísku röðum sat í stól sjávarútvegsráðherra og voru hæg heimatökin að gera breytingu sem tryggði þessum ein- okunarsinnum þeirra vilja. Losuðu þá við samkeppnina um fiskinn og tryggðu þeim það ódýra hráefni sem þeir höfðu búið húsin til að vinna og losuðu þau við kvöðina að veiða fisk sem þeir kunnu ekki að meðhöndla. Þessir menn skildu ekki og vildu ekki skilja þá hagræðingu sem var að ryðja sér til rúms á SV- landi þar sem „nýju“ fiskmarkað- irnir voru að gera mönnum kleift að sérhæfa hús sín vinnslu á einni eða tveim fisktegundum og láta frá sér aðrar tegundir gegnum markaðina. Þróun sem hugnaðist öllum vel og flýtti fyrir framþróun í vinnslunni. Í stuttu máli var besta fiskveiði- stjórnkerfi veraldar, þróuðu í sam- vinnu við íslenska sjómenn, og sóknarmarkinu, sem mikil sátt var um, hent fyrir róða og upp tekið versta og spilltasta fiskveiðistjórn- kerfi sem völ var á, kvótakerfið ill- ræmda sem aldrei hefur verið sátt um í þrjátíu ár. Stærstu markaðssigrarnir Fiskveiðistjórn á að stuðla að tvennu. Hámarka afrakstur fiskveiðanna og byggja upp stofnana á sjálfbæran hátt. Báðum þessum markmiðum var náð með sóknarmarkinu og var þróun hröð í að loka smáfiskasvæðum og uppeldisstöðvum á sama tíma og meðferð á fiski tók stórtækustu fram- förum sem við höfum séð fyrr og síðar. Á þessum árum unn- ust stærstu markaðssigrar bæði hvað varðar þorsk og karfa sem sýnir hve frjór þessi tími frelsis- ins var í útgerðinni. Ein stór mis- tök voru gerð á dögum sóknar- marksins sem annars gekk svo vel, það var afnema „óvart“ takmark á leyfisveitingu fyrir nýja skuttog- ara. („þeir bara plötuðu mig“ ST). Þessi aukning á skipum seinkaði því að við gætum fjölgað sóknar- dögum. Þetta hafði ekki áhrif á þær útgerðir sem búnar voru að ná tökum á skuttogaravæðingunni og voru í góðum rekstri en aðrir sem voru að byrja frá grunni og þeir sem ekki kunnu voru í erfiðleikum og fóru á hausinn. En fátt er svo með öllu illt. Það komu aðrir í stað- inn og tóku yfir skipin og breyttu þeim í glæsileg aflaskip og flottar útgerðir, samanber Samherji. Sátt og mikill sprengikraft- ur var í Sóknarmarkinu og var það nánast glæpur gegn þjóðinni að afnema þetta kerfi sem gekk svona vel og skilaði svona miklu. 1983, síðasta ár sóknarmarksins, var meiru landað á markaði en nokkru sinni fyrr og eftir stór- átök útgerða og sjómanna þar sem sjómenn voru notaðir sem byssu- fóður útgerðar í baráttu útgerða við ríkið um gengis fellingar var mikill þrýstingur á að allur fisk- ur færi á markað til að skapa frið. Því miður misstum við af þessu tækifæri en hurfum inn í myrkur einokunar og aftur halds þar sem útgerð irnar héldu utan um „sinn fisk“ og byrjað var að sölsa kvót- ana undir fáar stórar útgerðir. Sjó- menn misstu sína samningstöðu gagnvart útgerðinni og urðu að éta úr lófa þeirra sem þeim var fengið og má sjá niðurlægingu stéttarinn- ar í „kostnaðarhlutdeildinni“ þar sem allur kostnaður útgerðarinn- ar er nú tekinn út fyrir skipti þrátt fyrir mesta (gengis) góðæri sem við höfum þekkt. Þessi kostnaðar- hlutdeild var fyrst sett á sem „tíma- bundið“ olíugjald en er nú orðin kolólögleg „kostnaðarhlutdeild“ þar sem farið er bakdyramegin að hefð- bundnum hlutaskiptum og launin þannig rifin niður með því að láta sjómenn borga útgerðarkostnaðinn. Höfundur er togaraskipstjóri sem rekinn var úr starfi sínu vegna skoðana sinna á fáránleika kvótakerfisins. Næsta grein heitir Eyðilegging kvótans. „Sóknarmark“ frjór tími frelsis SJÁVARÚT- VEGUR Ólafur Örn Jónsson togaraskipstjóri ➜ Valið er íbúum mikils virði eins og kom skýrt fram í könnun Capacents á árinu 2012 þar sem ánægja með þjónustu grunnskóla mælist hvergi meiri en í Garðabæ. ➜ Þessi aukning á skipum seinkaði að við gætum fjölgað sóknardögum. MENNTUN Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garða- bæjar Lengri útgáfu af greininni má lesa á visir.is visir.is Tvískinnungur Gaman væri að vita hvort fyrirtæki telja það eðlilegt að menn mæti þunnir eða hálfir í vinnuna. Þunnur maður er að jafna sig eftir að hafa eitrað sjálfan sig með alkahóli og er í raun ekki hæfur til vinnu, hvað þá á sjó eða á vinnuvél. Heilu starfsstéttirnar halda þorrablót og drekka sig blindfullar. Félagsleg hópeitrun en þetta er viðurkennd hegðun. Það ríkir hér gríðarlegur tvískinnungur í garð vímuefna. Áfengi er kannski sá vímugjafi sem drepur flesta, sundrar fjölskyldum og kostar þjóðfélagið mest. En ástæða þess að menn sýna áfenginu slíka undirgefni hér á landi er að gríðarlegur fjöldi manna notar það og getur ekki hugsað sér að sleppa því. Þeir sem setja lögin eru þeir sem fylgja þeim, nota áfengi og það er viðurkennt og talið einfaldlega í lagi. Börn drekka, útihátíðir eru haldnar þar sem börnin rúlla um dauðadrukkin þúsundum saman en svo er fíknó að vafra þarna inn um ofureitraðan fjöldann að leita að kannabis! http://www.bubbi.is/index Bubbi Morthens AF NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.